Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ2006
Fréttir DV
Friðrik Indriðason
• Kvikmyndagerðarkonan Helga
Brekkan á heimildarmynd á dag-
skrá sænska sjónvarpsins í kvöld kl.
20 um Guðberg Bergsson. Sama
mynd var verðlaunuð á Heimilda-
og stuttmyndahátíðinni í Reykjavík
í íyrra. ítrekað hefur Helga boðið
Rúnari Gunnarssyni dagskrárstjóra
innlends efnis myndina til kaups
en hann þráfaldlega hafnað henni.
Þegar Guðbergur var spurður um
áhugaleysi RÚV á að sýna myndina
mun hann hafa svarað: Ég er ekki
paranojd, en heldur ekki sljór...
• Geir Haarde for-
sætisráðherra hefur
vakið athygli fyrir að
víkja sér undan því
að kynna umdeil-
anlegar ákvarðanir
á sínum stutta ferli.
Varla hefur það verið
hending að fyrsta mál sem Þorgerð-
ur Katrín varð að afgreiða sem sitj-
andi forsætisráðherra var að fresta
Tónlistarhúsinu í Reykjavík. Það
mun vafalaust fylgja henni lengi en
hún er tungulipur og mun kjafta sig
út úr því...
• Nanna Rögnvalds-
dóttir hefur bæst í
hóp þeirra sem sagt
hafa upp störfum hjá
Fróða en hún hefur
lengi verið einn öfl-
ugasti matarskríb-
ent landsins. Nanna
bloggar um ástæðu þess að hún
hættir og tekur strax fram að hún
sé ekki að elta Reyni 'I'raustason.
Ástæðan sé einfaldlega sú að henni
fannst ekkert gaman í vinnunni
lengur. Og að hún var orðin leið á
að eyða meir en klukkutíma á dag
í strætóferðir upp á Höfða. Þetta er
víst í fyrsta sinn í 20 ár sem Nanna
segir upp vinnu....
• Andrés Jóns-
son, einn þeirra sem
bloggar á „Orðið á
götunni", var á ferð-
inni á athaihasvæði
365 í Skaftahlíðinni í
vikunni. Var Andrés
í smók í rólegheit-
unum þegar Róbert MarshaU, yfir-
maður NFS, kom að honum og hellti
úr skálum reiði sinnar yfir hann.
Kunni hann Andrési litlar þakkir fyrir
„skúbb" Orðsins um að Egill Helga-
son væri að hætta með Silfrið sitt...
• Og talandi um
Orðið er fjallað þar
um athyglisverða
stefnubreytingu
Bolla Thoroddsen
og félaga í Heimdalli
í landbúnaðarmál-
um sem ffam kom
í vikunni. Þessi tilvitnun í ályktun
Heimdallar er birt á Orðinu: „Standi
vilji landsmanna til þess að styðja
við bakið á íslenskum landbúnaði
ætti að gera það með beinum og
gegnsæjum hætti með greiðslum til
bænda en ekki neyslustýrandi gjöld-
um og tollum." Er Bolli ekki bara að
gera það sem mamma hans segir
honum? Sú er Margrét Björnsdóttir
einn aðalhugmyndafræðingur Sam-
fylkingarinnar...
Lög um drelfingu á klámi standa að mestu óbreytt frá 1940. Jón Magnússon hæstarétt-
arlögmaður og Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn rannsóknadeildar segja kom-
inn tíma á endurskoðun.
66 ára gömul lög um
klám þurfa endurskoðun
Lög um framleiðslu og dreifingu á klámi á íslandi eru frá árinu
1940. Ákvæði um barnaklám var bætt við á árunum 1998-2002
en að öðru leyti hafa lögin staðið óbreytt. Lögreglan og lögmenn
vilja breytingar á lögunum til að svara kalli þess veruleika sem nú
er til staðar á íslandi.
Auðvelt er fyrir neytendur að
nálgast klám hjá ljósvakamiðlum á
íslandi í dag. Digital ísland, sem rek-
ið er af 365 (líkt og DV), og Síminn
bjóða upp á klám í gegnum mynd-
lykla sína. Um er að ræða kynlífs-
sýningar þar sem ekki sést í kyn-
færi karla en einstaka kvensköpum
bregður fyrir. Samkvæmt fræðunum
nefnist þess konar klám „soft-pom"
eða „hotel-porn" en er klám engu að
síður.
Klám á vefsíðum
Sömu sögu er að segja um net-
ið. Á íslensku vefsvæðunum geim-
ur.is og b2.is, þar sem gert er út á
yngri kynslóðir, eru tenglar inn á er-
lendar vefsíður sem innihalda snið-
ug myndbönd fyrir krakka í bland
við tengla inn á klámsíður. Eins er
til lénið klam.is, sem eins og nafnið
gefur til kynna, býður upp á klám án
takmarkana.
Kominn tími á endurskoðun
Jón Magnússon hæstaréttarlög-
maður segir löngu kominn tíma á
endurskoðun laganna og vill að þar
Geimur.is og b2.is
islenskar vefslður fyrir
unglinga sem bjóða
upp á klám.
verði betur skilgreint að hverju lög-
reglan eigi að leita. „Það verður
einnig að færa lögin nær réttarvit-
und fólks. Lögin eru komin það langt
frá raunveruleikanum og tíðarand-
anum að þeim er ekki fylgt."
Engin rannsókn
Þegar DV innti eftir því hjá Herði
Jóhannessyni, yfirlögregluþjóni
rannsóknadeildar, hvort einhverjir
af þessum miðlum væru í rannsókn
kannaðist hann ekki við það, en
sagði athæfið samt sem áður ólög-
legt, enda dreifing kláms með öllu
óheimil á íslandi.
Ný ákvæði um barnaklám
Varðandi 210. grein hegning-
arlaga sem fjallar um klám bendir
Hörður á að ákvæðum um vörslu og
dreifingu barnakláms hafi
verið bætt við á árun-
um 1998-2002 sem
hafi skýrt línurn-
ar verulega. /
Fjöldi manna
sem framleitt
hafði ogdreift
Það verður einnig að
færa lögin nær réttar-
vitund fólks. Lögin eru
komin það langt frá
raunveruleikanum og
tíðarandanum að þeim
erekki fylgt."
bama-
klámi hafi
verið handtekinn og
dæmdur í kjölfar lagabreyting
arinnar.
Hins vegar hafi hegningarlögum
um klám almennt ekkert verið breytt
frá 1940 og tekur Hörður undir með
Jóni Magnússyni að tími sé kominn
til að endurskoða lögin.
reynir@dv.is
"I ' ■
i * . ' *
m x v
Jón Magnússon
hæstaréttarlögmaður
Segir kominn tfma á
endurskoðun laga um
klám.
DV-mynd Stefán
Digital fsland og Sfminn
Bjóða upp á klám I
gegnum myndlykla slna.
..
Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn
Nýleg ákvæði um barnaklám hafa skýrt
llnurnar verulega. Aftur á móti vanti skýrari
lagasetningar um klám almennt.
DV-mynd Hilli
Kókaínparið í Leifsstöð er laust úr haldi
Með tæp 250 grömm af kókí í fjórum skóm
f
Par sem tekið var með tæpt
kíló af kókaíni í skóm «
þegar það kom frá
Frankfurt í Þýskalandi *
í byrjun júlí losnaði úr
gæsluvarðhaldi fyrir
síðustu helgi. Karl og
kona á þrítugsaldri
játuðu að hafa stað-
ið að innflutningi á
kókaíninu. Toll-
verðir fundu
kókaínið í
skóm pars-
ins við kom-
una til lands-
ins þann 6. júlí. í
fjórum skóm hafði
parið falið tæplega
250 grömm af kóka-
íni, samkvæmt upp-
lýsingum frá sýslumannsemb-
ættinu á Keflavíkurflugvelli.
Við húsleit á heimili fólks-
ins fannst svo ríflega kíló
af hassi til viðbótar.
Gæsluvarðhald
yfir fólkinu var ekki
ffamlengt á þeim
forsendum að mál-
ið telst upplýst. Að
sögn Ásgeirs Karls-
sonar, yfirmanns
fíkniefnadeild-
ar lögreglunn-
ar í Reykjavík sem
fór með rannsókn
málsins, er næst á
dagskrá að ganga
frá því og koma til
ákæruvalds.
gudmundur@dv.is
Kókaín Pariðvar
tekið með um klló af
kókalni I fjórum skóm.
Myndin erúrsafni.