Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Side 27
PV Helgin
FÖSTUDAGURINN 28. JÚLl2006 27
Margrét Kristín Sigurðardóttir eða söng
konan Fabúla eins og hún kallast einnig
elskar grillmat og bakaðar kartöflur. Mar-
grét býr á efstu hæð í miðborginni og er
þvi með útsýnið yfir Tjörnina þegar hún
situr og nýtur grillmatarins. Margrét bauð
DV í heimsókn.
Eldhúsið mitt
E!
I g er mjög mikill sælkeri og mik-
il kjötæta. Ef ég hef ekki feng-
lið kjöt í einhverja daga verð ég
eins og hungrað rándýr," segir Mar-
grét Kristín Sigurðardóttir tónlistar-
kona hlæjandi en Margrét þekkist
einnig sem söngkonan Fabúla. Mar-
grét segist alltaf hafa verið mikið fyrir
kjöt. „Meira að segja þegar ég var lítil
og við fjölskyldan fórum í ísbíltúr var
alltaf komið við á Bæjarins bestu svo
ég gæti fengið pylsu á meðan syst-
ir mín borðaði ísinn," segir Margrét
brosandi og bætir við að hún hugsi
um hollustuna í törnum. „Ég tek mig
á af og til og borða þá mikið af fersku
spínati og dett inn á Grænan kost
þegar ég er á hlaupum."
Óskiljanlegt sushi-æði
Margrét segist borða flestan mat
en hún sé ekki mikið fyrir kæst eða
súrsað. „Ekki er ég heldur sérlega
sólgin í sushi þótt ég borði það nú al-
veg," segir hún og bætir við að hún
skilji ekki þetta sushi-æði sem hafi
gripið stóran hluta þjóðarinnar.
Aðspurð segist Margrét hafa gam-
an af því að halda veislur og duncfa
sér í eldhúsinu. „Mér finnst það
skemmtilegt þegar ég hef nægan
tíma. Ef ég fæ útlendinga í mat býð ég
upp á góðan fiskrétt eða lambalæri
og er með súkkulaðiköku sem lek-
ur í eftirrétt. Ég fann uppskriftina af
þessari köku í Gestgjafanum og hún
er algjört dúndur. Vanalega skipa ég
einhvern gestanna sem tímavörð því
það skiptir öllu máli að kakan sé ekki
lengur í ofninun en 11 mínútur."
Blár brjóstsykur á barnum
Margrét býr ásamt fjölskyldu sinni
í miðborg Reykjavfkur og því freista
veitingastaðirnir hennar oft. „Þegar
ég ætla að fara eitthvað verulega fínt
er Humarhúsið í mestu uppáhaldi en
þegar ég fer meira hversdags verða
Vegamót, Grænn kostur og Asía fyrir
valinu en börnin mín elska núðlurn-
ar á Asíu. Ég er mjög hrifin af eldhús-
inu á Vegamótum og börnin kunna
vel að meta bláa brjóstsykurinn á
barnum."
Betra að borða utandyra
Uppáhaldsmaturinn hennar Mar-
grétar er humar, lambakjöt og hakk-
boilur með hvítlauk og rauðri papr-
iku, sem vinur hennar matreiðir af
mikilli snilld. „Já, og ekki má gleyma
kjötsúpunni hennar mömmu, hana
leikur enginn eftir," segir hún bros-
andi og bætir við að hún reyni að
borða mikið af grænmeti og ávöxt-
um. „Spínat er í uppáhaldi hjá mér,
rauð paprika, ferskur ananas og jarð-
arber. Ég þarf þó stundum að minna
mig á að borða meira af ávöxtum."
Margrét og fjölskylda hennar
búa á efstu hæð á Grundarstígnum.
Grillið er staðsett á svölunum það-
an sem fjölskyldan er með útsýni yfir
Tjörnina. „Ég elska grillmat og fæ
bakaðar kartöflur á heilann á sumr-
in. Það er líka magnað hvað allt verð-
ur ljúffengara þegar borðað er utan-
dyra."
indiana@dv.is
Margrét Kristín
„Splnat er I uppáhatdi hjá mér,
rauð paprika, ferskur ananas
og jarðarber. Ég þarfþó
stundum að minna mig á að
borða meira afávöxtum.“
Sælkeri
sem elskar kjöt
Fabúla „Ég tek mig á afog tii og borða
þá mikið affersku spínati og dettinn á
Grænan kostþegarég eráhlaupum."
isjui i cinnvciju uuyu veru ey ems
Grískt lambalæri
1 stk. lambalæri
3-4 hvítlauksrif
salt, pipar, oregano
brætt smjör
sftrónusafi
Meðlæti: Kartöflur, köld og/eða heitsósa og
fersktsalat.
„Skerið raufar í lambalærið og setjið hvít-
lauksrif í raufarnar (3-4 rif skorin langs í
sneiðar). Kryddið lærið með salti, pipar og
oregano. Penslið með bræddu smjöri blönd-
uðu safa af hálfri sítrónu (sleppi stundum
sítrónunni). Setjið lærið í ofnskúffu eða stór-
an ofnpott. Skrælið glás af kartöflum og sker-
ið í bita og setjið í ofnskúffuna með lærinu.
Hellið afganginum af smjör-sítrónu blönd-
unni yfir kartöflurnar. Hellið einum bolla af
sjóðandi vatni yfir kartöflurnar. Steikið við
200°C í 2x45 mínútur (þ.e. 45 mín. á hvorri
hlið, fýrst á hvolfi)
Köld sósa: Hrærið saman sýrðum rjóma, rif-
inni agúrku og hvítlauk.
Heit sveppasósa: Smjörsteikið sveppi. Hellið
yfir rjóma og ostrusósu frá Blue Dragon.
Smakkið'til. Einföld en nammi."
Búðu til þína eigin pitsu og prófaðu eitthvað öðruvísi
Girnileg rjómaostapítsa
Búðu til pítsudeig eða keyptu tilbúið deig og flettu það út. Veldu uppáhaldshráefnið þitt og settu það
í ríkulegum skömmtum á pítsuna. Mjög góð og vinsæl samsetning er að setja pepperone, skinku og
niðurskoma sveppi saman á pítsuna. Ananas bragðast líka vel á hvítri pítsu. Dreifðu rifnum mozzar-
ella-osti yfir pítsuna og ricotta-osti. Þú getur einnig notað góðan rjómaost í staðinn fýrir ricotta. Gott
er að velja eitthvað gott pestó og setja örlítið út í rjómaostinn. Kryddaðu með ítölsku pítsukryddi og
settu pítsuna í ofriinn. Mundu að á þessa pítsu notarðu enga tómats-pítsusósu. Bakaðu pítsuna í
ofninum þangað til osturinn er bráðinn og hefur fengið fallegan gylltan lit. Prófaðu næst að setja
áleggið undir ostinn. V
Rjómaosta-
pítsa Engin tómats-
p/tsusósa er notuð á þessa
pltsu sem er allt öðruvlsi en
venjuleg pltsa.