Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006
Fréttir DV
Fréttaskýring
Samkvæmt heimildum DV tók Siv Friðleifsdóttir ákvörðun fyrir þremur vikum að fara í
framboð til formanns Framsóknarflokksins. Kosningabarátta hennar hefur farið leynt
og eflaust hefur það komið mörgum í opna skjöldu að hún tilkynnir framboðið svo skömmu fyrir landsfund.
Siv líklegur sigurvegari
Margir túlka það sem sterkan leik hjá Siv að skella sér í formanns-
slaginn núna og meina að hún hafi miklu meira fylgi innan flokks-
ins en Halldórsarmurinn geri sér grein fyrir. Það gæti því stefnt í
tvísýna kosningu nú um helgina. Flestir telja að þingflokkurinn
muni fylkja sér um Jón Sigurðsson að frátöldum Guðna Ágústs-
syni og Kristni H. Gunnarssyni. Kristinn þykir reyndar óræð stærð
í þessum slag og bíður kannski á hliðarlínunni fram á síðustu
stundu með sínu liði. Framboð hans í ritarastöðuna kann að vera
liður í kosningabandalagi við Siv og Guðna.
Alþingiskonurnar Dagný Jóns-
dóttir og Jónína Bjartmarz umhverf-
isráðherra hafa báðar þegar lýst yfir
stuðningi við Jón opinberlega með-
an aðrir þingmenn hafa verið sparir
á yfirlýsingar. Margir vilja meina að
það sé að undirlagi Jóns sjálfs, sem
ekki vildi skerpa á andstæðum inn-
an flokksins.
Þá er sú skoðun viðtekin meðal
heimildamanna DV að stólaskiptin
í ríkisstjórninni á vormánuðum hafl
verið liður í „hrókeringum" Halldórs
til að tryggja stöðu síns manns í for-
mannskjörinu. Nær öruggt er tal-
ið að Magnús Stefánsson, Valgerður
Sverrisdóttir, Guðjón Ólafur Jóns-
son, Jón Kristjánsson og Hjálmar
Árnason styðji öll framboð Jóns Sig-
urðssonar. Margir vilja hins vegar
meina að forystusveit Halldórs hafi
fjarlægst grasrótina og sé ekki í takt
við nýja tíma og áherslur í þjóðfélag-
inu. Sif og Guðni séu mun líklegri til
að tryggja flokknum fylgi í komandi
kosningum og að kynslóðaskipta og
áherslubreytinga sé þörf. Það er á
þeim forsendum sem Siv og Guðni
munu sækja fram á landsfundin-
um meðan Jón og Jónína standa fyr-
ir gömul viðtekin gildi framsóknar-
stefnunnar. Baráttan snýst því um
hverjir séu líklegastir til að leiða
Framsóknarflokkinn úr þeirri fylgis-
kreppu sem hann hefur verið í und-
anfarið og tryggja flokknum viðun-
andi fylgi í kosningunum 2007.
Teiur Framsókn best borgið
með Siv sem formann
Það er löngu ljóst að Björn Ingi
Hrafnsson styður Jón en hins veg-
ar gæti það reynst tvíeggað sverð því
Framsóknarmönnum á landsbyggð-
inni er ekk-
ert sérlega
hlýtt
Jón Sigurðsson Veröurhann landsfaðirinn
eins og nafni?
til hans og telja að hann setji eig-
in metnað ætíð ofar hagsmunum
flokksins. Framsóknarforystan í
borginni er þó langt í frá að vera ein-
huga um formannsefnið.
„Það er löngu ljóst hvar ég stend
í þessu kjöri en það er mjög erfitt að
spá um úrslit, ég held að þetta geti
orðið tvísýnt. Kosningafyrirkomu-
lagið gerir það að verkum að ef karl-
maður er kosinn formaður aukast
líkurnar á að kona verði kosin vara-
formaður. Ég held að Siv eigi meira
inni en menn gera sér grein fyrir.
Það er oft þannig að menn eiga létt-
ara með að að gefa upp stuðning
við þann sem borin er upp af „vald-
inu" heldur en að lýsa stuðningi við
áskorandann. Þingflokkurinn fékk
reyndar gula spjaldið á síðasta mið-
stjómarfundi og var bent á að halda
sér hægum. Þar logaði allt í illdeilum
og ef hann ætlar eitthvað að fara að
beyta sér í þessum kosningum gæti
það virkað þveröfugt. Ég tel að Krag-
inn muni skila sér vel tíl Sivjar enda
sterkt að hafa formanninn og ég tel
að menn þar muni kjósa praktískt,"
segir Óskar Bergsson borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Margir gamlir framsóknarmenn
hafa lýst þeirri skoðun að Jón Sig-
urðsson hafl ekki nægilega hörku
í embættið. Hann skorti olbogana
í pólitík. Siv hins vegar hefur sýnt
að hún getur haft hvassa olboga og
þann skörungsskap sem nauðsyn-
legur sé hverjum leiðtoga í jafn erf-
iðu hlutverki.
Vill að framsóknarmenn
fylki sér um sigurvegar-
ann
„Það hefur aldrei ver-
ið lögð nein lína hjá okk-
ur í félaginu, það greiðir
hver og einn atkvæði á sín-
um forsendum. Þau eru
náttúrulega bæði í okk-
ar kjördæmi þó Jón búi í
Kópavogi. Mikilvægast
er náttúrulega að góð
sátt náist um formann-
inn og að menn fýlki
sér um þann sem sigr-
ar. Ég vil ekki gefa neitt
upp um mína afstöðu
en þau eru bæði mjög
frambærilegir stjórnmála-
menn. Ég á reyndar erfltt með að
skilja að fólk sækist eftír þessu
embætti því formannshlutverk
í stjórnmálaflokki er afar erfitt
verkefni. Kynjaskipting og jafn-
Jónína Bjartmarz Dreymirum aö leggja
Guöna I varaformannsslagnum.
réttissjónamið eru afar ofarlega á
baugi í Framsóknarflokknum og það
gætí skipt máli hvernig formanns-
kjörið fer hvað gerist í valinu um hin
embættin. Ég held að þetta verði afar
jöfn kosning en ég myndi tippa á að
Guðni eigi mesta möguleika á að ná
kjöri. Ég held reyndar líka að ef kosið
væri í öll embættin í einu yrði niður-
staðan jafnvel önnur en með núver-
andi fyrirkomulagi. Það er náttúru-
lega ritarinn sem sér um samskiptín
við flokksfélögin og Siv hefur verið
mjög öflug í því en það má heldur
ekki vanmeta hvað Jón er búinn að
starfa lengi innan flokksins og gegnt
þar lykilhlutverki," segir Ómar Stef-
ánson bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins í Kópavogi.
Kosningafyrirkomulagið hefur
áhrif á niðurstöðuna
878 fulltrúar eiga rétt tíl setu á
þessu 29. flokksþingi Framsókn-
arflokksins á Hótel Loftleiðum um
helgina. Miklu fleiri félagsmenn
munu hafa sýnt áhuga á að sækja
þingið en pláss er fyrir.
707 fulltrúar eru kosnir vegna
félagsmannafjölda en hvert félag
hefur rétt á því að senda einn full-
trúa fyrir hverja byrjaða 15 félags-
menn. Aðildarfélög flokksins sem
hafa rétt tíl að senda fulltrúa eru 89.
Að auki eru 171 aðalmenn í mið-
stjórn sem eru sjálfkjörnir á þingið
eða samtals 878. Flestir fulltrúar eru
úr Norðvesturkjördæmi eða 181, þá
úr Norðausturkjördæmi eða 165. Þá
kemur Suðurkjördæmi með 146 full-
trúa, Suðvesturkjördæmi með 142,
Reykjavík suður með 139 og loks
Reykjavík norður með 105. Fram-
sóknarmenn sem DV ræddi við segja
allir að félagsmenn gangi óbundnir
til kosninga og hver og einn geri það
upp við sjálfan sig og sína samvisku
Kristinn H. Gunnarsson
Vill hafa á hreinu þó húnséf hina áttina.
hvern þeir kjósa. Aðrar upplýsingar
segja að venjulega sé það einhvers
konar niðurstaða sem náist í hverju
félagi fyrir sig og að félagsmenn hh'ti
henni. Merkilegt þykir að framsókn-
arfélagið í Reykjavík norður eftirlét
stjórn félagsins að velja þingfulltrúa
sem telja má víst að sé Jóni Sigurðs-
syni í vil.
Siv vinnur í tvísýnustu
kosningum íslandssögunnar
Blaðamenn og stjórnmálaskýr-
endur reikna blákalt með að Siv eigi
stuðning Kristins H. Gunnarsson-
ar vísan, sem þýðir vænan meiri-
hluta fulltrúa norðvesturkjördæm-
is. Þar telja margir sig eiga Halldóri
grátt silfur að gjalda vegna kvóta-
kerfisins og þess að kjördæmið hef-
ur verið látið sitja á hakanum. Þeir
telja víst að Guðni og þar með suður-
kjördæmið fýlgi Siv. Þá reikna menn
með að Siv hafi meirliluta atkvæða í
Kraganum og að í Reykjavík suður sé
tvísýnt hvar meirihlutinn liggur. Val-
gerður Sverrisdóttir þykir ekki hafa
stjórn á sínu fólki í Norðausturkjör-
dæmi en reikna Jóni þó meirihluta
þar nema á Tröllaskaganum norð-
anverðum. Það gætu því orðið Aust-
firðingar, austfirskir sjómenn líkt og
þegar Vigdís var kjörin forseti, sem
ráða úrslitum þessara kosninga.
Harðnandi og óvægnari átök
Síðustu daga hefur baráttan ver-
ið að harðna og menn reynt að giska
á hver sé í bandalagi með hverjum,
hverjir halda fundi saman og hverj-
ir ekki. Sumir vilja meina að Birkir
J. Jónson hafi hallast á sveif með Siv
og telji sínum frama innan flokks-
ins betur borgið með hana sem for-
mann. Skemmst er að minnast frétta
af fundi þeirra og Guðna á ísafirði
með framsóknarmönnum í vikunni.
Hins vegar hafa allir „kategórískt"
neitað bandalagamyndum og funda
saman þvert á allar samsæriskenn-
Birkir J. Jónsson
Hvert hallast Birkir Jón um helgina?
ingar. Heimildarmenn DV herma að
Guðni hafi róið í sínu fólki að styðja
Siv enda myndi sigur hennar gull-
tryggja varaformannsembættið fyr-
ir hann. Ef Siv tapar fyrir Jóni telja
margir að skorað verði á Siv að bjóða
sig fram í varaformanninn, sem væri
þá sem rýtingsstunga í bak Guðna að
hálfu Sivjar. Engu að síður er ljóst að
allir frambjóðendur róa nú lífróður
fyrir pólitískri framtíð sinni og ljóst
að þeir sem tapa eiga þunga daga
fyrir höndum.
Hætta á að flokkurinn klofni
Einn viðmælandi DV taldi að Jón
myndi sigra Siv í formannskjörinu og
að atkvæði myndu falla u.þ.b. 60 - 40
meðan Guðni væri nokkuð öruggur í
varaformanninn. Það galopnar fýrir
Sæunni Stefánsdóttur í ritarastöðuna
enda mun henni vera teflt fram í til-
felli að slík staða kæmi upp. Hins veg-
ar skiptir mestu máli fyrir Siv að tapa
með sem minnstum mun fyrir Jóni
því að það gefur henni möguleika
á sterku endurframboði að tveim-
ur árum liðnum þegar Jón er búinn
að klúðra kosningunum á næsta ári.
Flestir álitsgjafar DV eru sammála
um að þótt Jóni takist að koma á sátt-
um innan flokksins eigi hann sáralitla
möguleika á að halda eða auka fýlgi
frá síðustu kosningum.
Hvernig sem fer er hætta á að
flokkurinn klofni. Sigri Siv er alsend-
is óvíst að hægri vængurinn í flokkn-
um sættí sig við þá niðurstöðu og
eins er ákomið fyrir Siv, Guðna og
Kristni H. Gunnarssyni. Úrslit kosn-
inganna geta allt eins orðið kveikj-
an að því að ósættí fýlkinga innan
flokksins komi upp á yfirborðið fyr-
ir alvöru. Það hefur reynt verulega
á flokkshollusta ákveðinna framá-
manna innan flokksins á síðustu
misserum og óánægja með mörg
stefnumál og áhersluatriði kraumað
undir yfirborðinu.
kormakur@dv.is