Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 18
r 18 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006 Fréttir DV Dýrasta hús Bretlands er enn óselt ári eftir að núverandi eigendur settu það á sölu. Húsið er í úthverfi London og hið glæsilegasta. Það hefur verið gert upp fyrir tæpa fjóra milljarða. Fiott hús Bins ogsést á þessari iitsmynd erþetta stófgflésileg villa. Nordic Photos/Getty Images Glæsivilla á átta milljarða Upphituð marmarainnkeyrsla, einkakeilubrautir í kjallaran- um, bílskúr með plássi fyrir átta límúsínur og fimm upp- hitaðar sundlaugar. Ef einhver hefur áhuga á flottum húsakynnum, á nóg af pening- um og hefur alltaf langað til að búa í Bretlandi, þá ætti sá hinn sami að kíkja á glæisvilluna Updown Court sem er til sölu nú um stundir. Og verðið; aðeins um átta milljarðar króna. Glæsivillan Updown Court liggur í tuttugu mínútna akstursfjarlægö £rá Heathrow-flugvellinum. Fjárfestinga- félagið Rhymer Investments keypti húsið árið 2002 fyrir jafnvirði 2,5 millj- arða króna. Það var endurbyggt árið 2000 af þáverandi eiganda, egypska prinsinum Sami Gayed. Félagið hefur gert húsið upp fyrir tæpa fjóra miflj- arða. Nú vill félagið fá átta milljarða fyrir glæsivilluna. Fínirgrannar Eigninni fylgir stór garður með gosbrunni og heill skógur. Það er langt í nágrannana en þeir eru þó ekki af verri endanum. Elísabet Englands- drottning, Elton John og kylfingurinn og íslandsvinurinn Nick Faldo. Stærra en Buckingham-höll Til að gera sér einhverja grein fyr- ir stærð Updown Court má nefna að húsnæðið sjálft er stærra en Bucláng- ham-höll. í villunni eru 103 herbergi sem er deilt niður á fjórar aðalbygg- ingar. Upphituð marmarainnkeyrsla, einkakeilubrautir í kjallaranum, bíl- skúr með plássi fyrir átta límúsínur, fimm upphitaðar sundlaugar, skvass- og golfvöllur, kvikmyndahús, vínkjall- ari með eikarveggjum og að sjálf- sögðu lendingarpallur fyrir þyrlu. Aðeins fyrir milljarðamæringa Eins og sjá má af lýsingunni er þessi villa með þeim flottari sem sést htifa lengi. Það er heldur ekki ókeyp- is að reka herlegheitin. Sérfræðing- ar hafa reiknað út að það þurfi um 20 starfsmenn til að halda villumii í lagi og hitakosmaður mun sjálfsagt hlaupa á um 20 milljónum króna á ári. Verðmiðinn einn og sér gerir það að verkum að erfitt verður að finna kaupanda en þó er ljóst að nokkrir íslendingar ættu að hafa efni á þessari glæsilegu eign. Björgólfur Thor Björgólfsson, Jón Asgeir Jóhann- esson og Bakkabræðumir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eiga allir fyrir húsmu og í ljósi þess að þeir em mikið í London gæti verið sniðugt fyrir þá að kaupa þetta hús, til þess að eiga næt- urstað í höfúðstað Englands. Þess- ir herramenn þyrftu þó að hafa hrað- ar hendur því fyrirspumir um villuna hafa borist frá Rússlandi, Kína og Mið- austurlöndum. illjarðamæringarnir Jón Asgeir Jóhannesson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Bakkabróðirinn j *AgústGuðmundsson hefðu allir efni á þvikaupa sér glæsivilluna Updown Court. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.