Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 18
r
18 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006
Fréttir DV
Dýrasta hús Bretlands er enn óselt ári eftir að núverandi eigendur settu það á sölu. Húsið er í úthverfi London
og hið glæsilegasta. Það hefur verið gert upp fyrir tæpa fjóra milljarða.
Fiott hús Bins ogsést á þessari
iitsmynd erþetta stófgflésileg villa.
Nordic Photos/Getty Images
Glæsivilla á
átta milljarða
Upphituð marmarainnkeyrsla,
einkakeilubrautir í kjallaran-
um, bílskúr með plássi fyrir
átta límúsínur og fimm upp-
hitaðar sundlaugar.
Ef einhver hefur áhuga á flottum húsakynnum, á nóg af pening-
um og hefur alltaf langað til að búa í Bretlandi, þá ætti sá hinn
sami að kíkja á glæisvilluna Updown Court sem er til sölu nú um
stundir. Og verðið; aðeins um átta milljarðar króna.
Glæsivillan Updown Court liggur
í tuttugu mínútna akstursfjarlægö £rá
Heathrow-flugvellinum. Fjárfestinga-
félagið Rhymer Investments keypti
húsið árið 2002 fyrir jafnvirði 2,5 millj-
arða króna. Það var endurbyggt árið
2000 af þáverandi eiganda, egypska
prinsinum Sami Gayed. Félagið hefur
gert húsið upp fyrir tæpa fjóra miflj-
arða. Nú vill félagið fá átta milljarða
fyrir glæsivilluna.
Fínirgrannar
Eigninni fylgir stór garður með
gosbrunni og heill skógur. Það er langt
í nágrannana en þeir eru þó ekki af
verri endanum. Elísabet Englands-
drottning, Elton John og kylfingurinn
og íslandsvinurinn Nick Faldo.
Stærra en Buckingham-höll
Til að gera sér einhverja grein fyr-
ir stærð Updown Court má nefna að
húsnæðið sjálft er stærra en Bucláng-
ham-höll. í villunni eru 103 herbergi
sem er deilt niður á fjórar aðalbygg-
ingar. Upphituð marmarainnkeyrsla,
einkakeilubrautir í kjallaranum, bíl-
skúr með plássi fyrir átta límúsínur,
fimm upphitaðar sundlaugar, skvass-
og golfvöllur, kvikmyndahús, vínkjall-
ari með eikarveggjum og að sjálf-
sögðu lendingarpallur fyrir þyrlu.
Aðeins fyrir milljarðamæringa
Eins og sjá má af lýsingunni er
þessi villa með þeim flottari sem sést
htifa lengi. Það er heldur ekki ókeyp-
is að reka herlegheitin. Sérfræðing-
ar hafa reiknað út að það þurfi um 20
starfsmenn til að halda villumii í lagi
og hitakosmaður mun sjálfsagt hlaupa
á um 20 milljónum króna á ári.
Verðmiðinn einn og sér gerir það
að verkum að erfitt verður að finna
kaupanda en
þó er ljóst
að
nokkrir íslendingar ættu að hafa efni
á þessari glæsilegu eign. Björgólfur
Thor Björgólfsson, Jón Asgeir Jóhann-
esson og Bakkabræðumir Lýður og
Ágúst Guðmundssynir eiga allir fyrir
húsmu og í ljósi þess að þeir em mikið
í London gæti verið sniðugt fyrir þá að
kaupa þetta hús, til þess að eiga næt-
urstað í höfúðstað Englands. Þess-
ir herramenn þyrftu þó að hafa hrað-
ar hendur því fyrirspumir um villuna
hafa borist frá Rússlandi, Kína og Mið-
austurlöndum.
illjarðamæringarnir Jón Asgeir Jóhannesson,
Björgólfur Thor Björgólfsson og Bakkabróðirinn j
*AgústGuðmundsson hefðu allir efni á þvikaupa
sér glæsivilluna Updown Court. I