Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Page 29
DV Helgin
FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 29
Glæsikerra kemur á nokkurri ferð inn á torgið á Stokks-
eyri. Út úr bílnum stígur Sjöfn Har listakona, búin að
slíta sig svo vel frá 101 Reykjavík að hún sagðist ekki
koma í viðtal nema við kæmum austur. Hún eldist vel,
klædd röndóttum bol og gallabuxum og heldur á sambýlismann-
inum í sérútbúinni handtösku. Sá heitir Moli og er að verða
þriggja ára. Kannski sá sem fært hefur henni mesta innri ró af
þeim sem hún hefur búið með.
„Já, ég held ég geti sagt það með
sanni að ég fylltist einhverri innri ró
við að eignast þennan hund," segir
hún og brosir við. „Moli fer með mér
allt; á tónleika, veitingahús og í bíó
og eftir að ég eignaðist hann er ég
aldrei einmana."
Sjöfn Har er litríkur karakter sem
eftir hefur verið tekið í þjóðfélag-
inu. Þið getið því rétt ímyndað ykkur
hvort hún komi ekki með ferskan blce
í kyrrlátt sjávarþorpið.
„Ég finn að ég er velkomin hér,"
segir hún. „Reyndar hafði ég svolít-
ið gaman af því þegar ég keypti fyrr-
verandi verslunarhús Kaupfélagsins
hér við torgið á Stokkseyri til að setja
upp vinnustofu og sýningarsal og
komst að því að það stendur á milli
Draugasetursins og kirkjugarðsins.
Ég er nefnilega svo myrkfælin!" segir
hún kímin. „Þess vegna fékk ég séra
Úlfar Guðmundsson til að vera með
húsblessun þegar ég opnaði gallerí-
ið."
Sígauni í eðli sínu
Gallerí Sjafnar er í tæplega tvö
hundruð fermetra húsnœði og því
fylgja fjórtán bílastœði og tvœrflagg-
stangir, auk byggingarréttar á 150
fermetrum. Spurð hvers vegna hún sé
svona rík svarar hún að bragði:
„Ég er ekkert rík. Ég hef bara
hagnast vel á fasteignaviðskiptum.
Fyrir hálfum mánuði afhenti ég lykl-
ana að húsinu mínu að Skólavörðu-
stíg 25a, þar sem galleríið mitt var
til fjögurra ára, og það var æðislega
skemmtilegur tími. Ég hafði reynd-
ar hugsað mér að minnka við mig,
en fékk tilboð sem ekki var hægt að
hafna. Fyrir söluna gat ég greitt upp
húsnæði mitt hér á Stokkseyri, gall-
eríið og vinnustofuna og mitt ynd-
islega 170 fermetra einbýlishús og
á jafnvel afgang fyrir litlu galleríi í
Reykjavík ef mig langar."
En það er ekki það sem hana lang-
ar. Hana langarfrekar í húsbíl.
„Ég er svo mikill sígauni. Vil
helst alltaf vera að keyra og ferðast
milli staða!" segir hún um leið og
hún vippar sólstólum og borðum
á stéttina við galleríið. „Hins veg-
ar á ég hvorki húsbíl né hjólhýsi, en
verk mitt á morgnana var að líta út
um gluggann á herberginu mínu við
Skúlagötuna í Stykkishólmi og at-
huga hvernig sjórinn leit út. Sjór-
inn stjórnaði því hvernig fötum ég
klæddist og í hvernig skapi ég ædaði
að vera."
ínánd viðnunnur
Hún var strákastelpa sem hjólaði
um bceinn, keppti í sundi og dorgaði
við höfnina. Mikil ömmustelpa og
segir umhverfið og uppeldið hafa sett
sterkan svip á lífsitt.
„Æskuheimili mitt stóð mitt
á milli St. Franceskuspítalans og
Hvítasunnusafnaðarins og í miðjum
bænum stendur kirkjan. Innan um
mismunandi trúarbrögð mótuðust
lífsviðhorf mín. Nunnurnar í Klaustr-
inu höfðu mikil áhrif á mig. Hjá þeim
lærði ég að lesa, fór í saumatíma og
sótti sunnudagaskóla. Þær létu okk-
ur krakkana fá skapandi verkefni.
Amma var í saumaklúbbi í Fíló - eins
og við kölluðum Hvítasunnusöfnuð-
inn - og með henni fór ég á bæna-
stundir og samkomur og sótti svo
til Þjóðkirkjunnar það sem þurfti.
Kannski þetta uppeldi hafi gert mig
víðsýnni. Ég var sjálfstæð, veiddi á
bryggjunni, hjólaði mikið, teiknaði
og orti; var sjálfri mér nóg."
En það var samt í þessu örugga
umhverfi sem Sjöfn fór að verða
myrkfœlin.
„Amma sá fylgjur og ég gat veitt
upp úr henni hvað „fylgja" var!" seg-
ir hún og hlær smitandi hlátri. „Eg
ólst upp við dulúð, lá í þjóðsögunum
hans afa og einhverra hluta vegna
hef ég aldrei losnað við myrkfæln-
ina. Ég var forvitin, spurði margs og
var í klíkunni hjá gamla manninum
sem stjómaði bíóinu í Stykkishólmi.
Harm hleypti mér inn bakdyrameg-
in og þar sá ég svo skelfilega drauga-
mynd að síðan hef ég verið myrk-
fælin. Ég hef náttúrlega alltaf haft
brjálað ímyndunarafl!" bætir hún
við. „En gott ef þetta hefur ekki bara
lagast heilmikið eftir að ég plantaði
mér niður hér milli Draugasetursins
og kirkjugarðsins!"
Reykjavík hafði engan þann
sjarma til að bera að unglinginn
„Ég hefekkilifað hefðbundnu fjölskyldulífi, ver-
ið gift einum manni og átt börn og buru. Ég hef
átt nokkra samferðarmenn í misjafnlega langan
tíma. Allir þessir menn sem ég hefverið með eru
úrvalsmenn. Svo komu upp árekstrar og sam-
böndin slitnuðu."
ég á kúlutjald og get því sest niður
með skissublokk við Hlíðarvatn eða
Heklurætur, grillað og komið heim á
morgun - eða eftir nokkra daga; eftir
því hvernig ég er stemmd!"
Sjórinn hefuráhrif á skapið
Sjöfii Har segist vera komin af
„vondufólki, svo vitnaðséíséraÁrna",
fœdd og alin upp í Stykkishólmi, elst
sjö barna Guðrúnar Gunnarsdóttur
og Haraldar S. Gíslasonar rafverk-
taka, ogsegist oft hafa verið hundleið
á krakkaskaranum.
„Þá hugsaði ég oft um hvað einka-
böm hefðu það gott. Nú sé ég hvað
ég er rík að eiga öll þessi systkini og
systkinabörn. Það voru forréttindi
að alast upp í Stykkishólmi, sem í
mínum huga er eins og Róm, fallegt
bæjarstæði frá náttúrunnar hendi.
Sjóndeildarhringurinn, eyjarnar
og Breiöafjörðurinn eru ólýsanlega
fallegir staðir sem ég skildi ekkert
í hvers vegna útlendingar voru að
mynda í bak og fyrir þegar ég var lít-
il. „Þetta hefur alltafverið hér!" sagði
ég, tíu ára, við þá sem voru að stilla
upp vélum á þrífótum og súmmlins-
um á fallegu sumarkvöldi. Ég skildi
ekki fyrr en ég var búsett í Danmörku
í nokkur ár hversu auðug við íslend-
ingar erum að búa við þessa feg-
urð. Sjórinn var viðmið mitt. Fyrsta
Sjöfn langaði að búa þar.
„Við fórum til Reykjavíkur að
kaupa skólaföt á haustin og svo þeg-
ar leita þurfti lækninga sem ekki var
hægt að veita í Stykkishólmi. Það er
af sem áður var, nú er í Stykkishólmi
veitt bakverkjameðferð á heims-
mælikvarða, sem færri en vilja kom-
ast í! Reykjavík hafði ekkert sem
Stykkishólmur hafði ekki að mínu
mati. Það var ekki fýrr en eftir lands-
próf, þegar mig langaði í listnám,
sem hugurinn stefndi til höfuðborg-
arinnar."
Hugguleg húsmóðir á
Akureyri?
En það var nám sem faðir Sjafn-
ar var ekki hrifinn af. Systkinin áttu
að lcera eitthvað nytsamlegt og pabbi
hennar sagði henni hreint út að það
vceri ekki hcegt að lifa aflistinni.
„Hann sagði nú bara að það væru
ekkert nema fyllibyttur, eiturlyfja-
neytendur og aumingjar sem gerð-
ust listamenn!" segir hún þar sem
við göngum í átt að fjörunni á 77 ára
fæðingardegi föður hennar, sem lést
fyrir sjö árum. „Það gæti bara einn af
hverjum milljón lifað af list. Ég átti
að fara á Menntaskólann á Akureyri
og þurfti að berjast hart til að fá mínu
framgengt. Það get ég í raun þakkað
Sigrúnu heitinni Jónsdóttur kirkju-
„Movie like" brúðkaupsdagur„Það tók mig tíma að vinna mig út úrhjónaskilnaðinum. Ég saknaði samverunnar.“
LiiriKur rerni „tzgneran uzriKan, personu-
legan ferit, en alltafverið sjálfri mér
samkvæm."
Listræn systkini Sjöfn segir listrænu systkina sinna koma fram á fallegum heimilum þeirra.
Magnea, fatahönnuður íSviss, Albert, skipstjóri á Kanaríeyjum, Valdfs Hulda, Sigrlður Inga, Sif,
Htöðver, útgerðarmaður I Cape Town I Suður-Afríku, og Sjöfn.
Flutt úr Reykjavík Farin að undirbúa elliárin og segist ekki geta verið langhlaupari alltllfið.
listakonu sem kom vestur í Hólm og
hélt námskeið. Hún hvatti mig til að
fara í listnám og ítrekaði þá skoðun
við foreldra mína."
Eti þá komu kennarar Sjafnar til
sögunnar. Þeir sögðust skilja að hún
vildi ekkifara í menntaskóla, en hún
cetti endilega að lcera til kennara.
„Þannig gat ég platað pabba til
að samþykkja að ég færi í Myndlista-
og handíðaskólann. Ég fann Viku
með ítarlegu viðtali við Hörð Ágústs-
son, skólastjóra MHÍ, sem var mik-
ill fræðimaður og strangur skóla-
stjóri. Benti pabba á að ég gæti orðið
myndmenntakennari og þá varð
leiðin greiðari."
Sjöfn stóð við orð sín og að loknu
námi frá myndlistaskólanum gerð-
ist hún meðal annars kennari við
Kvennaskólann í Reykjavík og við
Víðistaðaskóla íHafnarfirði.
„Svona var tíðarandinn þegar ég
var ung," bætir hún við. „Ég veit nú
reyndar ekki hvers vegna pabbi var
svona á móti þessu námi; hann fór
sjálfur að dútla við að mála síðustu
árin sín og hafði gaman af. Síðar hélt
ég til náms við Akademíuna í Kaup-
mannahöfn og lauk þaðan námi með
kennarapróf á æðri stigum. En Guð
veit hvað hefði gerst hefði ég farið í
Menntaskólann á Akureyri. Ég væri
kannski bara hugguleg húsmóðir á
Akureyri og formaður kvenfélagsins
þar. Gifst huggulegum lækni og látið
stúdentsprófið nægja. En ég þreifst
ekki við þessa hugsun þá. Núna er ég
hins vegar að íhuga að ganga í kven-
félagið á Eyrarbakka, því kellurn-
ar þar eru bæði menningarlegar og
skemmtilegar. Þær eru búnar að lofa
mér að ég þurfi ekki að baka fyrir út-
farir, ég gæti nýst í margt annað!"
Myndrænt brúðkaup
Og sennilega ekki margir sem
þekkja til Sjafnar sem sjá hana fyrir
sér sem virðulega og rólega frú.
„Nei, en það er sífellt verið að tala
um „mennina mína“. Ég hef sko bara
verið gift einu sinni!" segir hún og
brosir kankvíslega.
„Já, ég átti „movie like" brúð-
kaupsdag árið 1993," segir hún og
brosir svo innilega að þrátt fyrir
hjónaskilnað er ljóst að sá dagur er
bjartur í minningunni.
„Ég gifti mig með stæl í Hallgríms-
kirkju þegar ég var fertug. Magnea
systir mín, sem er hönnuður, hann-
aði brúðarkjólinn. í hann fóru þrjá-
tíu metrar af silki og hann var saum-
aður á brúðarkjólastofu á ítalíu undir
stjórn Magneu. BrúðkaupsdagUrinn
var eins og mig hafði dreymt um; fer-
tug stúlkan í sérhönnuðum Marilyn
Monroe-kjól og Grace Kelly-kápu og
með margra metra slóða. Mig lang-
ar að gefa Þjóðminjasafninu þennan
kjól, því ekíd á ég dætur til að nota
hann. Þetta var óskaplega mynd-
rænt - brúðkaup aldarinnar!" segir
hún og fær hressilegt hlámrskast.
Hamingjulaus glæsileiki
Ógleymanlegur brúðkaupsdagur,
en skammvinnt hjónaband. Stóð í
fjögur ár.
„Ég kynntist eiginmanninum,
Ármanni Ármannssyni útgerðar-
manni, meðan ég bjó í Danmörku
en var stödd á íslandi að kynna vegg-
mynd á spítalann í Stykkishólmi. Eg
hafði alls ekki ætlað mér að flytja aft-
ur heim, en féll fyrir þessum víkingi.
Við kynntumst árið 1987, ári seinna
lenti ég í bílveltu við Stykkishólm
sem breytti lífi mínu og lífsviðhorfi.
Þá hætti ég að vinna með mósaík og
keramik og sneri mér alveg að mál-
verkinu."
Saman í tíu ár, gift ífjögur og ný-
fráskilin listakonan flutti í glœsilega
íbúð íListhúsinu íLaugardal. En þar
var hamingjuna ekki að finna.
„Nei, veistu það að innan um all-
an glæsileikann fannst mér ég aldrei
vera heima í þeirri íbúð," segir hún.
„Ólíkt því sem ég finn hér í húsinu
mínu á Stokkseyri. Það tók mig nokk-
urn tíma að jafna mig eftir skilnað-
inn og þá leigði ég mér aðstöðu á
Eyrarbakka og dvaldi þar jafn mikið
og í Reykjavík."
Eigingirni listamanna
En hvað með þessar sögur um þig
ogalla karlmennina ílífiþínu...?
„Sjáðu til, ég hef kannski átt per-
sónulegan, litríkan feril en alltaf
verið sjálfri mér samkvæm," segir