Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Page 38
54 FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 Veiðimál DV Byrjaði á bryggjunni á Flateyri Góð veiði Jakob meö fallegan afla úr Steinsmýrarvötnum. veiða hérna á vesturhorninu" segir Jakob um þetta frábæra svæði sem hægt er að mæla með. Sjóbirtingsveiði alltaf að verða vinsælli „Það er nú líka þannig að sjó- birtingsveiðin er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og alltaf fleiri að átta sig á því hvað birtingurinn getur verið skemmtilegur. Hann tekur oft af slíkum krafti að menn gleyma tökunum aldrei. En þetta svæði geymir gríðarlega mikið af fiski og þeir geta verið verulega vænir þarna og til að mynda lenti veiðimaður í því í fyrra að missa fisk eftir 20 mínútna baráttu þar sem hann sá fiskinn aldrei og þeg- ar flugan kom til baka var búið að rétta úr öllum krókunum á henni. Þar fór einhver höfðingi og það er gaman að vita af svona fiskum á svæðinusegir Jakob. Veidimenn.is Jakob er búin að reka vefsíðuna veidimenn.is í rúm tvö ár og hefur hún verið mjög vinsæl. Á síðunni eru fréttir, heilræði, greinar, við- töl og mikið magn af myndum og það er alltaf gaman að skoða veiði- myndir. Eitt af því vinsælasta á síð- unni eru svokölluð heilræði en þar eru gefin góð ráð varðandi stang- veiðar. Jakob segist vera búinn að fara víða að veiða í sumar og nefn- ir meðal annars Þingvallavatn þar sem hann veiddi stóran urriða í vor og góða ferð í Grafará þar sem veidd var væn sjóbleikja. Jakob Hrafnsson er einn af þessum litlu leigutökum sem einbeitir sér að skemmtilegum sil- ungsveiðisvæðum. Mikil tækifæri eru í silungsveiðinni þegar laxveiðileyfin hækka í verði. „Ég byrjaði að stunda veiði fyrir rúmlega 20 árum. Ég fór með pabba í veiði hingað og þangað auk þess sem ég stundaði mjög metnaðar- fullar veiðar af bryggjunni á Flat- eyri við Önundarfjörð þar sem ég ólst upp," segir stórveiðimaðurinn og veiðaleyfasalinn Jakob Hrafns- son um fyrstu kynni sín af veiði- gyðjunni. „Þarna kviknaði áhuginn virldlega og ég hef ekki losnað við bakteríuna síðan og það stendur ekki til," segir Jakob. Veiðimaður vikunnar að þessu sinni er trommuleikar- inn og veiðimaðurinn Birgir Nielsen. Birgir framleiðir, ásamt bræðrum sínum, flug- ustangir undir nafninu Nielsen og hafa stangirnar verið að fá góða dóma í erlendum veiði- tímaritum. „Ég fór í Norðurá í júní og það var bara sviss miss (litað vatn) og mikið vatn og leið- indaveður. Sú veiði var nú ekki neitt til að hrópa húrra yfir en það er alltaf gaman að koma í Norðurá; flott veiðihús og að- staða. En svona er bara veiðin stund- um. Ég fór svo í Vatnsdalinn núna um daginn og reisti nokkra laxa en náði reyndar engum. Ég náði í flottan sjóbirt- ing og hann tók ég á tvíhenduna. Þetta er fyrsta sumarið sem ég byrjaði að nota hana. Svo eru við nokkr- ir popparar að fara saman í Grímsá en við höfum alltaf far- ið saman einu sinni á ári. Þetta eru strákarn- ir úr Landi og sonum og fleiri, alltaf rosalega skemmtilegar ferðir." Veiðirá allt „Ég veiði á allt og nota flugu, maðk og spún ef þarf. Ég hef hins vegar mest gaman af fluguveiði og hef stundað hana að mestu leyti í um 10 ár. Ég hef líka ofsalega gam- an af maðkveiði og þá sérstaklega ef ég er á stöðum þar sem ég get sjónrennt á fisk. Það getur verið al- veg svakalega gaman," segir Jakob um þær veiðiaðferðir sem hann notar. Öflugur veiðileyfasali Jakob hefur selt veiðileyfi í nokkur ár og tala menn vel um hann varðandi verðlagningu en mikil umræða hefur verið seinustu ár um óhóflega verðlagninu á veiði- leyfum. „Ég er að seija veiðileyfi í Miðdalsá í Steingrímsfirði en það er falleg tveggja stanga sjóbleikjuá. Þar veiðast líka á hverju ári nokkrir laxar. Miðdalsá er mjög falleg á og það eru skemmtilegir veiðistaðir í henni. Svo er ég með Grafará eða Deild- ará eins og sumir vilja meina að hún heiti við Hofsós. Þar er líka sjó- bleikja og í þessu gríðarlega fallega umhverfi í Skagafirðinum er gam- an að veiða og þarna getur bleikj- an verið væn, til dæmis veiddist 9 punda bleikja í ánni fyrir tveim- ur árum. f ánni er líka lítill laxa- stofn og á hverju ári veiðast nokkr- segir Jakob greinilega stoltur af ám sem hann er með á sínum snærum. Steinsmýrarvötn koma sterk inn „Ég er líka með Steinsmýrar- vötn austur í Landbroti en þetta svæði er alltaf að verða vinsælla og vinsælla. Þarna veiðist sjóbirt- ingur, bleikja og urriði og það er nóg af fiski og fáir sem fara það- an fisklausir. Þar hefur veiðin einmitt verið mjög góð í sumar eru menn að fá mjög væna sil- unga sem oft eru jafn stórir eins árs löxunum sem við erum að Fallegar bleikjur Þaö veiöast oft mjög vænar og fallegar bleikjur I Steinsmýrar- vötnum. Umsjón: Jón Mýrdal (myrdal@dv.is) Allarábendingar eru vel þegnar; veiðisögur, óvænt veiði, hverjir voru hvar við veiðar... Allt sem við kemur veiðum og veiöimennsku. Veitt og sleppt Jakob að sleppa 10 punda urriða úrÞingvallavatni. Þokkaleg veiði í Brynjudalsá Þokkaleg veiði er i Brynjudatsá í Hvalfirði þessa dagana. Veiðimaður sem varí Brynjudalsá núí vikunni náði í tvo laxa fyrir ofan efri foss á litla Hairy Mary. íheild eru því komnir 78 laxar á land í Brynjudalnum. Veiðimenn hafa séð töluvert aflaxi bæði fyrir ofan foss og á fossasvæðinu sjálfu. En er hægt að nálgast veiðileyfi i Brynjudalsá á agn.is. Góð veiði hefur verið í Hraunsfirði í sumar. Blaðamaður Veiðimála Mýrdals kom með öngulinn í rassinum eftir ferð þangað um seinustu helgi. Fullt aflaxi í Hraunsfirði Blaðamaður var á ferð um Snæfellsnes um helgina og kíkti í Hraunsfjörðinn. Veðrið á nesinu var mjög gott og fjörðurinn spegil- sléttur. Ekki sást fiskurinn vaka þó að vatnið væri slétt. Keyrt var inn fjörðinn og reynt að sveifla flugu- stönginni á hinum ýmsu stöðum en það var alveg sama hvað var reynt, ekki tók bleikjan. Blaða- maður hitti á nokkra veiðimenn sem höfðu verið innarlega í firðin- um þar sem áin rennur í vatnið og höfðu þeir fengið nokkrar bleikjur. Þessir veiðimenn höfðu verið vik- una áður og þá mokað bleikjunni upp. Fullt af laxi fyrir neðan stífluna Keyrt var til baka að stíflunni og gleraugun tekin upp og skoð- að í svokallaða fiskigönguleið sem stíflan afmarkar. Þegar fór að falla að mátti sjá bæði bleikjur og laxa bunka sér á þessum stað bíðandi færis eftir því að ganga inn fjörð- inn. Taldi blaðamaður um 40 flotta laxa sem biðu eftir að ganga í vatn- ið og slatta af bleikju. Bannað er að veiða á þessum stað og bíða því veiðimenn hinum megin við stífl- una eftir fisknum. Þegar blaða- maður yfirgaf staðinn hafði eng- inn fiskur komið á land þótt nóg væri af honum. Veiddi vel á galdrafluguna Það er greinilegt að það er ekki sama á hvaða tíma menn eru að veiða í Hraunsfirði því við fengum mynd frá Svavari Ásgeiri þar sem hann sýnir okkur morgunveiði í Hraunsfirði í seinustu viku og má sjá að hann náði sér í flottar bleikj- ur á skömmum tíma. Við fjöll- uðum lítillega um veiði Svavars í seinustu viku og sögðum frá því að hann hefði fengið allar bleikjurn- ar á svokallaða galdraflugu og við birtum því mynd af henni og upp- skrift frá höfundi hennar honum Ólafi M. Að sögn Ólafs hefur þessi fluga reynst vel í bleikju, sjóbirt- ingi og lax. Galdraflugan Hefur virkaö velí bleikju, sjóbirting og lax. Uppskrift að galdraflugunni Skott: Svört starrafjöður. Búkefni: Aftast er vafíð rauðri ull og endinn látinn lafa svolítið niður (rauðu lappirnar). Síðan er notað „Smart"-garn, grásvart-yrjótt, litakóði 3071, fæst í Hagkaupum. Skegg: Svört hanahálsfjöður. Vængur: Starri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.