Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1971, Qupperneq 13

Freyr - 01.12.1971, Qupperneq 13
Hólmjárn var fæddur 1. febr. 1890 á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal. Hann hafði lokið búfræðiprófi frá Hólum 1909 og bún- aðarháskólaprófi í Kaupmannahöfn 1914. Hóf hann kennslu á Hólum þá um haustið. Hann var yngstur kennaranna, jafnaldri hinna elztu okkar. Hann var því mestur félagi okkar, enginn eftirbátur í ærslum og strákapörum, þegar sú hlið horfði við. En hún sást aldrei, þegar kennarinn átti í hlut. Hann var ljós og lifandi kennari, ágætlega að sér í þeim greinum, sem hann kenndi og hvort tveggja: reglufastur og að- laðandi leiðtogi. Þótt allt væri í ærslum og hávaða í frímínútum, þegar Hólmjárn var með í spilinu, heyrðist aldrei ymur af slíku, þegar setzt var í skólastofuna. Ég hefi oft harmað, að ævistarf Hólmjárns skyldi ekki vera kennsla, þegar ég velti fyrir mér vinsældum þeim og virðingu, er hann naut í okkar ærslagjarna skólafélagi. Hann mun einmitt sjálfur hafa undirstrik- að þessa ályktun í reynd, þegar hann ald- inn að árum gerðist kennari í annað sinn, í fullri reisn hins gagnmenntaða manns og þó með gleði sína, furðu líka gleði hins unga mnans, sem hugi okkar vann meira en fjórum áratugum fyrr. Hólmjárn var þá ókvæntur. Hc Hs ❖ Þriðji kennarinn var Sigurður Sigurðsson frá Fögruhlíð í Jökulsárhlíð, fæddur 14. okt. 1871. Hann var gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1895, með kennarapróf frá Blágárds Seminarium 1904. Sigurður var gagnmerkur maður, ágætlega menntaður, frábært prúðmenni og svo vandaður til orðs og æðis, að á betra verður ekki kosið. Hann lagði sig mjög fram um að kenna okkur. En honum var ósýnt um að heimta nám af nokkrum manni. Og við áttum ekki nálægt því allir svo opinn hug sem skyldi fyrir kennslugreinum hans, íslenzku, reikningi, grasafræði og söng. Nokkurs kann það að hafa gætt, að Sigurður skóla- H. J. Hólmjárn kennari. stjóri beindi oft skopi sínu að nafna sínum og greinum hans, og kallaði hann að jafn- aði „litla Sigga“. Varð það mjög fast í munni okkar og dró þann dilk á eftir sér, að kennslugreinar hans urðu hornrekur í hugum sumra skólapilta. En þær áttu það ekki skilið. Sigurður var ágætlega að sér í þeim, talaði og ritaði óvenju stílhreint og fagurt mál, enda hreinritaði hann margt af ritsmíðum nafna síns, sem var ósýnt um fagurt ritmál, enda hafði hann aldrei num- ið íslenzku á skólabekk eins og áður er bent til. Sigurður var matarfélagi okkar skóla- pilta fyrri vetur minn, og lagði sig fram um að temja okkur háttvísi. Við bárum meiri virðingu fyrir fágun hans í fram- Sigurður Sigurðsson kennari. 477 F R E Y R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.