Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 15

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 15
Séð heim að Hólum 1915. kenna, var óvenjuljós í hugsun allri, fram- setning einföld og glögg, frásagnargleðin leikandi létt og sívakandi. Kennsla hans beindist því meir að því að kenna, en ganga eftir því, að það væri lært, sem hann kenndi. Þetta hafði sín áhrif og ekki alltaf til bóta. En Jósef var boðinn og búinn að hjálpa, ef til hans var leitað, alltaf léttur í máli, mælskan markviss og hnyttin, málið myndauðugt og fjölþætt. Hann miðaði kennslu sína við að skila nemendum sínum leitandi. Opinn og spyrjandi hugur var höfuðeinkenni hans. Jósef skipti mjög sjaldan skapi, svo vart yrði. Síðari kynni mín af honum virtust mér þó benda til þess, að hann hafi verið mun ríklundaðri en við urðum varir við í daglegri umgengni. Það var hið fágaða og glaða Ijúfmenni, sem okkur varð starsýnast á og mér hlýnar enn við að rifja upp kynn- in við, þó nú séu meir en 54 ár síðan ég kvaddi hann sem kennara. Kona Jósefs, Hildur Björnsdóttir, dvaldi á Vatnsleysu þessa vetur. Þar var þá heim- ili þeirra og sá hún um bú þeirra þar, þegar Jósef stundaði kennsluna. Ég kynnt- ist henni því ekkert. * * * Félagslíf okkar var ekki fjölþætt. Við iðk- uðum knattspyrnu mikið en ekki sem félag heldur sem leik. Hún var stunduð meir af kappi en forsjá. Við vorum náttúrubörn, sem þurftum frjálsa hreyfingu úti, enda henni kunnugastir. Þeirri nautn svalaði fótboltinn. Við lærðum ekki leikinn, skild- um ekki íþróttina, höfðum að vísu lögin sem þá giltu og lærðum þau, héldum þau eins og við skildum þau, en gerðum knatt- spyrnuna að sífelldum kappleik og iðkuð- um hana sem slíka. í málfundafélagi Hólaskóla voru allir piltar. Það hélt fundi sína á hverju laugar- dagskvöldi. Kennarar voru þar heiðursfél- agar og skyldi a. m. k. einn kennari sitja hvern fund. Allir heimilismenn á Hólum áttu rétt á setu þar, enda heimil þátttaka í fundarstörfum, þegar einkamál skólapilta voru ekki á dagskrá. Þetta voru fyrst og fremst kappræðufundir, leitað eftir ein- hverju, sem vonir stóðu til að um yrði deilt. Þegar bezt tókst til um fundarefnið, nægðu þessar tvær klukkustundir, sem fundirnir skyldu standa á laugardagskvöld- um, til fleiri daga kappræðna. Var þá tekið til þar, sem fyrr var frá horfið, næst þegar setzt var að matborðum. Svo tókst a. m. k. til um þegnskylduvinnuna. Einhver sagði, að hún hefði verið á dagskrá í viku. Blaði héldum við uppi, að sjálfsögðu handskrifuðu. Það orð lék á, að drjúgur hluti þeirra ritsmíða hefðu verið skrásettur meir af vilja en mætti. Og þó, — fyrst er vísirinn, svo er berið. Grun hefi ég um, að „Skólapiltur“ okkar Hólamanna, en svo hét blaðið, geymi ófáar af fyrstu blaða- greinum þeirra, er síðar hafa kvatt sér hljóðs á þann hátt. Er þá ekki aðeins átt við ,,Skólapilt“ minna félaga. Til þess var ætlazt, að við skyldum ljúka ákveðnu skyldunámi við vorstörf þar á Hólum a. m. k. eitt sex til átta vikna nám- skeið. Nokkrar Hálfdánarheimtur voru á okkur til þessa. Sigurður hóf þessi nám- skeið meðan hann hafði á hendi fram- kvæmdastjórn á Ræktunarfélagi Norður- lands. Voru þau svo vinsæl, að þangað komust færri en vildu. Þegar hann tók við búi á Hólum vorið 1914, tók hann pilta þangað til verklegs náms. Undan því var F R E Y R 479
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.