Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1971, Page 19

Freyr - 01.12.1971, Page 19
HANNES PÁLSSON: JARÐRÆKTAX og bygginga- framkvœmdir bœnda 1970 Um undanfarin ár hefur það verið venja, að FREYR birti yfirlit yfir framkvæmdir bænda næstliðins árs í megindráttum. Yfirlit það, sem hér fer á eftir, nær yfir framkvæmdir ársins 1970 og í því sambandi er gerður samanburður á magni fram- kvæmda við hliðstætt árið 1969. Við þann samanburð geta menn svo hugleitt hvernig háttað er þróun ræktunarmála í hinum einstöku héruðum, sveitum og landshlut- um, og þá um leið hver virðist framtíð hlutaðeigandi byggðarlaga. Ræktun Árið 1970 voru jarðabótamenn alls 3.387 en árið 1969 voru þeir 3.360. 1970 var ný- rækt alls 3.242 ha en var 4.124 ha árið 1969. Nýræktin var því 882 ha minni 1970 heldur en 1969 og nær því helmingi minni en hún hefur mest orðið á einu ári. Endurvinnsla túna varð árið 1970 alls 858 ha, en var 1969 samtals 771 ha. Þessi mikla endurvinnsla stafar vitanlega af hinum ægilegu kalskemmdum, sem tún urðu fyrir á þessum árum. Grænfóðurakr- ar urðu 3.459 ha en voru 1.941 ha 1969. Grænfóðurakrar jukust því um 1.518 ha frá 1969, en sá galli var á gjöf Njarðar, að uppskera grænfóðurs varð mjö lítil á stórum hluta landsins árið 1970. Árið 1970 var grjótnám 16594 m3 en 1969 var það 15871 m3. Girðingar um ræktað land 1970 urðu alls 664.383 m en voru 669.660 árið 1969. Árið 1970 voru vélgrafnir skurðir 5.105.283 m3 en voru 1969 alls 4.302.963 m3. Framræslan hefur því aukizt um 802.320 m3 frá 1969, og er það vel, því sennilega gefur engin jarðabót jafnmikinn nettó- hagnað eins og framræslan. Árið 1970 voru gerð plógræsi, sem námu 4.992 km en árið 1969 voru lagðir 4.821 km. 1970 voru gerð 5461 m af lokræsum en 1969 8241 m. Handgrafnir skurðir 1970 voru grafnir, sem nam 1128 m3, en 1969 voru grafnir 8.019 m3. Byggingar Byggingaframkvæmdir urðu þessi ár, sem hér segir: 1970 voru byggðar 5452 m3 þvaggryfjur en slíkar byggingaframkvæmdir voru 3786 m3 1969. Áburðarhús urðu 18.255 m3 1970 en voru 23.978 m3 1969. Segja má því að árið 1970 hafi verið byggt 4057 m3 minna af áburðar- geymslum en 1969. Árið 1970 voru þurrheyshlöður byggðar sem nam 56.115 m3 en 1969 voru byggðar 80.726 m3. Þessi tegund framkvæmda minnkaði því um 24611 m3. Árið 1970 voru byggðar 11.094 m3 af vot- heyshlöðum, en árið 1969 voru þær aðeins 3748 m3. Vegur sú aukning nokkuð á móti minnkandi byggingu á þurrheyshlöðum. Árið 1970 var súgþurrkunarkerfi með blásara sett í 15.598 m2 en 1969 var súg- þurrkunarkerfi með blásara sett í 34.331 m2 gólfflöt. Auk þess var súgþurrkunarkerfi án blás- ara sett á 1583 m2 1970, en 1969 á 1766 m2 flöt. Garðávaxtageymslur urðu 3.670 m3 árið 1970, en voru 4.734 m3 1969. * * * F R E Y R 483

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.