Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1971, Side 24

Freyr - 01.12.1971, Side 24
stökum verulegt tilefni til þess, og reynslan hefur sýnt að farsælasta framfaraviðleitn- isstefna er að koma mönnum á það stig, að þeir rannsaki hlutina sjálfir.“ Sigurður endaði bók sína með því að benda á nyt- semi áætlana í búskapnum og gefur sýnis- horn af því, sem hann kallar „Áætlun um viðskiptareikninga búsins,“ sem er nokk- urskonar rekstraráætlun. Sigurður Guð- mundsson hefur tvímælalaust verið á und- an sinni samtíð eins og bók hans um bú- reikninga sannar. Búnaðarfélagið var stofnað 1899 og kom fljótlega auga á nauðsyn þess, að bændur héldu búreikninga. En þar sem vantaði hentug prentuð búreikningaform, auglýsti Búnaðarfélagið tvisvar eftir formum og hét góðum verðlaunum. í bæði skiptin buðust því nokkur form, en ekkert þótti verð- launavert, né hæft til útgáfu. Samt sem áður hafði Sigurður endurbætt reiknings- form sitt og skrifað ritgerð, er birtist í Búnaðarritinu árið 1914 og greiddi Búnað- arfélagið þá rífleg ritlaun. í síðara skiptið, sem Búnaðarfélagið auglýsti, var aðeins form Sigurðar keypt í viðurkenningar- skyni. En ekkert form var gefið út og má það teljast mjög misráðið hjá Búnaðarfé- laginu. Vegna þessarar vanrækslu, drógst það um 18 ár, að bændum á íslandi gæfist kostur á prentuðu búreikningsformi. Árið 1932 kemst fyrst skriður á búreikn- ingahald, þegar Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri gefur út búreikn- ingaform. Þetta búreikningaform var síðan notað óslitið í 33 ár. Má því hiklaust telja Guðmund brautryðjanda í búreikninga- haldi hér á landi. Með lögum nr. 12, 1. febrúar 1936, var stofnuð Búreikningastofa ríkisins. Lögum þessum var síðan breytt 1967 og stofan nefnd Búreikningastofa landbúnaðarins. Erfitt hefur reynzt að fá bændur til þess að færa búreikninga, þar sem bóndinn er í flestum tilfellum aðalvinnukraftur búsins og hefur takmarkaðan tíma til skrifta. Við endurskipulagningu Búreikninga- stofunnar haustið 1966 var lögð áherzla á að breyta búreikningaforminu á þann hátt, að bændur þyrftu sem minnsta vinnu að leggja í búreikningahaldið. Við breytingar á búreikningaforminu var höfð hliðsjón af búreikningi, sem Bergur Torfason, bóndi á Felli í Dýrafirði, hafði sent til Búreikn- ingastofunnar 1965. Verður nú reynt að gera stuttlega grein fyrir starfstilhögun stofunnar og því bú- reikningaformi sem nú er í notkun. Hvað færa margir bændur búreikning? Um þaS bil 170 bændur færa nú búreikning í sam- vinnu viS Búreikningastofuna, en væntanlega verSur mögulegt aS sjá um uppgjör á 230 bú- reikningum á árinu 1972, án þess aS fjölga starfs- fólki. Búreikningastofan getur því boSiS 40—50 bændum aS gerast þátttakendur í færslu búreikn- inga. BðNDI títfylling eyðublaða Eyöublöð send mánaðarlega \ FULLTRÚAR Eyðublöð undirbúin fy«ir töivuritun Leiðbeiningar, heimsóknir I TÖLVURITUN Sent til bónda Búreikningur Vinnuskyrsla Samanburður Arsskýrsla Bureikninga stofunnar NIBURSTÖÐUR UR TÖLVU * TÖLVA Upplýsingar gataðar inn á tölvuspjöld Úrvinnsla búreikninga Kerfið í færzlu og úrvinnslu búreikninga er eins og lesmál og örvar segja og sýna. 488 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.