Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1971, Page 26

Freyr - 01.12.1971, Page 26
Vinnuskýrsla: Þriðja tegund eyðublaða, sem fylla þarf út, eru vinnuskýrslur. Vinnuskýrslu þarf að færa daglega fyrir hvern starfsmann, sem vinnur við búið, sama gildir um dráttarvél og bifreið. Þessi eyðublöð eiga að sendast í lok hvers mánaðar til Bú- reikningastofunnar. I árslok þarf síðan að senda skýrslu, er nefnd hefur verið Búvörufram- leiðsla. Það, sem bóndinn þarf ekki að gera, er að flokka kostnaðarliði eða færa tvöfalt bókhald eins og áður var þörf. Uppgjör á bú- reikningum er gert á Búreikn- ingastofunni. Með þessu fyrir- komulagi þarf bóndinn að Ieggja tiltölulega litla vinnu í búreikningahaldið. BÚREIKNINGASTOFAN VINNUSKÝRSLA Hverjir taka við búreikn- ingagögnum? Fulltrúar stofunnar, Guðrún Gunn- arsdóttir og Jóhann Ólafsson, taka við búreikningagögnum frá bænd- um og færa inn bókhaldstáknin, sem uppgjör í tölvu byggist á. Á hverja færslu í sjóð- eða viðskipta- reikningi eru færð bókhaldstákn, sem tölvan getur unnið úr, en eins og við vitum þá getur tölvan nær eingöngu unnið úr tölum. Guðrún Gunnarsdóttir. 490 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.