Freyr - 01.12.1971, Page 27
Hvor fulltrúi sér algerlega um bú-
reikninga á ákveðnu svæSi. Eins og er
sér GuSrún Gunnarsdóttir um Suður-
Iand, Austurland, Borgarfjörð og Snæ-
fellsnes, en Jóhann Ólafsson um Vest-
firði, Dali, og Norðurland. Fulltrúi
þarf að ná góðu samstarfi við bændur
á sínu svæði og annast allar leiðbein-
ingar við búreikningshaldið. Hvor
fulltrúi ferðast einu sinni á ári um
svæði sitt og kemur, ef tök eru á,
til hvers bónda sem færir búreikning.
Jóhann Ólafsson.
Við vélarnar sitja að starfi: Þorbjörg Á. Oddgeirsdóttir og Erna V. Jónsdóttir.
Tölvuritun eða götun byggist á því, að hver færsla í sjóð- eða viðskiptareikning er færð inn á tölvu-
spjöld. Þegar allt ’bókhald bóndans er komið inn á þessi tölvuspjöld, er allri handvinnu Iokið og tölv-
an sér um það sem eftir er. Hver búreikningur er um 500—700 færslur yfir árið. Hver búreikningur er
þá kominn á 500—700 tölvuspjöld, sem tölvan getur unnið úr.
F R E Y R
491