Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1971, Side 35

Freyr - 01.12.1971, Side 35
SVEFNPURKURNAR Strákarnir á Keldum voru á ferðinni að gömlum sið á gamlárskvöldi. Þeir börðu að dyrum á bæjunum, og auðvitað var þeim vel tekið og veitt glaðning sumstað- ar, svo það getur vel verið að þeir hafi verið orðnir góðglaðir þegar þeim datt í hug að koma við í Bakkagerði. Það var líka nokkuð til í því, að gamlar væringjar höfðu áður verið milli þeirra og fólksins þarna hinumegin við tjörnina. í fyrra voru þeir þar á ferðinni með nýárs- galsa og fengu hina verstu útreið. í það sinn var það líka grátt gaman, sem þeir höfðu í frammi, því að Bakkagerðisfólkið var í mesta næði að borða kvöldmatinn sinn —- sætan graut — þegar hurðinni var skyndilega hrundið upp og inn þeyttist heilmikill litunarpottur fylltur þurri ösku, hann lenti á miðju borðinu, og innihald hans þyrlaðist um alla stofuna. Bakkagerðisfólkið varð hvumsa við í fyrstu og gat eiginlega ekkert aðhafst fyr- ir hósta og reiði, og í rykmekkinum fálm- aði það fyrir sér unz það loks komst undir bert loft, en vissulega ekki til þess að bjóða piltungum inn til góðgerða, það var nú öðru nær, því að hver og einn þreif svipu eða annað barefli og setti á rás á eftir strákunum, sem auðvitað höfðu tekið sprettinn heimleiðis strax og litunarpott- urinn var afgreiddur beint á borðið. Bakkagerðispiltarnir voru fótfrárri en hinir höfðu ætlað og niðri við tjörnina var svo dregið af fráleik spellvirkjanna, að ekki var annað að gera en að vaða út í tjörnina og verjast þar. Auðvitað höfðu þeir klæðst stígvélum áður en þeir fóru að heiman, á gamlárskvöldi er bezt að vera fær í flestan sjó, en Bakkagerðispilt- ar voru á sokkunum eða í tréskóm og á- F R E Y R 499

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.