Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Síða 36

Freyr - 01.12.1971, Síða 36
ræddu því ekki að vaða út í á eftir hinum. Þeir höfðu annars nógan tíma, voru ró- lyndir að eðlisfari, staðnæmdust því þarna á tjarnarbakkanum og stóðu þar og hag- ræddu tilveru sinni í makindum í tvær klukkustundir. Þetta var nístingsköld nótt, rétt við frostmark, svo að strákarnir voru farnir að skjálfa þarna úti í tjörninni þar sem þeir stóðu í vatni langt upp á læri. Bakkagerðispiltarnir gerðu sér það til dundurs — og til að halda á sér hita — að sulla í vatninu og skapa öldugang á því með svipunum og prikunum, og þar eð vindurinn ýtti öldum þeirra frá landi uxu þær á leiðinni til strákanna og skullu á lærum þeirra og vættu rækilega. Þetta olli þeim gremju og skömmuðust yfir, en það skóp enga miskunn í búðum andstæðing- anna, því að þá tóku Bakkagerðispiltarnir sig til og þrifu væna steina og moldar- hnausa, sem þeir þeyttu út í tjörnina svo að enn hærri öldur risu, sem gerðu tjarn- stöðumenn holdvota og þeir fóru að barma sér. Og Bakkagerðissveinar höfðu nógan tíma og stóðu og stóðu á bakkanum. Það fór svo að lokum að hinir hlutu að biðjast griða, og næstu daga urðu þeir auðvitað til at- hlægis um nágrannabyggðir. En nú skyldi hefna fyrir ófarirnar í fyrra. Og þar sem þeir voru góðglaðir kom einum þeirra gott ráð í hug, er allir féllust á, og innblásnir af ákafa og hrifningu skyldi nú látið til skarar skríða. * * * Til þess að geta skilið réttilega alla að- stöðu í Bakkagerði og viðhorf heimilis- fólksins þar, þarf að lýsa vissum atriðum ofurlítið nánar. Bærinn var orðinn mjög gamall, lá einn og afsíðis norðan við Bakkagerðistjörnina. Áður fyrr hafði bær- inn verið enn fjær öðrum bæjum, hann hafði verið fluttur, gamlar rústir af veggj- um og garðbrotum sýndu ummerkin og þar voru enn leifar runna og plómutrjáa, sem þar höfðu verið ræktuð. Það Bakkagerði, sem nú stóð á vestari bakka tjarnarinnar, var með nýtísku sniði og reis í ríki þeirrar menningar, sem nú- tíminn færir fólki. En fólkið í gamla Bakkagerði vildi ekki flytja af feðranna reit, það sat fast við sinn keip á fornri slóð og hagaði bæði háttum og siðum í trássi við samtíðina. Þarna hafði fólkið alltaf búið án minnstu tilhneigingar til að færa sig nær nýja þjóðveginum né taka upp venjur nýrra tíma, sem að þess dómi voru ein hringavitleysa. Annars var Bakka- gerðisfólkið mjög góðum efnum búið. Það var á orði haft, að Bakkagerðisfjöl- skyldan væri bæði syfjuð og sérlega væru- kær. „Þar er alltaf sofið hvenær sem tæki- færin gefast,“ sagði fólk. Hjónin áttu bæði syni og dætur, nógu stóran hóp til þess, að þar þurfti ekki annað vinnufólk. Þegar mikið var að gera var alltaf farið hægt af stað, menn þurftu að geispa fyrst, hálmstrá og fiður gægðist undan húfunni, hlaupið var í skjól við hvert tækifæri eins og svefnleysi þjakaði og ylli hrolli, jafnvel þótt komið væri beina leið úr bólinu. Það lá við að þar væri skriðið og ekki gengið að verki, svo þreytulegt var allt framferði á þeim bæ. Jafnvel þótt þeir bræður ættu að heita að standa réttir sigu augnalokin og kláðafiðringur var í handleggjunum, og ef yrt var á þá var rétt eins og þeir þyrftu að vakna af blundi til þess að geta svarað, eða áttað sig á hvar þeir voru. Þegar þeir borðuðu voru þeir hálfsofandi, og þegar þeir löbbuðu á eftir plógnum eða voru við önnur störf var því líkt sem þeir gistu draumaland eða martröð þjakaði. Á fögrum sumardegi var stundum rétt eins og þar væri eyðibyggð, þegar sólin skein á sofandi fólkið, einn hvíldi upp við húsvegg, annar í skugga við hverfistein- inn, sá þriðji í vagninum, sonur við hlöðu- dyrnar, hann hafði ekki orkað að komast alveg inn í hlöðuna og þarna var sofið sætum blundi, og inni í húsinu hrutu kon- 500 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.