Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1971, Page 38

Freyr - 01.12.1971, Page 38
bikkjur, sífellt froðufellandi og með alla þá fótgalla, sem á hestafótum finnast. En allt þetta þótti sáragott, það var í svo full- komnu samræmi við annað á þeim bæ. Það voru ekki gerðar háar kröfur á bæn- um þeim. í stóra pottinum sem hékk í keðju undir strompinum, sauð húsmóðirin sjaldan ann- að en rúggrautinn, þennan forna rétt, sem forfeðurnir höfðu nærst af um árhundruð, búandi við fábreytni og fátækt. „Rúg- grauturinn í Bakkagerði er svo stinnur og límkenndur, að konan festir hann á vegg og þar getur fólkið svo nagað af honum,“ sagði almannarómur. Þeir, sem hafa séð og bragðað rúggraut fortíðarinnar, skilja víst allir hvers vegna fólk var syfjað og hlakkaði ekki til morgundagsins í þá daga. Elzti sonurinn hafði reyndar verið í þjónustu konungsins og það gekk góð saga um vist hans 1 þeim búðum. Hann grét söltum tárum þegar hann var kallaður í herþjónustu og hlaut að fara úr eigin föt- um og í einkennisbúning hermanna, og var alveg viðutan þann stutta tíma sem hann hlaut að vera þar, eða unz hann var sendur heim aftur vegna ístöðuleysis og einfeldni. Og nú biðu bræðurnir þess með skelfingu að verða kallaðir. Aðeins einu sinni hafði það skeð, að Bakkagerðisbræður voru róm- aðir fyrir athafnir sínar og það var í fyrra þegar þeir stóðu rólegir á tjarnarbakkan- um og létu gusurnar ganga yfir strákana, sem stóðu úti í tjörninni og lá við að veikj- ast af kulda. En nú skyldi þess hefnt og það rækilega. ❖ * ❖ Þegar Keldnapiltar voru komnir hinumeg- in við tjörnina sáu þeir, að enn brann ljós í Bakkagerði. Þá var of snemmt að hafast nokkuð að. Þeir áttu leið fram hjá húsi, þar bjó gömul ekkja, er hét Maren. Til þess að hafast eitthvað að spiluðu þeir fyrir hana á hrossabrest og gamla fjöður. Gamla kon- an varð hrifin af þessari heimsókn ungl- inganna og gekk út til að óska þeim gleði- legs nýárs, og mæltist til þess að þeir kæmu inn, það var þó að minnsta kosti blessaður ylur þar í stofunni þar sem spangarbókin lá á borði og gleraugun hennar ofaná. „Ó, en drengir mínir, ég á ekkert að gæða ykkur á,“ sagði Maren þegar þeir voru komnir inn. „Það er nú annars skammarlegt, en mig dreymdi nú ekki um að nokkur kæmi til þess að heilsa nýja árinu með háreysti hérna, þar sem ég er ein míns liðs.“ „Það gerir ekkert til“ sagði sá piltanna, sem hafði orð fyrir þeim. „Við höfum brennivínslögg með. En ... ef þú skyldir hafa svolitla gerögn þá ...“ „Ger? Þið etið þó ekki ger með brenni- víni?“ „Aldeilis ekki, Maren, en við þurfum á geri að halda, helzt af því tagi, sem er reglulega mjúkt og límkennt. „Þið piltar!,, kvað Maren við fullum hálsi. „Nú eru það enhver strákapör, sem þið hafið í hyggju, Guð veri með ykkur. Ger skulið þið fá — ef ég á það. En hvað ætlið þið að líma með því og hvar ætlið þið að nota það?“ Piltarnir vildu ekkert segja. Þeir settu upp alvörusvip og sögðu það leyndarmál. Og Maren gamla átti virkilega ger í skál, og það ekki svo lítið, en það var bæði þurrt og sprungið. „Ég get hellt vatni á það og hitað það“ sagði Maren áköf. Það var ágætt ráð og á meðan gerið var vætt og yljað á kamínunni fengu þeir sér sopa úr flöskunni og tróðu í pípur sínar. „Ætli að kaupmaðurinn hafi opna búð núna?“ sagði sá piltanna,sem orð hafði fyr- ir þeim, og var djúpt hugsandi. „Onei, nei,“ sagði Maren. „Það er langt síðan hann lokaði.“ Pilturinn hugsar og ef- ast. „Við þurfum að nota pappír, þú átt líklega ekki pappír, Maren?“ „Hvað mikið þurfið þið? Oh, pörupilt- 502 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.