Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 41

Freyr - 01.12.1971, Blaðsíða 41
Og það er áreiðanlega tekið til matar- ins. Hver fær sinn skammt í bólið, allir maula sinn skerf og drekka öl úr könnum, allt í myrkrinu, og fjörugar umræður og gleðskapur ríkir meðal fólksins, sem aldrei fyrr hefur verið svo kátt og samstillt í gleðskap á morgni dags. Allir voru sam- mála um, að þetta væri sú lengsta nýárs- nótt, sem þau mundu og ræddu mikið um það, og allir buðu gleðilegt nýtt ár og þökkuðu fyrir gamla árið. En skerfur sá af vistum, sem konan hafði komið með, hrökk hvergi til að seðja fólkið svo að hún mátti sækja meira, enginn skyldi þó svelta á nýársdag. Allir kvörtuðu yfir því, að þetta væri kaldur nýársmorgun, svo að ein dætranna varð til þess að fara á fætur til þess að kveikja upp í kabyssunni, því að enginn vildi fara á fætur fyrr en ögn væri farið að hlýna. Og úr því að allir höfðu fengið góða nærinu var svo ósköp þægilegt að leggja sig stundarkorn á meðan ylurinn frá ofninum breiddi sig um stofurnar og það gæti tekið nokkra stund, af því að inni var orðið svo kalt. iÞessvegna var gott að fá sér blund aftur, en sá blundur varð lengri en til var ætlast því að hann varaði til kvölds. Þegar Bakkagerðisfólkið vaknaði um nóttina að þriðja degi janúar gat enginn með nokkru móti sofið lengur. Synirnir löbbuðu út í dyrnar í kulda og myrkri og biðu eftirvæntingarfullir eftir að sjá dags- rönd í austri. Aldrei höfðu þeir lifað svona langa nótt, hún ætlaði aldrei að enda. Bóndi klæddist í nokkrar spjarir og fór í fjós til þess að gefa kúnum. Þær lágu þar jórtrandi og leið vel, þær höfðu tæmt jöt- urnar. Og hestarnir voru rólegir og saddir, en lítið var eftir í jötu þeirra, óeölilega lítið. En bóndi sagði ekkert af því tilefni, bezt að vera hljóður um það þótt vera kynni að búálfur hafi verið á ferð og hjálp- að hestunum að tæma jötuna, í henni var svo mikið í gær, að svona mikið höfðu hestarnir ekki etið einir. Og hvað, það var nótt enn og óhætt að leggja sig aftur. Synirnir voru svo glað- vakandi, að þeim var ómögulegt að blunda, þeir vildu kveikja ljós og fara að spila, en að snerta spil á nýársdagsmorgun, það gera ekki aðrir en heiðingjar, sagði móðir þeirra og þverneitaði. Það kom bara ekki til mála að kveikja svo mikið sem á týru. En strákarnir gátu ekki setið kyrrir. Þeir gátu ekki sofið fyrir kröftum og held- ur ekki lokað augunum þrátt fyrir þreif- andi myrkur. Einn þeirra fretaði svo að bergmálaði í svefnhúsinu og það vakti kátínu, ekki sízt þegar fleiri tóku undir í sama dúr. Það samspil vakti skellihlátur í myrkrinu og stoðaði ekkert þó að foreldrarnir reyndu að vanda um fyrir strákum. og undan sængurfötum systranna heyrðust pískur- hljóðin eins og þau kæmu úr iðrum jarðar. Enginn gat haldið niðri í sér hlátrinum og allt húsið hljómaði af kátínu, sam- hljómar heilbrigði. hreysti og hvfldar á því heimili, voru eftirköst óvenjulega langrar nætur. Það var hrossahlátur, skellihlátur, gnegg og tíst, allt í senn, sem kom frá öllum lokrekkjum og brátt var farið að reyna kraftana. Piltarnir þreyttu aflraun- ir, stúlkurnar kitluðu hvor aðra og óhljóð- in urðu rétt eins og í grísahóp, sem hleypt er út úr húsi í fyrsta sinn á vordegi. í öllum ólátunum sótti þorsti á, meira öl var sótt og drukkið og ýmis uppátæki voru höfð í frammi, mest til þess að drepa tímann þessa firna löngu nótt, sem aldrei ætlaði að enda. Það þurfti svo sem ekki margar hvatn- ingar til þess að fá Þrumugný til þátttöku í gleðskapnum. Fyrst söng hann uppá- haldsvísuna sína. Hann var því vanur að fá góðan skilding fyrir að syngja þá vísu og jafnvel krafttóbak í pípu sína að auki. Það var kröftug vísa og bezt að syngja hana í myrkri. Henni var ævinlega vel tekið, stundum of vel. Strákarnir æptu svo að ekki heyrðist mannsins mál. Næst hafði Þrumugnýr gátur á taktein- 505 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.