Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1971, Qupperneq 43

Freyr - 01.12.1971, Qupperneq 43
Eini aðilinn, sem ekkert aðhafðist, var konan, því að henni fannst það neðan við virðingu sína að taka þátt í svona sam- komuhaldi. Hún lá bara þarna í bóli sínu undrandi og hugsaði sitt. Nótt eins og þessa hafði hún aldrei lifað áður. Hún þekkti ekki bónda sinn og þetta hátterni hans né barna sinna. Svona leikaraskap var hún ekki vön, enda ekki alin upp við slíkt og ekki kynnzt því áður. Svona aðfarir og umstang var allt ann- að en eðlilegt enda auðséð, að hér voru viðvaningar að verki því að atferlið allt var líkast bolta, sem hoppar stjórnlaus til og frá. Bakkagerðiskonu var engin gleði að þessum ólátum. Henni fannst svo sem hér væri einhver ókind að verki. Þegar svo ber við er um að gera að taka öllu með ró, læra af hlutunum og aka seglum eftir vindi. Hún var viss um að hér mundi ekkert duga til nema grátur og góðar bænir til þess að Bakkagerðisbóndinn kæmist á sína réttu hillu aftur. Það var langt frá því að þögn og þolin- mæði réði ríkjum á ný. Ofsakæti og ólæti virtist ekki hafa nein takmörk í þetta sinn. Þannig leið löng nótt unz dagur ljómaði. Þrungið lífsþrótti og ómældri orku, sem jafnvel gæti flutt fjöll, gekk Bakkagerðis- fólkið á vit hins nýja árs. Það var virkilega fólk með kyngikrafti, sem reis úr rekkjum umræddan morgunn í Bakkagerði, en það fékk fljótlega á til- finninguna, að það hefði sofið alltof lengi, því að þegar á daginn leið þótti það skrítið, að hvergi skyldi sjást til mannaferða á- leiðis til kirkju eins og venja var á nýárs- dag, en auðvitað höfðu allir í Bakkagerði farið í sparifötin og til kirkju. Ekki eina sál var að sjá og kirkjan lokuð og læst. Þetta var óskiljanlegt. Vinnumann frá Kaldbak bar þar að og hann hafði þá frétt að færa, að áreiðanlega yrði engin guðsþjónusta þann dag því að það væri ekki venjan hinn þriðja janúar. Hinsvegar hafði verið messað á nýársdag að vanda. Hann gat þá líka sagt þá frétt, að allir á Kaldbak hafi undrast að sjá ekkert lífsmark í Bakkagerði tvo fyrstu daga ársins og ekki einu sinni reyk úr strompi þar. Hann brann í skinninu eftir að segja meira, en Bakkagerðisfólkið vildi flýta sér heim, það var ekki tími til að hlusta á fleiri fréttir enda sá það á svip vinnumannsins, að fleira bjó undir og kærði sig ekki um að heyra meira, kvaddi þessvegna í flýti og skundaði áleiðis heim, hljótt í huga. Það hlýtur nú líka að vera undarleg tilfinning að vita tímann hafa hlaupið alveg framhjá og að atburðir, sem vera skyldu á vettvangi dagsins, eru þegar horfnir inn í fortíðina. Bakkagerðisfólkinu var enginn hlátur í huga. Því fannst það ekki fallega gert af vinnumanninum frá Kaldbak að hlægja að þessu. Þegar heim kom var farið að athuga gluggana en þar var svo sem ekkert sér- stakt að sjá nema lítilfjörlegar leifar af pappír og geri hér og þar á gluggapóstum- Þeir voru líka um morguninn eins og venjulega, enda höfðu piltarnir frá Keld- um fjarlægt allan pappír nóttina fyrir þriðja janúar. Þegar engin lífsmörk sáust í Bakkagerði annan janúar fóru þeir að hafa áhyggjur af því, að eitthvað alvarlegt hefði gerzt í myrkrinu á bænum. Bara að fólkið svæfi nú ekki inn í dauðann. Þess vegna höfðu þeir laumast í kring um bæ- inn en heyrðu þá hlátra og gaman inni eins og þar væri stórveizla. í myrkri næturinnar fjarlægðu þeir svo alla pappíra frá rúðum þannig, að dags- birtu mundi leggja inn um gluggana jafn- skjótt og dagur risi í austri þann þriðja að morgni. Jólin voru haldin heilög til þrettánda eins og vant var, en Bakkagerðisfólkið kom ekki á manna vegu að þessu sinni þá daga. Það sat heima þessa þrjá helgidaga og á lygnum frostkvöldum heyrði það óminn af hlátri og háði frá Kaldbak, hinu megin við vatnið. (G. K. þýddi). F R E Y R 507
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.