Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Síða 50

Freyr - 01.12.1971, Síða 50
 Fjárfestingalána- sjóðir 1969 - 1970 Lánasjóður sveitarfélaga var stofnaður með lögum nr. 35 frá 29. apríl 1966 m. a. í þeim tilgangi „að veita sveitarfélögum stofnlán til nauðsynlegra framkvæmda eða fjárfestinga, sem eru svo kostnaðarsamar, að fjár til þeirra verði ekki aflað af tekjum sveitarfélagsins, nema á löngum tíma.“ Ráðstöfunarfé sjóðsins er: (1) Árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, 15 millj. kr. að upphæð; (2) árlegt framlag úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum hverju sinni (4,5 millj. kr. árið 1971); (3) árlegt lán úr framkvæmdasjóði íslands; (4) aðr- ar lántökur, afborganir og rekstrartekjur. Útlánsvextir sjóðsins eru 914% og venju- legur lánstími 10 ár. Leyfilegt hámarks- lánshlutfall er 75% af kostnaði fram- kvæmdar. Stofnlánadeild landbúnaðarins var stofnuð með lögum nr. 75 frá 27. apríl 1967. Með stofnun hennar voru Ræktunar- sjóður og Byggingarsjóður sveitabæja lagðir niður og eignir og skuldir þeirra felldar inn í Stofnlánadeildina. Hlutverk deildarinnar er m. a. að veita stofnlán til byggingar íbúðarhúsa á sveita- býlum, jarðræktar, peningshúsa, véla- kaupa, til lax- og silungsræktar, til vinnslu- stöðva landbúnaðarafurða, svo sem mjólk- urvinnslustöðva og sláturhúsa. Útlánsvextir deildarinnar eru ávallt 614% nema 6% á svokölluðum B-lánum, en lánstími er frá 6 árum (fyrir dráttar- vélar) upp í 20 ár (t. d. á peningshúsum, skurðgreftri). Hámarkslánshlutfall er mjög mismunandi eftir tegund láns og nær frá 20% af matsverði (fyrir skurðgröft) í 60% á peningshúsum. Tekjur stofnlánadeildar eru: (1) Fast ár- legt framlag ríkissjóðs, 4 millj. kr.; (2)- álag á söluvörur landbúnaðarins: 1% árin 1971—1975, 0,75% árin 1976—1980, 0,50% árin 1981—1985 og 0,25% árin 1986— 1990; (3) jafnhátt mótframlag ríkissjóðs við tekjur samkvæmt 2. tölulið; (4) gjald á útsöluverð mjólkur og rjóma, en á heild- söluverð annarra landbúnaðarafurða: 0,75% til ársloka 1980; 0,50% árin 1981— 1985 og 0,25% ári 1986—1990. Útflutt- ar landbúnaðarafurðir eru undanþegnar gjaldi þessu. Þá rennur skyldusparnaður þeirra, sem búa í sveitum, í deildina, þar sem hann er ávaxtaður á sama hátt og hjá Byggingar- sjóði ríkisins. Veðdeild Búnaðarbanka íslands er stofnuð með lögum nr. 115 frá 7. nóv- ember 1941, um Búnaðarbanka Íslands, og lögum nr. 31 frá 8. apríl 1954. Er deildinni ætlað það hlutverk að veita lán gegn veði í jörðum og fasteignum til jarðakaupa og alls konar fjárfestingar, er sveitum mætti koma að gagni. Fjár er aflað með útgáfu bankavaxta- bréfa auk vaxtatekna. Deildin hefur fyrst og fremst veitt bændum lán til jarðakaupa, en lán bessi hafa verið með 8% ársvöxtum til 25 ára. Með lögum nr. 31 frá 2. maí 1969, um breyting á lausaskuldum bænda í föst lán, er deildinni heimilað að gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa til að standa undir lánum til bænda, sem ekki hafa fengið nægileg lán til hæfilegs tíma til að standa undir fjárfestingu, sem þeir hafa ráðizt í á jörðum sínum árin 1961—1968. Bændur, er fengu lán samkvæmt lögum þessum, fengu andvirði lánsins afhent í banka- vaxtabréfum, sem síðan voru notuð til greiðslu á lausaskuldum. Vextir á umrædd- um bréfum eru 714%. en til viðbótar greiða bændur 14% tillag til varasjóðs. 514 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.