Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 11

Freyr - 15.09.1979, Page 11
2. Reikningar Stéttarsambands bænda 1978. Steinþór Gestsson lagði fram reikningana og skýrði þá. Tekjur á rekstrarreikningi voru alls kr. 89.549.562, þar af frá Búnaðarmála- sjóði kr. 47.453.013. Gjöldin voru alis 55.496.665 kr. og tekju- afgangur kr. 34.052.897. Efnahagsreikningur sýndi eignir upþ á kr. 622.465.397, þar af var eignarhluti Bænda- hallarinnar kr. 411.058.397. Um tekjuafgang lét Steinþór fylgja þessa greinargerð: Tekjur umfram gjöld eru taldar á rekstrar- reikningi kr. 34.052.897. Samkvæmt sam- þykktum sambandsins er framiag til Trygg- ingarsjóðs ákveðið 15 milljónir króna árið 1978. Það, ásamt framlagi til Byggingasjóðs og vaxtatekjum Tryggingarsjóðs, tekur upp þann tekjuafgang, sem talinn er hér að framan, sbr. yfirlit nr. 22 um höfuðstól. Reikningarnir höfðu verið endurskoðaðir af kjörnum endurskoðendum án athuga- semda. Þá var gefið matarhlé til hádegisverðar. 3. Skýrsla erindreka. Árni Jónasson flutti skýrslu um nokkur þeirra mála, er hann hafði unnið að. Ræddi hann fyrst um setningu laga um breytingu á lausa- skuldum bænda í föst lán, undirbúning þeirra og gagnasöfnun. Kvað hann bændur nokkuð hikandi að sækja um þessi föstu lán sökum þess, að þau væru að fullu verðtryggð. Þá ræddi hann um ýmiss konar ósamræmi og misrétti í skattalögum, þar sem hallaði á landbúnaðinn, svo sem varðandi sölu- hagnað af ófyrnanlegum eignum á bújörð- um. Síðan greindi hann frá könnun sinni á fiutningskostnaði áburðar og kjarnfóðurs og kvað kostnaðinn við áburðinn að miklu leyti jafnaðan. Erindrekinn sagði frá tveggja ára athugun á rafmagnskostnaði sveitabýlis, þar sem ekkert virtist koma fram, sem stutt gæti kröfugerð til sexmannanefndar. Þá ræddi hann um veiðimál, sölu veiðileyfa og arð af laxveiði, sem yfirleitt færi vaxandi. Árni ræddi um kjötmatið nýja og ýmsa reynslu af því, meðal annars af sölu hinna tveggja nýju flokka dilkakjöts, er metnir voru FREYR 575

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.