Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 12

Freyr - 15.09.1979, Side 12
Landbúnaðarráðherra Steingrímur Hermannsson flutti ítarlega ræðu. tyrst á síðasta hausti, svonefndur stjörnu- flokkur og offituflokkur. Kvað hann mikið verk óunnið í því sambandi, þ. á m. að kenna neytendum að velja kjöt og meta réttilega. Að lokum fjallaði erindrekinn um hina nýju reglugerð um stjórnunaraðgerðir á fram- leiðslu búvöru, skýrði frá þeim breytingum, sem á henni höfðu orðið eftir aukafund Stéttarsambandsins, og taldi þærtil bóta og gefa kost á einfaldari framkvæmd, en ekki síður markvissri. 4. Ræða landbúnaðarráðherra. Steingrímur Hermannsson, landbúnaðar- ráðherra, lýsti ánægju sinni yfir því að geta ávarpað stéttarsambandsfundinn á því tímamótaskeiði, sem nú væri í íslenskum landbúnaði. Hann kvað öllum þjóðum vera kappsmál að framleiða sjálfar búvörur til eigin neyslu eftir því, sem unnt væri. Svo ætti einnig að vera hér á landi og kveða niður allar úrtöluraddir, sem ekki ætluðusttil þess! Hér hefur löngum verið að því stefnt að framleiða sem mest, en síðustu 3 árin hefur útflutningur reynst óhagkvæmur vegna mik- iilar verðbólgu hér á landi, stóraukinna niðurgreiðslna erlendis og lækkandi verðs á útflutningsvörum okkar. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var viðurkennt að stefna skuli að því, að fram- leiðsla búvara verði í meginatriðum við það miðuð að fullnægja innanlandsneyslu. Ráð- herrann rakti síðan þróun í sölumálum bændasíðustu áratugi, setningu laga um út- flutningsbætur árið 1961 og tryggingu þá, sem þau áttu að veita bændum fyrir fullu verði fyrir búvörurnar. Síðustu árin hefði sú trygging ekki dugað án sérstakra viðbótar- ráðstafana vegna verðbólgunnar, aukinnar framleiðslu og einkum lækkandi verðs víða erlendis. Ráðherrann sagði, að margir bændur teldu ekki nógu vel að markaðsmálum staðið, en markaðsnefndin hefði þó unnið vel og vandað til ýmissa tilrauna. Raunin væri sú, að Nýsjálendingar réðu verði á kindakjöti í heiminum. Hjá þeim væri fram- leiðslan ódýr, en dilkakjötsframleiðslan í nálægum löndum væri verðlækkuð með margs konar styrkjum og niðurgreiðslum. Þannig væri t. d. í Noregi smásöluverð um þriðjungi lægra en verðið til bænda. Lítil von væri um, að kjötverð erlendis yrði okkur hag- stæðaraá næstu árum. Útlitið væri ekki betra um útflutning mjólkurafurða, og ræddi ráð- herrann sérstaklega ostaútflutning til Bandaríkjanna. Ráðherrann taldi nauðsynlegt, að bændur breyttu um framleiðsluhætti að nokkru leyti, drægju saman sauðfjárrækt og mjólkur- framleiðslu, en efldu aukabúgreinar. Jafn- framt þyrfti að tryggja bændum vissar tekjur, meðan breytingar kæmust á, og koma í veg fyrir, að byggðaröskun yrði af þessum sökum. Landbúnaðurinn væri hornsteinn búsetu í mörgum byggðarlögum, sem ekki mættu fara í eyði. Til að tryggja þetta þyrfti að breyta ýmsum lögum og gera nýjar ráðstaf- anir. Ráðherrann gerði síðan grein fyrir nýjum lögum og reglugerðum, ervarða landbúnað, og þá fyrst þeirri breytingu á fram- 576 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.