Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 12

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 12
Landbúnaðarráðherra Steingrímur Hermannsson flutti ítarlega ræðu. tyrst á síðasta hausti, svonefndur stjörnu- flokkur og offituflokkur. Kvað hann mikið verk óunnið í því sambandi, þ. á m. að kenna neytendum að velja kjöt og meta réttilega. Að lokum fjallaði erindrekinn um hina nýju reglugerð um stjórnunaraðgerðir á fram- leiðslu búvöru, skýrði frá þeim breytingum, sem á henni höfðu orðið eftir aukafund Stéttarsambandsins, og taldi þærtil bóta og gefa kost á einfaldari framkvæmd, en ekki síður markvissri. 4. Ræða landbúnaðarráðherra. Steingrímur Hermannsson, landbúnaðar- ráðherra, lýsti ánægju sinni yfir því að geta ávarpað stéttarsambandsfundinn á því tímamótaskeiði, sem nú væri í íslenskum landbúnaði. Hann kvað öllum þjóðum vera kappsmál að framleiða sjálfar búvörur til eigin neyslu eftir því, sem unnt væri. Svo ætti einnig að vera hér á landi og kveða niður allar úrtöluraddir, sem ekki ætluðusttil þess! Hér hefur löngum verið að því stefnt að framleiða sem mest, en síðustu 3 árin hefur útflutningur reynst óhagkvæmur vegna mik- iilar verðbólgu hér á landi, stóraukinna niðurgreiðslna erlendis og lækkandi verðs á útflutningsvörum okkar. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var viðurkennt að stefna skuli að því, að fram- leiðsla búvara verði í meginatriðum við það miðuð að fullnægja innanlandsneyslu. Ráð- herrann rakti síðan þróun í sölumálum bændasíðustu áratugi, setningu laga um út- flutningsbætur árið 1961 og tryggingu þá, sem þau áttu að veita bændum fyrir fullu verði fyrir búvörurnar. Síðustu árin hefði sú trygging ekki dugað án sérstakra viðbótar- ráðstafana vegna verðbólgunnar, aukinnar framleiðslu og einkum lækkandi verðs víða erlendis. Ráðherrann sagði, að margir bændur teldu ekki nógu vel að markaðsmálum staðið, en markaðsnefndin hefði þó unnið vel og vandað til ýmissa tilrauna. Raunin væri sú, að Nýsjálendingar réðu verði á kindakjöti í heiminum. Hjá þeim væri fram- leiðslan ódýr, en dilkakjötsframleiðslan í nálægum löndum væri verðlækkuð með margs konar styrkjum og niðurgreiðslum. Þannig væri t. d. í Noregi smásöluverð um þriðjungi lægra en verðið til bænda. Lítil von væri um, að kjötverð erlendis yrði okkur hag- stæðaraá næstu árum. Útlitið væri ekki betra um útflutning mjólkurafurða, og ræddi ráð- herrann sérstaklega ostaútflutning til Bandaríkjanna. Ráðherrann taldi nauðsynlegt, að bændur breyttu um framleiðsluhætti að nokkru leyti, drægju saman sauðfjárrækt og mjólkur- framleiðslu, en efldu aukabúgreinar. Jafn- framt þyrfti að tryggja bændum vissar tekjur, meðan breytingar kæmust á, og koma í veg fyrir, að byggðaröskun yrði af þessum sökum. Landbúnaðurinn væri hornsteinn búsetu í mörgum byggðarlögum, sem ekki mættu fara í eyði. Til að tryggja þetta þyrfti að breyta ýmsum lögum og gera nýjar ráðstaf- anir. Ráðherrann gerði síðan grein fyrir nýjum lögum og reglugerðum, ervarða landbúnað, og þá fyrst þeirri breytingu á fram- 576 FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.