Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 15

Freyr - 15.09.1979, Page 15
Ekki eru þau auðveld til úrlausnar vandamálin. i ræðustól er Kristófer í Köldukinn. ferðiö stóreykur framleiðsluna á ný. Menn þyrftu að fá að vita, hvaða magn þeim yrði greitt á-fullu verði og hvað með afföllum. Þetta ætti helst að liggja fyrir við ásetning í haust. Þórður kvað nauðsyn að stöðva ekki endurbyggingu á jörðum, þar sem hús væru úr sér gengin. Hann tók undir orð formanns um frest þann, er ríkisstjórnin setti til ákvörðunar um verðlagningu. Fundarstjóri las skeyti, erfundurinn sam- þykkti að senda: 31. þing Ungmennafélags íslands, Stóru- tjarnaskóla. Bestu kveðjur og árnaðaróskir. Aðalfundur Stéttarsambands bænda. Sigurður Sigurðsson sagði, að störf for- manns og landbúnaðarráðherra mundu seint fullþökkuð, hvað þá metin sem skyldi. Hann gerði að umtalsefni skattlagningu á tekjur bænda, þar sem hjón vinna bæði fyrir tekjunum, og mismun þann, sem væri á þeirri skattlagningu og svonefndra útivinn- andi kvenna. Hann taldi einnig þörf að leiðrétta reglur um fyrningu og fasteigna- mat. Hann sagði, að fundurinn þyrfti að mót- mæla kröftuglega frestun verðákvörðunar. Tryggvi Stefánsson tók undir mótmæla- kröfu Sigurðar. Hann taldi að tryggja bæri rétt þeirra, sem hefðu landbúnað að aðal- atvinnu, og þar með afkomu þeirra. Hann benti á þá nauðsyn, að bændur væru vel menntuð stétt, og hvatti til að efla til- raunastöðvarnarog einbeita rannsóknum að vissum verkefnum. Einar Þorsteinsson kallaði það meiri háttar afrek, hvernig bændur hefðu staðist harð- indin á síðastliðnu vori. Hann þakkaði nú- verandi ríkisstjórn og þeirri næstu á undan viðbótarframlög til útflutningsbóta. Hann þakkaði einnig niðurfellingu söluskatts, lög um forfallaþjónustu í sveitum, aðstoð í FREYR 579

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.