Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 22

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 22
Jón Guðbjörnsson flutti þessa tillögu frá allsherjarnefnd og ræddi m. a. um félags- málanámskeið ungmenna- og kvenfélaga: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 telur, að góð félagsmálafræðsla sé nauðsynleg til að viðhalda og efla félagsstarfsemi sveitanna. Sjálf- sagt er, að slík fræðsla veitist öllum nemendum bændaskólanna. Þá bendir fundurinn á, að bæði ungmennafélögin og kvenfélögin hafa beitt sér fyrír félagsmálafræðslu, sem hefur staðið öllum opin. Hins vegar væri æskilegt að fá að bæta í það námsefni, sem þar er notað, þáttum, sem varða landbúnaðinn. Beinirfundurinn því til stjórnarsambandsinsað kanna þann möguleika og leita eftir samstarfi við ofangreind samtök þar um. Árni Jónasson bar saman námsefni fé- lagsmálaskóla U. M. F. í. og K. í. við þ:ð námsefni, sem unnið hefur verið og ætlað bændafræðslunni. Jón Bjarnason sagði nefndina taka efnið nokkrum öðrum tökum en hann ætlaðist til, en gott væri, að hreyfing kæmist á málið. Sveinn Jónsson mælti með tillögunni og taldi affarasælt að hlúa að og auka þá félagsmálafræðslu, sem fyrir er. Kristján Guðmundsson fagnaði tillögunni og studdi mál Sveins. Tillagan var borin undir atkvæði og sam- þykkt samhljóða. Jón Guðbjörnsson mælti fyrir tillögu alls- herjarnefndar um orlofsmál: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 telur fyllilega tímabært, að bændafólk eigi kost á að njóta sumarleyfis við góðar aðstæður í fögru um- hverfi, og minnir á samþykkt aðalfundar 1977 um þetta efni. Felur fundurinn stjórn sambandsins að kanna, á hvern hátt megi koma upp orlofsaðstöðu fyrir bændur og starfsfólk þeirra. Kanna þurfi einnig hugsanlegt samstarf við önnur félaga- samtök um nýtingu slíkrar aðstöðu. Gunnar Guðbjartsson fagnaði tillögunni, en kvað á margt að líta í þessu sambandi. Hann kvað bændur gjarna vilja ferðast um í orlofi sínu og erfitt að koma upp orlofsað- stöðu fyrir þá á einum stað. Hann varpaði fram þeirri hugmynd að nota skólahús að sumarlagi til þessararaðstöðu og mætti þáe. t. v. koma á félagsmálafræðslu um leið. Tillagan var síðan samþykkt samhljóða. Böðvar Pálsson flutti tillögu alls- herjarnefndar um kortagerð og greindi frá gerð svokallaðra orthokorta og hlutverki þeirra. Tillagan var svo: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 skorar á ríkisstjórn og Alþingi að hækka fjárveitingu til Landmælinga íslands, svo að unnt verði að Ijúka gerð svokallaðra orthokorta af landinu á næstu 5 árum. Samþykkt samhljóða. Böðvar Pálsson flutti enn tillögu alls- herjarnefndar um byggingafulltrúa. Helgi Jónasson efaði gildi tillögunnar, og Jón Guðmundsson, Óslandi, óskaði lagfær- inga á henni. Stefán Valgeirsson ræddi setningu nýrra byggingalaga og fyrirsjáanlega erfiðleika smærri hreppa að njóta byggingafulltrúa og Gunnar Guðbjartsson tók í sama streng. Enn tók til máls Hermann Guðmundsson og Stef- án Valgeirsson aftur. Síðan fór tillagan aftur til nefndar og af- greiðslu hennar var frestað. Sigurður Sigurðsson mælti fyrir tillögu allsherjarnefndar um fasteignamat og sölu- verð bújarða. Þórarinn Þorvaldsson óskaði viðbótar við tillöguna um sölu lausafjármuna og bústofns, og Árni Jónasson benti á að greina þurfi á mllli fyrnanlegra og ófyrnanlegra eigna. Tillagan fór aftur til nefndar og afgreiðslu hennar var frestað. Klukkan 16 vargefið kaffihlé. Fundurhófst að nýju kl. 1655. 586 FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.