Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 25

Freyr - 15.09.1979, Side 25
Framleiðslunefnd — Þórður á Refstað lýslr því fyrir Hermanni á Blesastöðum, Stefáni á Kagaðarhóli og Þorsteini á Reyðará, hvernig hann ætlar að skýra kvótakerfið flókna í framsögu á fundinum. byggingu vinnslustöðva landbúnaðarins, þarsem mörg stórverkefni e'ru í gangi og framundan á því sviði. Samþykkt samhljóða. Sveinn Guðmundsson flutti þessa tillögu lánamálanefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 vekur athygli á því, að fjármálaráðuneytið innheimtir stimpilgjöld af afurða- og framleiðslulánum land- búnaðarins með 1 % gjaldi, þó löggjafinn hafi ætl- ast til, að gjaldið yrði 0.3%, samkv. greinargerð frumvarps að lagabreytingu um þetta efni. Fundurinn skoraráfjármálaráðherraað gera nú þegar ráðstafanir til að breyta þessari gjaldtöku í samræmi við það, sem gert var ráð fyrir í meðför- um málsins á Alþingi. Samþykkt samhljóða. Sveinn Guðmundsson flutti einnig þessa tillögu lánamálanefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, hald- inn í Stykkishólmi dagana 1.—3. september, telur, að lánafyrirgreiðsla til bústofnunar og við kyn- slóðaskipti á jörðum sé algjörlega ófullnægjandi. Telur fundurinn brýnt, að úr þessu verði bætt með verulegri hækkun jarðakaupa- og bústofns- kaupalána. Fundurinn leggur enn á það ríka áherslu, að jarðakaupalán til bænda verði óverðtryggð og því mætt með hækkun lánajöfnunargjalds úr 1 % Í2% af búvöruverði. Þá mótmælir fundurinn því, að lánakjör Stofn- lánadeildar skuli vera lakari en verðtryggð lána- kjör bankanna, þarsem fullverðtryggð lán til upp- byggingar á bújörðum eru nú með 3% vöxtum, meðan vaxtakjör í bankakerfinu eru 2%. Siguröur J. Líndal ræddi mál Stofnlána- deildar og nýtt lánajöfnunargjald. Stefán Valgeirsson rakti sögu verðtrygg- inga í Stofnlánadeild frá 1970 og töku stofn- lánadeildargjalds og lánajöfnunargjalds. Stefán studdi tillöguna. Hún var samþykkt samhljóða. FREYR 589 4

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.