Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 26

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 26
Jón Kr. Magnússon flutti 5. tillögu lána- málanefndar. Sveinn Guðmundsson óskaði orðalags- breytinga, og var það tekið til greina. Tillagan var þá þannig: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 ítrekar fyrri kröfur um úrbætur varðandi rekstrar- og af- urðalán til bænda. Sérstaklega vill fundurinn benda á, að sett tak- mark ríkisstjórnarinnar í þeim efnum er enn víðs fjarri. Fundurinn leggur því rfka áherslu á, að tekið verði fullt tillit til tillagna afurðalánanefndar frá síðasta vetri um, að hluti uppgjörslána verði eftir- leiðis færður fram og greiddur út með afurðalán- um í desembermánuði. Samþykkt samhljóða. Unnsteinn Eggertsson flutti þessasíðustu tillögu lánamálanefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 beinir þeirri áskorun til stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins, að Byggðasjóður láni til uppbyggingar á þeim svæðum, sem skortur er á landbúnaðar- afurðum, og að einstökum byggðarlögum, sem höllum fæti standa, sé veitt aðstoð til að tryggja þar eðlilega búsetu. Fundurinn telur, að góð reynsla sé þegar fengin af slíkri aðstoð. Þá krefst fundurinn þess, að sinnt verði áður framkomnum óskum Stéttarsambandsins um, að sjóðurinn taki upp nýjan lánaflokk, er veiti sér- staka aðstoð þeim bændum, sem hefja búskap. Samþykkt samhljóða. Þá flutti Sigurður Sigurðsson tillögu alls- herjarnefndar um byggingarlög og bygg- ingafulltrúa, en nefndin hafði haft hana til nýrrar meðferðar. Hún var svo: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 beinir því til stjórnar Stéttarsambandsins og Búnaðar- félags íslands að athuga, hver áhrif ný bygg- ingarlög hafa á aðstöðu bændastéttarinnar og á hvern hátt hægt er að koma við nýju skipulagi á ráðningu byggingafulltrúa í sveitum. Stefán Valgeirsson taldi, að hér þyrfti skjótra aðgerða, og vildi fela þær sýslu- nefndum og búnaðarsamböndum. Böðvar Pálsson taldi seinvirkt að skjóta þeim til sýslunefnda. Framsögumaður skýrði sjónarmið nefndarinnar. Gunnar Guðbjartsson studdi tillöguna og taldi eðlilegt, að búnaðarsamböndin beittu sér í þessum efnum. Magnús Sigurðsson sagði frá fyrri af- greiðslu Búnaðarþings á þessi máli. Síðan var tillagan samþykkt samhljóða. Sigurður Sigurðsson fiutti einnig þessa tillögu allsherjarnefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 felur stjórn sambandsins að láta kanna ítarlega verð- breytingar, sem orðið hafa á söluverði bújarða í hlutfalli við breytingar á söluverði fasteigna í þétt- býli með það fyrir augum, að framreikningur fast- eignamats geti verið annar á bújörðum en á öðr- um fasteignum í landinu. Jafnframt þarf að kynna bændum nauðsyn þess að aðgreina í sölusamningum jarða verð íbúðar frá verði á öðrum hlutum eignarinnar. Samþykkt samhljóða. GrímurB. Jónsson lagði fram þessatillögu allsherjarnefndar, sem var breytt frá fyrri gerð: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 telur, að aukin framleiðsla grasköggla og annars inn- lends fóðurs sé stórmál fyrir landbúnaðinn. Leggur fundurinn áherslu á, að tillögur fóður- iðnaðarnefndar, sem hún skilaði í febrúar 1977 um uppbyggingu graskögglaverksmiðju og verðjöfnun á graskögglum, verði samþykktar, og skorar á landbúnaðarráðherra að vinna að fram- gangi þeirra svo fljótt sem kostur er á. Samþykkt samhljóða. 14. Tillögur laganefndar. Sigurður Þórólfsson flutti þessa tillögu lag- anefndar um skattlagningu á bændur: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 telur, að ýmis ákvæði laga nr. 40/1978 um tekju- og eignaskatt geti leitt til skattlagningar á bændur umfram aðra skattgreiðendur. Fundurinn beinir því til stjórnar Stéttarsam- 590 FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.