Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 27

Freyr - 15.09.1979, Page 27
Fjárhagsnefndin að Ijúka störfum. Pað var ekki svo erfitt að gera tillögur um það hvernig tekjum Stéttarsam- bandsins skyldi varið á næsta ári. Her sjást þeir Sigurður á Efralóni, Sigurjón í Traðarkoti, Júlíus í Norðurhjáleigu og Sigurður á Lækjamóti. bandsins, að hún láti kanna skattalögin að því, er þetta snertir, og geri kröfur um réttmætar leiðréttingar eftir því, sem hún telur ástæðu til. Samþykkt samhljóða. Breytingar á samþykktum Stéttarsam- bands bænda. Helgi Jónasson gerði grein fyrir tillögum laganefndar um þetta efni, en þær væru að mestu byggðar á tillögum milli- fundarnefndar, en þær hafa fyrir nokkru verið kynntaröllum stéttarsambandsfulltrú- um. Tillögur laganefndar voru svo: 3. gr. orðist svo: í hverju búnaðarfélagi skal annað hvert ár kjósa þrjá menn, er mynda skulu trúnaðarmannaráð innan hverrar sýslu. Þeir nefnast kjormenn og samkomur þeirra kjörmannafundir. Nú eru fleiri búnaðarfélög en eitt í sama hreppi, og kjósa þau þá þrjá menn sameiginlega. í búnaðarfélögum, þar sem 3—8 menn hafa kosningarrétt og kjörgengi samkv. 6. gr., skal þó kjósa tvo kjörmenn, en þar, sem færri en 3 eru, skulu þeir kjósa með nálægu búnaðarfélagi sam- kvæmt ákvörðun viðkomandi búnaðarsambands. Verkefni kjörmanna er: a) Að kjósa fulltrúa á fundi Stéttarsambandsins nema annað verði ákveðið, sbr. ákvæði b-liðar 5. gr. b) Að vera trúnaðarmenn sambandsins gagnvart félagsmönnum og félagsmanna gagnvart því. Þeim ber að kynna félagsmönnum sínum þær upplýsingar um verkefni sambandsins, sem stjórn þess og aðalfundarfulltrúar.leggja fyrir þá á fundum eða á annan hátt. Þeim ber og að koma á framfæri við nefnda aðila þeim erind- um, sem félög þeirra vilja bera fram, og að vinna að sem nánustum tengslum milli stjórnar Stéttarsambandsins og bænda almennt, einnig að stuðla að vakandi stéttar- vitund meðal bænda. 4. gr. orðist svo: Stjórnir búnaðarsambandanna boða til kjör- mannafunda, skulu þeir boðaðir formönnum búnaðarfélaganna með minnst fjögurra daga fyrirvara, og er slík boðun fullgild, hvort heldur er FREYR 591

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.