Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 36

Freyr - 15.09.1979, Side 36
send stjórn Seðlabanka íslands og land- búnaðarráðherra. Ráðherra skipaði í nóvember nefnd til að fjalla um þessi mál. Nefndin skilaði áliti í febrúar um afurðalánin. Þar var um að ræða tillögur í fjórum liðum: a. Að ríkið greiði útflutningsbætur jafn- óðum og reikningar berast, á meðan bótaréttur er fyrir hendi, þó fjárveiting sé þrotin. b. Að vaxta- og geymslugjöld kjöts séu greidd fyrir fram mánaðarlega eftir birgðaskýrslum, en ekki eftir á, þegar sölureikningum er skilað, svo sem - verið hefur venja. Þetta hvort tveggja fékk framgang í vetur og var þar með náð fram sam- þykkt síðasta aðalfundar í þessu efni. c. Að hluti uppgjörslána, um 800 millj- ónir króna, verði greiddur í desember til hækkunar afurðalánum þá. d. Að afurðalán breytist við breytta verðskráningu birgða. Þessir tveir síðari liðir fengust ekki fram- kvæmdir í vetur, en vonandi verður breyting á því í haust. (Fskj. II). Hinn 22. maí í vor skilaði nefndin tillög- um um rekstrarlánin á þessu ári. Þær tillögur fólu einungis í sér, að Seðlabankinn breytti ákvörðun sinni frá í mars í vetur varðandi rekstrarlánin á þann veg, að þau yrðu hækkuð í sam- ræmi við hækkað verðlag frá fyrra ári og einnig yrði tekið tillittil aukinssláturfjár- fjölda á síðasta hausti frá því, sem var 1977. Þessar leiðréttingar fengust, en ekkert fram yfir það. 8. Tillagan um bústofnskauplánin var send Stofnlánadeild, stjórn Byggðasjóðs og landbúnaðarráðherra. Jarðakaupalán Stofnlánadeildar eru nú 3 milljónir króna að hámarki með 1 % vöxtum og fullri verðtryggingu miðað við byggingavísitölu. Byggðasjóður hefur ekki sinnt þessum beiðnum um lánafyr- irgreiðslu. Bústofnskaupalánin eru veitt eftir Formaður Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli flytur skýrslu sína. sömu reglum og á síðasta ári, þ. e. til þeirra, sem byrjað hafa búskap þrjú síð- ustu ár, og lánað er út á skattmatsverð 175 kinda eða 9 kúa. Þessi lán eru veitt með verðtryggingu og 2Vz% vöxtum. 9. Tillagan um, að bændum yrði heimilað að breyta lausaskuldum í föst lán, var send landbúnaðarráðherra með ósk um að afgreiðslu málsins yrði hraðað. Ráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að vinna að undirbúningi að framkvæmd málsins. í nefndinni sátu Stefán Valgeirsson, Árni Jónasson og Bjarni Bragi Jónsson. Nefndin kannaði tiltæk gögn, sem voru hjá Stéttarsambandinu o. fl. Hún undirbjó lagafrumvarp um þetta efni. Frv. var lögfest á Alþingi í maí sl. Lánareglur voru ákveðnar þær, að lánin mættu vera til allt að 10 ára, verðtryggð, en án vaxta utan 1/2% þjón- ustugjald til Veðdeildar Búnaðarbank- ans, sem mun annast framkvæmdir málsins. Rétt til þessarar fyrirgreiðslu hafa bændur þetta ár og ef til vill lengur, ef 600 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.