Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 37

Freyr - 15.09.1979, Side 37
þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði þau, sem gerð eru til þeirra, sem rétt eiga á þessari fyrirgreiðslu. 10. Tillagan um fæðingarorlof kvenna var send tryggingamálaráðherra með ósk um, að aðgerðum yrði hraðað. Mál þetta var rætt við ýmsa alþingismenn og einnig landbúnaðarráðherra í sambandi við svokallaðan ,,félagsmálapakka“ á síðasta hausti. Þá var gefið fyrirheit um úrlausn málsins, sem enn er þó ekki komið fram. 11. Tillagan um blöndun erlendrar ullar í ís- lenska ull og mótmæli gegn útflutningi á lopa og ullarbandi var send iðnaðar- ráðuneytinu. Þá var rætt við Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins um gerð merkis á hreinar ullarvörur. Engin niðurstaða er enn komin í því máli. 12. Tillagan um markaðsmál varsend mark- aðsnefnd og landbúnaðarráðherra, og hefur mikið verið fjallað um þau mál á þessu ári, m. a. af markaðsnefnd. 13. Tillaga um breytt samningsform um kjaramál bænda var tekin upp í frv. til laga um breytingu á Fram- leiðsluráðslögunum, sem fulltrúar í svo- kallaðri „laganefnd", þeirri, er landbún- aðarráðherra skipaði 26. maí 1976, höfðu gert. Frv. til breytinga á Fram- leiðsluráðslögunum var skilað til land- búnaðarráðherra um mánaðamótin febrúar-mars í vetur. Nefndin klofnaði og skiluðu fulltrúar A. S. í. og Vinnuveitendasambandsins séráliti og tillögum, sem gengu í aðra átt um sex meginatriði laganna en fram- leiðendafulltrúarnir vildu. Þessi atriði voru: A. Samningsformið. B. Kaupviðmiðunin. C. Gildissvið laganna. D. Um sjóð til styrktar búsetu. E. Um verðjöfnunarákvæði. F. Um útflutningsbótarétt bænda. í öllum þessum efnum vildu fulltrúar vinnumarkaðarins þrengja rétt bænda og fella sumt út úr lögunum, eins og um verðjöfnun, útflutningsbæturnar í áföngum, styrktarsjóðinn að öllu og láta lögin ekki ná yfir aukabúgreinarnar. Þeir lögðu til, að samningsformið yrði endurnýjun á sexmannanefndarkerfinu með oddamanni frá ríkinu. A. S. í. og B. S. R. B. tilnefndu neytendafulltrúana. Um málið varð ekki samstaða í ríkis- stjórninni. Tillögur þessar voru kynntar á auka- fundi Stéttarsambands baénda í apríl sl., og lýsti fundurinn yfir stuðningi við frv., er landbúnaðarráðherra hafði látið gera, í meginatriðum byggt á tillögum fram- leiðendafulltrúanna og formanns laga- nefndarinnar. Þó voru gerðar minnihátt- ar breytingar við nokkrar greinar. Tillögur aukafundarins voru sendar landbúnaðarráðherra. Málið fóraldrei fyrir Alþingi fullmótað. En ákvæðið um samningsformið varflutt á Alþingi seint á þingtímanum af land- búnaðarráðherra, en hlaut ekki af- greiðslu. 14. Tillagan um aukinn stöðugleika í niður- greiðslum ríkisins var send fjármálaráð- herra, viðskiptaráðherra og landbún- aðarráðherra. Stjórn Stéttarsambandsins hefur unnið að því, að niðurgreiðslum yrði ekki breytt í stórum stökkum, og hefur reynt að fá viðurkenningu þess sjónarmiðs, að þær verði fastur hundraðshluti af verði búvara. Það er nú svo komið, að það kostar ríkissjóð meira í launagreiðslum að minnka niðurgreiðsluren að halda þeim óbreyttum. Þetta mál hefur ekki verið skoðað nógu alhliða af stjórnvöldum, og því er ákvörðun og framkvæmd niður- greiðslna svo ruglingsleg og henti- stefnukennd sem raun er á. Þetta er eitt af þeim málum, sem verð- ur að leysa og er nátengt úrlausn svo- FREYR 601

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.