Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 39

Freyr - 15.09.1979, Side 39
ræðu og skoðunar með það í huga, að búfræðinám veiti einhver réttindi þeim, sem því Ijúka. 22. Tillagan um auknar leiðbeiningar og ráðgjöf við frumbýlinga var send stjórn Búnaðarfélags íslands. 23. Tillaga um að mótmæla sameiningu Búnaðarbanka íslands og Útvegsbanka íslands var send ríkisstjórninni og Bún- aðarbankanum. 24. Tillagan um húsnæði Landssambands veiðifélaga var send stjórn Bændahall- arinnar, sem leysti málið I samráði við eigendur hússins með því, að Lands- sambandið fékk herbergi á 3. hæð Bændahallar. Ber mér að þakka farsæla lausn þess máls. 25. Tillagan um stjórnunaraðgerðir bú- vöruframleiðslu fór til landbúnaðar- ráðherra. Málið var til meðferðar fyrst hjá ríkis- stjórninni, og var frumvarp um þetta efni að mestu byggt á sjömannanefndartil- lögunum lagt fyrir Alþingi af landbún- aðarráðherra í desembermánuði. Alþingi var lengi með málið til með- ferðar. Það var sent öllum búnaðarsam- böndum til umsagnar og tók það síðan allmiklum breytingum í meðferð Al- þingis. Lagagrein um þetta efni var samþykkt þar 6. aþríl. Síðan var samið uppkast að reglugerð við lögin, sem var lagt fyrir aukafund sambandsins 25.—26. apríl. Fundurinn vísaði til Framleiðsluráðs að ganga frá endanlegum tillögum að reglugerðinni. Framleiðsluráð tók reglugerðina til afgreiðslu á fundi 8. júní og breytti nokkrum atriðum og ákvað síðan að senda hana að því búnu til landbún- aðarráðherra til staðfestingar. Reglu- gerðin var tekin til mjög nákvæmrar skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Ráðuneytið óskaði breytinga á nokkrum minniháttar atriðum, og var um þau at- riði haft samráð við Framleiðsluráð og Stéttarsambandið. Þó að reglugerðin sé frágengin, þá er eftir að ákveða, hvaða þættir hennar verða framkvæmdir og hvenær. Þá hef ég getið helstu samþykkta síðasta aðalfundar og hverja meðferð þær ályktanir hafa fengið hjá stjórninni. dnnur mál. Skattamál. Stjórn Stéttarsambandsins hafði afskipti af lagasetningu um álagningu auka- skatts á bændur á sl. hausti. Sú skattlagning var með mjög sérstæðum hætti. Bændur voru skattlagðir öðruvísi en flestir aðrir starfshópar í þjóðfélaginu. Þeir voru skattlagðir eins og atvinnurekendur, þó þannig, að þeim voru reiknuð fyrst laun til frádráttar brúttótekjum af landbúnaði í hlutfalli bústekna á móti tekjum af verð- lagsgrundvallarbúi, og voru þessar áætluðu tekjur síðan einnig skattlagðar sér og ekki leyfður persónufrádráttur eins og hjá launþegum. Þannig gátu bændur bæði fengið skatt á heildartekjur búrekstrarins og hin reiknuðu laun. Reynt var að fá þessum lagaákvæðum breytt á þann veg, að bændur ættu rétt á persónufrádrætti eins og launþegar. Sá frá- dráttur var 3.7 milljónir króna fyrir hjón, 2.8 milljónir fyrir einstakling og 220 þúsund krónur fyrir hvert barn. En Alþingi vildi ekki taka óskir Stéttarsambandsins í þessu efni til greina. Slíkt fágæti í lagagerð um skattlagningu hefur aldrei áður verið gert og hefur þó margt skrítið skeð í því efni. Álagður skattur á bændur samkvæmt þessum lögum var kr. 97.789.530,- af at- vinnurekstri, kr. 2.413.086,- af launum og kr. 33.187.832,- sem eignaskattsauki. Þá var einnig veitt umsögn til fjármála- ráðuneytisins um hugmyndir að stað- greiðslukerfi skatta og bent sérstaklega á vandkvæði þau, sem eru á því að beita slíku gagnvart bændum — vegna sérstöðu þeirra FREYR 603

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.