Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Síða 43

Freyr - 15.09.1979, Síða 43
Ég hef verið tilnefndur í stjórn Lífeyrissjóð bænda, í stjórn Samvinnuferða og í nefnd til að kanna stöðu Stofnlánadeildarinnar. Árni Jónasson í nefnd til að fjalla um lausaskuldamálin og ýmislegt fleira. • Á síðasta ári var ákveðin gerð bréfhauss og merkis fyrir samtökin, og er það burstabær og felldir í stafna hans stafirnirS. B. Er merki þetta teiknað af Jóni Kristinssyni, bónda í Lambey, og þykir hið smekklegasta. Bændafundir o. fl. Mjög mikið hefur verið um bændafundi í vet- ur og mættum við Árni á þeim nær öllum. Á þessum fundum var einkum rætt um svo- kallaða offramleiðslu búvara og aðgerðir til stjórnunar á framleiðslunni. Komu margar tillögur frá þessum fundum, og eru þær um margt ósamhljóða og bera með sér þau margbreytilegu sjónarmið bænda, er fram hafa komið um þessi mál. Margar þessara tillagna koma nú fyrir þennan fund. Mjög væri æskilegt, að bænd- ur lærðu það, að sambandið er málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum og jafnframt, að staða stéttarinnar væri miklu sterkari út á við, ef einstakir bændur hættu að rægja samtök sín og að vinna á bak við þau, en í staðinn kæmu þeir sjónarmiðum sínum á framfæri innan samtakanna og hlíttu síðan meirihluta ákvörðunar þeirra um einstök at- riði. Ég hef beyg af því, að Stéttarsambandið verði klofið niður í hagsmunahópa og áhrifalitlar einingar, ef svo fer fram sem verið hefur undanfarin tvö til þrjú síðustu ár um þetta efni. Stjórn sambandsins hefur rætt um, með hvaða hætti mætti bæta nýtingu innlends búvörumarkaðar frá því, sem verið hefur. í því sambandi hefur verið farið fram á breyt- ingu reglugerðar um kvöldsöluverslanir á þann veg, að leyft verði að selja þar mjólkur- vörur, a. m. k. þær geymsluþolnu. Von er til, að einhver árangur verði af þessari viðleitni, þó seint gangi. Þáhefurverið rætt, hvortsláturhúsin gætu ekki gert meira til að selja kjöt og slátur í sláturtíðinni með markaðsfyrirkomulagi. Ákveðið hefur verið að gefa út bækling til að kynna landbúnaðinn. Væri hann einkum ætlaður til dreifingar í skólum og þá sér- staklega á meðal nemenda í framhaldsnámi. Mikil vinna var lögð í það í vor að greiðafyrir, að undanþága fengist fyrir flutning kjarn- fóðurs til landsins og um landið á verkfalls- tímanum frá því í apríl fram í júnímánuð í vor. Kjarnfóðurþörfin var mikil á þessum tíma og meiri en venja hefur verið vegna vor- harðindanna. Hafísinn truflaði flutninga til Norðurlands vikurnar fyrir verkfallstímann. Því varð þetta enn stærra mál. Tiltölulega gott samkomulag varð við verkfallsaðilana um þetta og leystist það vonum framar, að vísu með mikilli vinnu. Vorharðindin. Vegna vorharðindanna og til að gera tillögur til úrlausnar fjárhagsvanda, er þau ollu, var skipuð sérstök nefnd af landbúnaðar- ráðherra. Jón Guðmundsson á Óslandi var fulltrúi sambandsins í nefndinni. Ingi Tryggvason var formaður hennar. Bráðabirgðatillögur hennar um fjár- hagsaðstoð við illa stæða bændur komu fram í júnímánuði. Tillögurnar eru um það, að Bjargráðasjóði verði útvegað fé til að lána illa stæðum bændum vegna aukins fóðurkostnaðar í vor að mati Búnaðarfélags íslands. Áætlað er af nefndinni, að fjárþörfin sé allt að 450 millj- ónir króna og auk þess 30—40 milljónir til heyflutningastyrkja. Þá er gert ráð fyrir, að sjóðurinn bæti afföll af búfé að venju með eigin fé. FREYR 607
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.