Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 51

Freyr - 15.09.1979, Page 51
3. Hin almenna verðbólga, sem kemur verst við landbúnaðinn og eykur á óvissu um sölu búvara. Ég vil vona, að bændur geti með góðri samstöðu og sterkum rökum fengið aðstoð við lausn þessara vandamála, enda taki stjórnvöld raunhæft á vandanum. Þessi fundur verður að fjalla um þessi vandamál og taka afstöðu til ýmissa tillagna með hliðsjón af þeim vanda, sem við blasir. Þar á meðal verður fundurinn að ákveða, hvaða heimildir skuli nota til fram- leiðslustjórnunar og hvenær hverri þeirra verði beitt. LOKAORÐ. Umsvif í starfi Stéttarsambandsins aukast með hverju ári. Það eru sífellt fleiri og fleiri aðilar, sem leita til þess með beiðni um að- stoð við lausnir ólíklegustu mála. Auk þess, sem félagsstarfið sjálft krefst síaukinnar vinnu. Bændafundum fjölgar ár frá ári. Nú í vetur og sumar hef ég mætt á tveimur til þremur fundum í öllum sýslum landsins. Bréfaskriftir aukast bæði til fulltrúa á fund- um og einstaklinga, sem óska ýmissa upp- lýsinga. Og samskipti við önnur félaga- samtök og ýmsar opinberar stofnanir aukast einnig. Ég er ákaflega óánægður með dóma í blöðum og fjölmiðlum, dóma, sem ég kalla sleggjudóma, um, að forysta Stéttarsam- bandsins standi ekki í sambandi við bændur og fylgist ekki með málum þeirra og kjörum. Það fólk, sem slíkt fullyrðir, veit blátt áfram ekkert um félagsstarfsemina sjálft og talar af fullkominni vanþekkingu. Þetta kemurm. a. fram í könnun á „viðhorfi kvenna í sveit“, er Hvanneyrarskóli lét fram- kvæma árin 1976 og 1977. Þar koma fram furðulegir sleggjudómar, bæði hjá þeim, sem framkvæma könnunina, t. d. á bls. 9 í fjölriti skólans nr. 31, og eins hjá þeim konum, sem spurðar voru, enda aðeins tvær þeirra, sem segjast hafa mætt á búnaðar- félagsfundum. Sé niðurstaða þessarar könnunar rétt sýnishorn af viðhorfum kvenna almennt, sem ég vefengi, þá er ekki von á, að þær viti mikið um félagsmál bændastéttarinnar. Og þá þurfa konur að gerast virkari í félags- starfinu, ef breytingar eiga að verða. Valdið er í þeirra eigin höndum í þessu efni, en að sjálfsögðu eiga bændur að hvetja þær til virkari þátttöku. Ég vil vona, að bændastéttin og sveita- fólkið geri sér nú orðið Ijóst, að því er nauð- syn á sterkri samstöðu, ef það vill tryggja framtíð sína í sveitunum. Með þeim hætti verður stéttin áhrifameiri út á við og miklu áhrifameiri en nú, þegar sífellt er fluttur róg- ur um forystu hennar og alið er á tortryggni í hennar garð. Að lokum þakka ég stjórnarmönnum og framleiðsluráðsmönnum öllum mjög gott samstarf á liðnu ári. Jafnframt þakka ég starfsmönnum sam- takanna farsælt starf. Ég óska svo fundinum farsælla starfa og vona, að hann finni lausnir á þeim vanda- sömu málum, er bíða hans. Fylgiskjöl Utdráttur Fskj. I Könnuð voru áhrif haustbeitar á kjötgæði dilkafalla. Lömbunum var skipt i 6 aðalflokka, þ. e.: A-flokkur—fóðraður inni á fitublönduðum gras- kögglum B-flokkur—fóðraður inni á næpum og næpukáli. C-flokkur—beitt á fóðurkál. D-flokkur—beitt á næpur. E-flokkur—beitt á rýgresi. F-flokkur—slátrað beint af fjalli í byrjun tilraunar. C, D, E flokki var slðustu vikuna skipt í 3 undirflokka, þ. e. 1. áfram á grænfóðri 2. innifóðrun 3. háarþeit. Næstþyngsti og næstléttasti skrokkur úr hverjum flokki eða undirflokki voru teknir til kjötgæðarannskóknar, sem fól í sér: (1) Krufning falla í vöðva, fitu og bein. (2) Bragðþrófanir á vöðva og fitu. (3) Fitusýrugreining vöðva og fitu. (4) Almennar efnagreiningar á lifrum og vöðva. FREYR 615

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.