Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 64

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 64
upplýsinga um franska markaðinn. Einnig hefur Albert Guðmundsson tekið að sér að kanna möguieika okkar í Frakklandi. Austuríönd nær: Allmargarfyrirspurnir hafa boristfrá pessum löndum um lambakjöt. Nýsjálendingar hafa verið mjög ráðandi á þessum mörkuðum og selja fryst kjöt og lifandi fé þangað. Hins veg- ar hefur Iran verið lokað að undanförnu, en það hefur verið stærsti markaðurinn. Ekki er enn að vita, hvort einhver söluár- angur næst í þessum löndum hvort kjötið er að smekk fóiksins eða verð þannig, að við- unandi sé, miðað við aðra kosti. Banúaríki norður- Ameríku. Neysla á kindakjöti er mjög lítil á mann, mis- jöfn eftir svæðum, en mest á austurströnd- inni. Kindakjöt er dýrasta kjöttegundin, fryst kjöt er lægra en kælt. Innlend framleiðsla er nær eingöngu seld fersk. Lömbin eru fituð á maís, sem gerir kjötið gríðarlega feitt og safamikið. Það er því gjörólíkt íslensku kjöti. Skrokkarnir eru mun stærri, oft 30—35 kg. Bandaríska fyrirtækið Greenebaum, sem keypti ferskt kjöt sl. haust héðan, hefur boð- ist til að aðstoða við frekari verslun á kjöti og kjötafurðum. í ráði er að flytja út kæít kjöt þangað nú í haust í flugi, og áhugi á að reyna útflutning á frosnu kjöti í vetur, en það veltur að sjálf- sögðu á verði. Einnig hefur þetta fyrirtæki boðisttil að aðstoða viðframleiðslu á unnum kjötvörum, t. d. lambaskinku. Starfsmaður nefndarinnar og Gunnlaugur Björnsson frá Búvörudeild SÍS munu fara utan í september til að ræða þessi mál frekar við fyrirtækið Greenebaum. Nefndin hefur ekki kannað önnur mark- aðssvæði en að framan getur. Þó berast fyrirspurnir af og til um kjöt til markaðs- nefndar eða Búvörudeildarinnar. Er þeim að sjálfsögðu svarað eftir bestu getu og gefnar verðhugmyndir. M. a. hefur nýlega borist fyrirspurn frá Japan um veró á íslensku dilkakjöti. ÚTFLUTNINGUR Á FERSKU KJÖTI. í ráði er að halda áfram tilraunum með út- flutning á kældu kjöti í haust. Verður vænt- anlegaflutt til Danmerkurog Bandaríkjanna. Ekki liggur enn fyrir um magnið, sem fer eftir verðinu, en vonast er til að geta flutt út 50—60 tn. til hvors lands fyrir sig. Þá hefur markaðsnefndin komið á tilraun með framleiðslu páskalamba, sem ætlunin er að selja DAT-Schaub/lrma fyrir næstu páska. Hafa nú rúmar 30 ær fengið eftir hor- mónameðferð og ætlast til, að þær beri um áramót. Einnig erfyrirhugað aó safna nokkr- um síðsumarfæddum lömbum til eldis í vetur. Þessi tilraun fer fram í samvinnu við Gunnarsholtsbúið, og hefur Ólafur Dýr- mundsson annast hormónameðferð og ann- að þar að lútandi fyrir nefndina. Líkur benda til, að verulega gott verð geti fengist fyrir mjög takmarkað magn, en ekki er enn vitað, hver aukakostnaður verður við fram- leiðsluna. Segja má, að þessar tilraunir með útflutn- ing á kældu kjöti séu liður í könnun á leng- ingu sláturtíma (og burðartíma), en segja má, að sú regla gildi, að því fyrr, sem hægt er að bjóða ferskt kjöt til sölu á almanaksárinu, því hærra verð sé í boði, ÚTFLUTNINGUR Á HEYI. Á sl. vori var keypt hingað til lands bindivél, sem bindur í stórbagga, 700 kg. Stéttarsam- bandið hefur lagt fram fé til kaupanna, en kaupverð var um 6,5 millj. kr. ásamt vara- hlutum_og nokkru garni. Vélin hefur verið staðsett í Eyjafirði, en lítið verið notuð, vegna ótíðar. Ekki hafaverið gerðar athuganir með útflutning á heyi nú vegna takmarkaðs heyfengs. Nokkirtugirtonna munu þófaratil Færeyja frá bændum á Héraði. 628 FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.