Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 65

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 65
ÚTFLUTNINGUR MJÓLKURVARA. Ostaútflutningur til Bandarík}anna hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að úthluta ákveðnum kvótum til einstakra landa. Þannig hefur ísland fengið 620 tn. kvóta, en þyrfti 2500 tn. eins og útflutningsþörfin hefur verið. Ekki er séð fyrir, hvort tekst að fá leiðréttingu á þessu. Verði það ekki, er það mjög alvarlegt fyrir okkur, því Bandaríkja- markaðurinn er langmikilvægasti mark- aðurinn fyrir osta. Osturinn hefur selst mjög vel að undan- förnu. Eins og nú horfireru líkurásamdrætti í mjólkurframleiðslu næsta vetur, sem gæti haft í för með sér samdrátt í ostaframleiðslu. Það er mjög bagalegt, ef draga þarf mjög úr útflutningi, því langan tíma tekur að vinna upp markað. Kemur mjög til greina að flytja inn smjör, svo hægt verði að framleiða ost til útflutnings, ef samdráttur verður mikill í mjólkurframleiðslu. SALA KINDAKJÖTS INNANLANDS. Á vegum nefndarinnar hefur nokkuð verið unnið að tillögugerð um sölustarfsemi á innlenda markaðnum. Undanfarin ár hefur neyslan innanlands verið mjög breytileg, allt eftir niðurgreiðslum. T.d. er salan, það sem af er þessu ári, um 17% meiri miða við sama tíma í fyrra. Neysla á kindakjöti er afarmikil hér, og eigum við heimsmet á þessu sviði miðað við íbúa. Landið er vafalaust best fallið til fram- leiðslu á kindakjöti og er því mikilvægt, að það haldi hlut sínum í neyslunni. Ekki er talið, að neysla á kindakjöti muni aukast hlutfallslega, því neytendur óska eftir meiri fjölbreytni í fæðuvali, og má því ætla, að aukin kjötneysla komi á aðrar kjöttegundir. Neysla unninna kiötvara fer vaxandi. og ber að legg'ja áherslu á kindakjöt sem uppi- stöðu í slíkum vörum. Markaðsnefndin telur, að vinna þurfi að eftirfarandi atriðum nú í náinni framtíð: 1. Reyndarverði nýjungarí þörtun kjötsfyrir neytendur þannig, að úrval aukist. Jafn- framt verði hannaðar smekklegar um- búðir með leiðbeiningum og tillögum um matreiðslu. 2. Gefnar verði út leiðbeiningar um meðferð og matreiðslu kindakjöts. 3. Kindakjöt (og annað kjöt) verði auglýst í fjölmiðlum. 4. Dilkakjöt verði boðið til sölu ferskt í slát- urtíðinni til þess að auka á fjölbreytni. Takist að ná upp sölu á fersku kjöti, gæti opnast möguleiki á að lengja sláturtíð og þar með aukanýtingu sláturhúsanna. 5. Lögð verði aukin áhersla á framleiðslu vinnsluvara úr kindakjöti. 6. Reynt verði að auka sölu á kindakjöti á haustin til þess að fáafurðaandvirðið sem fyrst til bænda. 7. Verðhlutföll dilkaskrokksins verði í samræmi við eftirspurn eftir einstökum hlutum. LOKAORÐ. Auk þeirra atriða, sem að framan er getið, hefur markaðsnefndin unnið nokkuð að at- hugunum ánýtingu innmatarog aukaafurða. M.a. er unnið að öflun sambanda til að kaupa kirtla o. fl. Ekki er hægt rúmsins vegna að fjalla nánar um þessa þætti. Þá má geta þess, að tilraunir eru í gangi með kæfusölu og sölu á öðrum unnum af- urðum úr kindakjöti. Ekki verður séð á þessu stigi, hvort einhverjir möguleikar eru á þessu sviði, en reynt verður áfram. Það kemur mjög glöggt fram í yfirlitinu í upphafi þessarar greinargerðar, að við- skiptakjöt í útflutningi búvara hafa versnáð mjög hin síðari ár. Veldur þar mestu: 1. Taumlaus verðþensla. 2. Auknar niður- greiðslur í Noregi og Svíþjóð (verðstöðv- FREYR 629
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.