Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 66

Freyr - 15.09.1979, Page 66
un í Svíþjóð). 3. Síhækkandi tollar í EBE- löndunum. Því má slá föstu, að vonlaust er að byggja upp varanlegan útflutning búvara við ríkj- andi aðstæður. Skráning erlends gjald- eyristekurekki mið af markaðsaðstæðum fyrir búvörur, heldur aðeins af fisk- útflutningi. Staðan í útflutningsmálunum er nú sú, að aðeins fæst lítill hluti af skráðu verði fyrir útflutning. 10—15% erlendar verðhækk- anir eru eins og dropi í verðbólguhafinu hér, og þá er dregin sú ályktun, að ekki sé til neins að framleiða búvöru til útflutn- ings. Menn gleyma, að mestu valda inn- lendar aðstæður auk þeirra af erlendum toga, sem nefndar hafa verið. Með því að ráð bót á þessum atriðum og með aukinni hagræðingu í sauðfjárframleiðslunni væri hægtað stóraukaframleiðsluna með útflutning fyrir augum í stað þess að fækka bændum og draga saman. Enda þótt færa þyrfti eitthvert fjármagn á milli frá sjávarútvegi til búvöruframleiðslu í byrjun, væri vafalaust mjög jákvætt fyrir þjóðarheildina að gera það, því við mundum mjög draga úr áhættunni á skakkaföllum með aukinni fjölbreytni í útflutningi. Mjólkurframleiðslan minnkar. Áhrifa harðærisins er þegar farið að gæta í landbúnaðarframleiðslunni, Af þeim upp- lýsingum, sem Framleiðsluráð landbún- aðarins hefur aflað sér þegar þetta er skrifað, virðist sem mjólkurframleiðslan hafi verið 8—9% minni í júní en í sama mánuði í fyrra. í júní 1978 bárust 13.16 milljónir lítra til sam- laganna, en er nú í júní um 1.1 millj. lítrum minna. Af þessu leiddi, að smjörframleiðslan í júní varð 50tonnum minni en í sama mánuði í fyrra. Þróun í mjólkurframleiðslu frá áramótum hefur verið sem hér segir, miðað við sömu mánuði 1978: janúar 1979 7.4% aukning febrúar — 6.0% — mars — 1.2% — apríl — 0.7% — maí — 4.5% minnkun júní — 8.5% — Þessi gjörbreyting í mjólkurframleiðslunni mun hafa víðtæk áhrif sagði Pétur Sigurðsson, Framleiðsluráði landbúnaðar- ins, í viðtali við Frey. í byrjun þessa verð- lagsárs var búið að áætla, að mjólkin mundi vaxaum 6% áárinu, en nú líturútfyrirað hún minnki um 0.6—1 %. Allar áætlanir um mjólkurframleiðslu breytast, t. d. er fyrirsjáanlegt að flytja þarf mikið af rjóma og jafnvel neyslumjólk norð- an úr landi til þéttbýlisins á Suðvesturlandi í vetur. í byrjun þessa framleiðsluárs var talið að smjörbirgðir 1. sept. 1979 yrðu 400 tonnum meiri en sl. haust. Nú er Ijóst, að þær verða ekki meiri en í fyrra. Fóðurkorn. Menn ætla, að heildaruppskera fóðurkorns verði minni en í fyrra, en þá var hún 740 milljónir tonna. í Ameríku voru fóðurkorns- akrar 3% minni í ár en í fyrra. Sveinn Hallgrímsson aftur tii starfa hjá Bf. íslands. Sveinn Hallgrímsson, sauðfjárræktarráðu- nautur, er nú aftur kominn til starfa hjá Bún- aðarfélagi íslands. Hann hafði orloffrá störf- um hjá félaginu í 11/2 ár og vann þá hjá Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins sem ullar- og verkefnisstjóri. 630 FREYFS

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.