Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 67

Freyr - 15.09.1979, Side 67
Stj.tíð. B, nr. 348/1979. Reglugerð skv. lögum nr. 15/1979 um breytingu á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbún- aðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl. 1. gr. Merking orða í þessari reglugerð ersem hér segir: „Bú“ er notað um framleiðslueiningu bónda og maka hans og barna innan 16 ára aldurs, að viðbættri framleiðslu annarra sjálfstæðra framteljenda er lögheimili eiga á sömu jörð, en ekki eru sjálfir ábúendur eða aðilar að félagsbúi, svo og annars lögaðila fyrirtækis eða stofnunar. „Lögbýli" er eins og það er skilgreint í 1. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976 svohljóðandi: „Jörð eða lögbýli" nefnist í lögum þessum hvert það býli sem sérstaklega er metið til verðs í fasteignamati, með ákveðnum landamerkjum eða með ákveðnum tún- og engjamerkjum, ef um hjáleigu eða býli er að ræða sem hefur sameiginlegt beitiland með annarri jörð eða jörðum. Ennfremur verður býli að hafa það landrými eða búrekstrarað- stöðu, að það framfleyti minnst 10 kúgildum. Auk þess sé á landinu nauðsynlegur húsa- kostur til að nytja jörðina. Jörð sem ekki hef- ur verið setin í 2 ár eða lengur, telst eyðijörð og þó að hús séu fallin eða rifin, telst hún lögbýli nemajörðinni sé ráðstafaðtil annarra nota með samþykki sveitarstjórnar og jarða- nefndar, t. d. lögð til afréttar eða sameinuð annarri jörð. Jörð eða lögbýli teljast enn- fremur nýbýli, garðyrkjubýli og smábýli sem hlotið hafa samþykki jarðanefndar og stað- festingu landnámsstjórnar sem lögbýli. „Ærgildi" er ein vetrarfóðruð sauðkind. í nautgripum teljast ærgildi þannig; kýr 20 ærgildi, kelfd kvíga 12 ærgildi, vetrungur 8 ærgildi og kálfur 4 ærgildi. FREYR „Ærgildisafurð“ er magn kjöts, gæru, sláturs og ullar sem ein vetrarfóðruð kind skilarskv. landsmeðaltali þriggjasíðustu ára og eða tilsvarandi magn mjólkur og nautgripakjöts, miðað við verðmæti. Aðrar tekjur af landbúnaði metast til ærgildisaf- urða í krónutölu skv. skilgreiningu um heildarbúvöruverðmæti, „Framleiðandi" getur verið einstaklingur og einnig bóndi ásamt maka hans og börn- um þeirra o. fl. samkvæmt skilgreiningu um bú. 2. gr. Nú verður búvöruframleiðslan meiri en þörf er fyrir á innlendum markaði og ekki fást erlendir markaðir sem viðunandi teljast fyrir það sem umfram er, að mati Framleiðsluráðs landbúnaðarins og eru þá Framleiðsluráði, að fengnu samþykki fulltrúafundar Stéttar- sambands bænda og staðfestingu landbún- aðarráðherra, heimilar eftirfarandi tíma- bundnar ráðstafanir: a) Að ákveða mismunandi verð á búvöru til framleiðenda. í því sambandi er heimilt að ákveða framleiðendum fullt grund- vallarverð fyrir ákveðinn hluta fram- leiðslunnar, en útflutningsverð fyrir það sem umfram er. Settur verði kvóti í ærgildisafurðum fyrir framleiðslu sauðfjár- og nautgripa- afurða aðra hvora búgreinina eða báðar eftir því sem þurfa þykir á hverju lögbýli og fyrir þá framleiðendur utan lögbýla 631

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.