Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 75

Freyr - 15.09.1979, Side 75
ÁRTRÉSINS Prýðtim landíó—plöntam tijám! Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Skógræktarfélag íslands ákveðið að beita sér fyrir því að árið 1980 verði ár trésins á íslandi, og bundist um það samtökum við fjölmarga aðila — þar á meðal Búnaðarfélag íslands og Kvennfélagasambands íslands. • Stjórn Skógræktarfélags íslands hóf undir- búning að þessu snemma á árinu, og var þá meðal annars sent út meðfylgjandi kynning- arbréf. • Samstarfsnefnd um ,,ártrésins“ var komið á fót á fundi, sem haldinn var 22. maí. Þá voru einnig settar á laggirnar starfsnefndir til að vinna að framkvæmdinni á hinum ýmsu sviðum. • Hugmyndinni um ár trésins hefur hvarvetna verið vel tekið og munu, héraðs- skógræktarfélögin, hvert á sínu starfssvæði, nú leita samstarfs við þá aðila í hverju héraði, sem leggja vilja málinu lið. Leitað verður til búnaðarsambanda og búnaðarfélaga, auk sveitarstjórna. Freyrmun síðarsegja nánarfrá undirbúningi að ári trésins. Og ætlun er að birta leiðbein- ingar um trjárækt, gerð trjágarða og skjól- belta. Ár trésins 1980 Skógræktarfélag íslands verður 50 ára á næsta ári, og þá á einnig elsta héraðs- skógræktarfélagið, Skógræktarfélag Ey- firðinga 50 ára afmæli. í tilefni þessa hefur Skógræktarfélag islands ákveðið að beita sér fyrir því að árið 1980 verði ár trésins á íslandi og leitar það nú til nokkurra aðila, sem kynnu að vilja styðja þessa hugmynd og leggja henni lið. Hugmynd Skógræktarfélags íslands er að ár trésins verði undirbúið nú á þessu ári og að tíminn til næstu áramóta verði notaður til að undirbúa og gefa út fjölbreytt kynning- arefni, sem síðan yrði komið á framfæri fyrri hluta næsta árs. Þar yrði meðal annars lögð áhersla á eftirfarandi atriði: Að kynna öllum almenningi árangur skógræktar og skógverndar og trjáræktar hér á landi. Að kynna gildi þess að planta trjám til að fegra umhverfið og veita skjól. Að leiðbeina um trjáplöntun og trjárækt og gefa hugmyndir um skipulagningu trjágarða í kringum hús og önnur mannvirki. Að kynna þýðingu skjólbeltaræktunar og leiðbeina um hana. Síðast en ekki síst að hvetja einstaklinga til að taka á þessu ári virkan þátt í trjárækt og/ eða skógrækt með því að planta trjám eða skógarplöntum eftir því sem aðstæður hvers og eins leyfa. Einstaklingar yrðu hvattir til þess að fegra þannig í kringum híbýli sín. Félög yrðu hvött til að styðja að fegrun um- hverfis innan sinna starfssvæða. Opinberiraðilar, sveitarfélög og aðrirtil að fegra á hliðstæðan hátt svæði í kringum byggingar svo sem skóla og hverskonar FREYR 639

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.