Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 9
áhuga á því sem hér er að finna og sjá. Þeir velja sér veðrið til þess. Hins vegar finnst manni ótrúlegt hvað útlendingar láta sig oft hafa það að fara út á lón í vondu veðri, en þeir hafa heldur ekki nema þetta eina tækifæri. Hve lengi dagsins er opið hér? Yfir hásumarið er opið hér frá því kl 9 á morgnana til 9 á kvöldin en það teygist oft lengur fram eftir ef gott er veður; stundum er veitinga- salan opin til 10 á kvöldin yfir há- annatímann. Veitingaskálinn er op- inn til 10. september. Aðra tíma ársins vinnur Fjölnir við bókhald, uppgjör, viðhald á tækjum og annað en hefur jafnframt verið með skólaakstur. - Við höfum alltaf óskað þess að hafa eitthvert starf yfir veturinn, kannski minjagripagerð eða eitt- hvað því um líkt sem gæti skapað atvinnu fyrir það fólk sem vinnur hjá okkur á sumrin. Hvað vinna hér margir yfir sumarið? 15 manns, að okkur meðtöldum á vöktum; það eru ekki allir á staðn- um í einu. Það er aðallega ungt fólk úr sveitinni sem vinnur hér en okkur finnst vanta grundvöll fyrir heilsárs vinnu handa þessu fólki, til þess að það geti sest hér að. Og þá er alltaf einhver hugmynd að veltast í kollin- um á okkur að það væri gaman ef hægt væri að koma einhverri starf- semi á fót sem væri tengd ferðaþjón- ustunni t.d. einhverri framleiðslu. Ekkert hefur þó orðið úr því enn. Vinna börnin ykkar við ferðaþjónustuna? Já, tveir synir okkar; þeir eru búnir að vinna hérna alveg síðan um fermingu. Fjölnir kom nú af skipsfjöl og settist við borðið hjá okkur. Starf hans er aðallega siglingar á bátunum á lóninu og að skipuleggja þær. Aðspurður sagði Fjölnir: Oft er margt um manninn hérna á morgn- ana á sumrin, þegar 13-14 rútur koma fullar með ferðamenn. Stund- um kemur þetta svo að segja á sama tímanum, og þá reynir á að halda röð og reglu. Veitingaskálinn er fjögur hús sem standa hlið við hlið, fjórar einingar Bátsferðir á Jökulsárlóni eru eftirsóttar af ferðamönnum. og fjórar burstir. Hver eining var flutt á staðinn í heilu lagi á bíl og þeim raðað saman. Það tók 10 daga frá því húsið kom á staðinn þangað til við vorum flutt inn og byrjuð með starfsemi, segir Fjölnir. Það kom meira að segja dúkurinn á gólfunum. Fyrirtækið Veitingaskálinn var fluttur ífjórum einingum á staðinn. í honum er sölubúð, veitingaskáli, eldhús og geymsla. 6*94 - FREYR193

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.