Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 24
Greinctflokkur um hagfræði 4. grein Rekstrarhagfrœði í landbúnaði - nokkur undirstöðuatriði - Gunnlaugur Júlfusson, hagfrœðingur Stéttarsambands bœnda Inngangur. Nútíma landbúnaður er flókinn rekstur þar sem stilla þarf saman ólíka strengi þannig að mögulegt sé að ná þeim árangri sem nauðsynlegur er til að tryggja framtíð búsins. Landbúnaðurinn hefur á undan- förnum áratugum breyst úr vinnu- aflsfrekri atvinnugrein yfir í fjár- magnsfreka framleiðslu þar sem vélar og tækni gegna æ stærra hlut- verki. Þannig hafa áherslur í bú- rekstrinum breyst. Áður þurfti að stjórna fjölda vinnufólks sumar og vetur við störf á búinu til að rekstur- inn gengi eins og til var ætlast. Nú á tímum þarf styrka stjórn á því fjár- magni sem rennur í gegnum hendur bóndans þannig að settum mark- miðum sé náð. Um þetta snýst rekstrarhagfræði í landbúnaði eins og í öðrum atvinnugreinum. Á þeim tímum sem landbúnaður- inn er að ganga í gegnum þessi árin með minnkandi tekjur, aukna sam- keppni, erfiðari fjárhagsstöðu og aukna óvissu, þá verða bændur að taka í notkun þau tæki og nýta sér þá möguleika sem eru fyrir hendi til að hafa eftirlit með og stjórna fjárhag búsins. Markviss stjórnun sem sam- hæfir hinn líffræðilega þátt búanna, tæknilegu hliðina og þá fjárhagslegu er nauðsynleg miðað við núverandi rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Rekstrarhagfrœði, til hvers? Rekstrarhagfræðin á að auðvelda þeim sem reka fyrirtæki að finna svar við því hver lágmarksafkoma þess þarf að vera til að hægt sé að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þess og hvernig því marki verður náð. Peir sem gera kröfur til búsins eru t.d. eftirfarandi: Eigandinn - laun fjölskyldunnar. Gunnlaugur Júlíusson. Búið - kaup á rekstrarvörum, - endurnýjun eigna, stækkun og þróun, - viðhald húsa, véla og ræktunar. Lánadrottnar - afborganir af lánum, - vaxtagreiðslur af lánum. Samfélagið - skattar. Neytendur - gæði og verð. Til þess að standa undir fyrr- greindum kröfum, verður rekstri búsins að vera þannig fyrir komið að það taki tillit til þeirra krafna sem gerðar eru til þess. Það þýðir t.d. ekki að gera miklu hærri kröfur um einkaneyslu en búið getur staðið undir. Það stoðar heldur ekki að fjármagna háa einkaneyslu með því að taka fjármuni frá eðlilegu við- haldi véla og húsakosts. Lánadrottn- ar verða að fá sitt og þannig mætti áfram telja. Fjárhagsleg hlið búskaparins verður að vera við góða heilsu ekki síður en búféð. Fjárhagsleg hlið bú- skaparins verður að vera í lagi ekki síður en vélarnar. Hér á eftir verður farið nokkrum orðum um ýmis grundvallaratriði er varða þessi mál sem kunna verður skil á til þannig að umræða um fjármálin geti orðið mönnum jafn eðlislæg og að ræða um ágæti búfjárins eða kosti og galla einstakra véla. Kostnaður við framleiðsluna. Til að geta greint í sundur þann kostnað sem leggja þarf í við fram- leiðsluna, verður að þekkja skil á hvers eðlis mismunandi kostnaðar- liðir eru. Framleiðslukostnaði búsins er oft skipt á grófan hátt upp í breytilegan kostnað og fastan kostn- að. Breytilegur kostaður er sá kostn- aður sem breytist með umfangi framleiðslunnar. Þegar kúnum fjölgar og mjólkurframleiðslan eykst, þarf meiri heyfeng, meira kjarnfóður og meiri þjónustu. Við samdrátt í framleiðslunni, lækka þessir kostnaðarliðir jafnframt. Fastur kostnaður er sá kostnaður sem helst tiltölulega jafn þrátt fyrir sveiflur í framleiðslunni. Þar má sem dæmi nefna tryggingar húsa, viðhald þeirra og afborganir lána. Þessir lið- ir breytast ekki enda þótt framleiðsl- an dragist saman. 208 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.