Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 26
Bovine somatotropine Frh. afbls. 227. sér grein fyrir því hvenær tekjurnar skila sér inn í reksturinn, þannig aö hægt sé að setja upp áætlun fyrir fjármagnsstreymi og lausafjárstöðu. Sem dæmi má nefna að tekjur skila sér ætíð mun seinna inn í búrekstur- inn en stofnað er til útgjalda. 2. Framkvœmdaáœtlun. Sett er upp yfirlit um helstu fram- kvæmdir og fjárfestingar sem ætlað er að ráðast í á árinu, hvað þær muni kosta og hvernig þær verði fjár- magnaðar. 3. Gjaldaáœtiun. Sett er upp yfirlit um helstu útgjöld búsins á komandi ári. Þeim er skipt upp í breytilegan kostnað (áburð, fóðurkaup, flutninga o.s.frv.) fastan kostnað (viðhald, tryggingar, afborganir lána og vaxtagreiðslur), laun og fjárfesting- ar. 4. Samandregið yfirlit. Á þennan hátt er hægt að fá sam- ræmt yfirlit um tekjur búsins á kom- andi ári, hver verða væntanleg útgjöld, hvernig fyrirhugað er að fjármagna fjárfestingar og hvernig lausafjárstaða búsins muni þróast (jafnvel eftir mánuðum). Þannig er auðvelt að gera sér grein fyrir því hvort búið geti staðið undir þeim kröfum sem fyrirhugað er að gera til þess á næstunni eða hvort breyta þurfi fyrirhuguðum áætlunum eitt- hvað þannig að endar nái saman. Síðan er hægt að gera nákvæmari áætlanir um einstök atriði eins og víða er gert, svo sem fóðuráætlanir, áburðaráætlanir og greiðsluáætlan- ir. Allt þetta stuðlar að því að auð- velda bóndanum að stjórna bú- rekstrinum, fylgjast með því hvernig hann þróast og að hann verði á þann hæfari til að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Nokkur orð um íslensk bœndasamtök. Frh. af bls. 226. kvæmdastjóra. Þar fyrir ofan kæmi kjörin stjórn. (Tvöföld embættismanna boðleið). Ég fæ ekki séð annað en vald kjörinna fulltrúa minnki enn í raun, og áhrif ráðinna starfsmanna aukist í reynd að sama skapi. Ég hef talið rétt til þessa eða meðan sameiningarmál væru að mótast, að fara hægt í að opinbera vantrú mína á raunverulegum ávinn- ingi sameiningarinnar og ekki kom- ið á framfæri þeim neikvæðu áhrif- um sem ég tel augljós. Því hefur verið haldið fram að hægara sé að rífa niður en að byggja upp. Með sameiningarviðræðum var stefnt að því að brjóta nokkuð niður eldra félagskerfi að byggja upp ann- að og betra sem væri ódýrara og skilvirkara. Að því hefur verið hug- að fyrr, en samkomulag ekki náðist nema að því leyti sem síðasti aðal- fundur SB ákvað með fækkun full- trúa. Hugmyndir að breytingum hafa verið margar en engar þeirra hlotið vinsældir. Áður en lengra er haldið í veru- legum breytingum virðist nauðsyn- legt að reyna að gera sér grein fyrir æskilegri framtíðarskipan allra fé- lagsheilda og stofnana sem tengjast íslenskum landbúnaði. Náist um hana víðtæk samstaða verður vanda- minna að taka rétt skref að þeirri skipan. Breytum engu ef það er einungis breytinganna vegna. Þeir sem telja ávinning að sameiningunni ekki gera meira en vega á móti þeim Dagana 20.-27. ágúst nk. verður haldin landbúnaðarsýning að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Fyrir sýningunni stendur Lifandi land hf., sem er nýstofnað félag nokkurra einstaklinga í Eyjafjarðarsveit sem leggja stund á landbúnað og þjón- ustu við ferðamenn. Jafnframt verð- ur „Lifandi land“ yfirskrift þessa fyrsta verkefnis félagsins. Markmið sýningarinnar er að efla innlenda ferðaþjónustu og að kynna sem flestar af framleiðsluvörum íslensks landbúnaðar. Aðföng til landbúnað- ar verða og kynnt á sýningunni. Það er skoðun þeirra sem að sýn- ingunni standa að tímabært sé að setja upp landbúnaðarsýningu þar sem nokkuð langt hlé hefur orðið á slíku. Reynslan hefur sýnt að fólk kemur víða að á þannig sýningar og það er því viðeigandi, á sama tíma og landsmenn eru hvattir til ferða- laga innanlands, að standa fyrir at- burði sem þessum. Með tilliti til þess, og svo hins að málefni land- búnaðarins hafa verið í brennidepli, ókostum sem hér hafa verið nefndir og öðrum ónefndum, hljóta að greiða atkvæði gegn henni hvort sem þeir verða fáir eða fleiri. telja aðstandendur sýningarinnar að nú sé rétti tíminn. Menningarviðburðir verða á og í tengslum við sýninguna. Sérstakir atburðir verða á hverjum degi, svo sem tískusýningar, söngskemmtan- ir, skrautsýningar tengdar hestum og fleira. Leitast verður við að hafa dagskrá sýningarinnar það fjölbreytta að all- ir geti, á ári fjölskyldunnar, fundið eitthvað við sitt hæfi. Landbúnaðarsýning 210 FREYR - 6 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.