Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 35
að sjálfsögðu á forrœði landbúnað- arráðuneytis, en bent á að það kynni að vera skynsamleg leið. Hafbeit á hins vegar ótvírcett samleið með al- mennum veiðimálum, enda nánast viðauki við náttúrlega fiskgengd. Um önnur atriði: Helstu breytingar á lögunum eru: a) ýmisleg ákvœði tekin upp er varða hafbeit ogfiskeldi, en hvort tveggja hefur skapað sér allmikla sögu og verulega fyrirferð í at- vinnulífi síðan gildandi lög voru sett. b) ákvœði um Veiðimálastofnun, sem ekki hefur áður verið getið í lögum, þó að hún hafi starfað í mörg ár. Henni er nú skipuð stjórn, ef frumvarpið verður að lögum. Er hún 5 manna, tilnefnd að verulegu leyti afsömu aðilum og Veiðimálanefnd er nú. c) fcekkun í Veiðimálanefnd um tvo, og falla út úr henni fulltrúar Búnaðarfélags íslands og Haf- rannsóknastofnunar. d) breyttar reglur um lengd veiði- tíma í ám, sem má vera 3'/: mán- uðir, og í silungsvötnum þar sem friðunartími er á valdi veiðifélags/ veiðieiganda. e) breyttar reglur um silungsveiði í sjó, sem œtla má að víða fœkki eitthvað lögnum. f) ákvœði, sem telja verður að skyldi öll veiðifélög til að vera í Landssambandi veiðifélaga. g) og breyttar reglur um framlög ríkisins til veiðivörzlu, sem Landssamband veiðifélaga telur að séu veiðieigendum hagstæðari en hinar fyrri. Búfjárrœktarnefnd hefur ekki talið ástœðu til athugasemda við þau atriði, sem hér eru upptalin. Tillaga til þingsályktunar um eflingu laxeldis - 325. mál 117. löggjafarþings ÁLYKTUN Búnaðarþing leggur til að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna efnislega, en bendir á eftirfarandi atriði: a. Brýnt er að tryggja alfarið að afkomendur „erfðaefnis" erlend- is frá sleppi ekki út úr eldisstöðv- um hérlendis. b. Nú þegar er bleikjueldi orðið at- vinnuskapandi í sveitum lands- ins. Sú búgrein virðist geta hent- að vel á einstökum býlum sem aukabúgrein og því brýnt að auka megi þá starfsemi. c. Nauðsynlegt er að þingsályktun- in verði orðuð svo, að afdráttar- laust sé, að hún eigi bæði við um lax- og silungseldi. Tillaga til þingsályktunar um skipulega rœktun íslenska fjárhundsins - 390. mál 117. löggjafarþings ÁLYKTUN Búnaðarþing leggur til að þings- ályktunartillagan verði samþykkt. GREINARGERÐ Ljóst virðist, aðstofn íslenska fjár- hundsins er í hœttu vegna fæðar og því brýnt að þessu máli sé fylgt fram. Lýst er ánægju með að bókhald um rœktun stofnsins er að komast inn í tölvubókhald Búnaðarfélags íslands. Að öðru leyti vísast til greinargerð- ar með þingsályktunartillögunni. Erindl fjárhagsnefndar um notendagjöld fyrir forritið Búbót ÁLYKTUN Búnaðarþing telur nauðsynlegt, að gjöld fyrir forritið Búbót verði notuð til ákveðinna, afmarkaðra verkefna, sem fyrst og fremst eru endurbætur, viðhald og þjónusta við notendur forritsins, ásamt saman- burðarvinnu á niðurstöðum. Til að standa straum af þessum verkþátt- um samþykkir Búnaðarþing eftirfar- andi gjaldskrá fyrir notendur Búbótar: A. Stofngjald krónur 6.000. B. Notendagjöld: 1. Einkaútgáfa kr. 5.000. 2. Fjölútgáfa fyrir bændur kr. 5.000 grunngjald og kr. 800 fyrir hvern bónda, umfram einn. 3. Fjölútgáfa fyrir búnaðarsam- bönd kr. 5.000 grunngjald og kr. 800 fyrir hvern bónda, sem þjón- að er. 4. Fjölútgáfa fyrir bókhaldsstofur. Þar gildi sérstakir samningar í hverju tilfelli, sem m.a. kveði á um skil á gögnum. Erindi Búnaðarsambands Suður- Þingeylnga um leiðbeiningarefni fyrlr héraðsráðunauta ÁLYKTUN Búnaðarþing felur stjórn Búnað- arfélags íslands að leita eftir sam- vinnu við Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, bændaskólana og Félag héraðsráðunauta um gerð á efni, sem geti auðveldað héraðsráðunaut- 6'9A - FREYR 219

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.