Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 46

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 46
tíma besta fáanleg undirstaða hæfilegrar nýtingar. Jafnframt taki þessar stofnanir höndum saman um að skýra fyrir bændum og al- menningi í hverju þeim gögnum sem fram hafa verið lögð og afhent „sem reiknað beitarþol“ er áfátt sem „raunverulegu beit- arþoli“. „Ennfremur að beita sér fyrir sameiginlegu átaki til að fræða almenning um þau fjöl- þættu öfl, sem valda og hafa valdið gróður- eyðingu hér á landi, þannig að búskapar- hættir samtímans birtist þar í réttu sam- hengi“. 2. ítrekun Búnaðarþings 1990 (mál nr. 37). „Erindi jarðræktarnefndar um beitarþols- rannsóknir. „Búnaðarþing ítrekar álit sitt frá 1989 um mat á beitarþoli lands, mál nr. 29 og 31. Þingið vill því enn beina því til stjórnenda og sérfræðinga Búnaðarfélags íslands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins að taka höndum sam- an um að endurmeta aðferðir við mat á raunverulegu beitarþoli lands“. 3. Ályktun Búnaðarþings 1991 um: „Tillögu til þingsályktunar um kortlagn- ingu á gróðurlendi Islands (200. mál 113. löggjafarþings 1990). Þingið lýsti eindregnum stuðningi við til- löguna og lagði til að Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Landgræðslan styrktu Landmælingar ríkisins til að geta unnið verkið, með þeirri tækni sem um var að ræða“. 4. Ályktun Búnaðarþings 1992 (mál nr. 28). „Erindi stjórnar Búnaðarfélags íslands varðandi landgræðslu- og landbótastörf bænda“. „Búnaðarþing fagnar samþykkt þingsálykt- unar Alþingis um stöðvun gróðureyðingar í landinu fyrir næstu aldamót“. 5. Fundur Tilraunaráðs Rala 6. des. 1991. Fjallað var um „Rannsóknir í landgræðslu og skógrækt“. Lögð var áhersla á að efla þyrfti rannsóknir á jarðvegseyðingu og gróðurframvindu og talið að fagráð vantaði á þessu sviði. Eftirfarandi ályktun var gerð: „Rala beitir sér fyrir stofnun fagráðs á sviði landgræðslu, skógræktar og landnýtingar. Bændasamtökin eigi aðild að ráðinu“. Auk þess er stuðst við eða vitnað til eftirfar- andi skýrslna og greinargerðar um þessi mál: 1. Landgræðsluáætlun 1974-1978. Álit Land- nýtingar- og landgræðslunefndar. Reykja- vík 1974. 2. Gróðurvernd. Markmið og leiðir. Útgefendur: Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarráðuneyt- ið. Reykjavík 1989. 3. Landgræðslu- og gróðurverndarrannsókn- ir. Álit vinnuhóps á vegum Rannsóknar- ráðs ríkisins. Reykjavík, 1. október 1991. MOUM Hrísgrjón til óvinarins Þau 50.000 tonn af hrísgrjónum sem Suður-Kóreumenn eiga að flytja inn samkvæmt GATT-sam- komulaginu, verða líklega send áfram beint til fénda þeirra í Norð- ur-Kóreu. í þann mund sem Suður- Kórea var að ganga í GATT í byrjun desember, efndu bændur og námsmenn til mótmælaaðgerða gegn innflutningi á hrísgrjónum á sama hátt og japanskir bændur. Nú segja þarlendir embættismenn að ríkisstjórnin í Seoul sé að hugsa um að efna loforð við mótmælend- urna með því að selja hrísgrjónin til Norður-Kóreu. Einar J. Einarsson til Danmerkur Einar J. Einarsson, framkvæmda- stjóri í Norsk Fjörfeavlslag (hann er íslenskur að ætterni) hefur fengið eins árs leyfi til að gegna starfi sem forstöðumaður deildar fyrir lítil húsdýr við Búfjártilraunastöð ríkis- ins í Folun í Danmörku. Einar tekur við starfinu 1. aprfl í ár. Viðhald lyngs í Skotlandi í Skotlandi er jarðabótafé varið til að viðhalda lyngi. Lyngið er brennt á 5-7 ára fresti, smáspildur í einu. Eftir brennuna fer fyrst að spretta gras en síðan nýtt og þétt lyng. í Norður-Skotlandi eru víðáttu- miklar lyngheiðar. Þessháttar lands- lag er talið falla ferðamönnum vel í geð og því einskonar auðlind fyrir annars rýr héruð. Lyngið er álitið vera gagnlegt fyrir loftslagið og það er mikilvægt viðurværi fyrir rjúpu, hjört og sauðfé. 6*94 - FREYR 230

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.