Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 25

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 25
Kostnaður getur verið annað hvort reikningslegur (bókfærður) eða útlagður. Full ástæða er til að minna á mikilvægi reikningslegs kostnaðar, þar sem oft fer minna fyrir honum en því sem útlagt er. Afskriftir eru dæmi um reiknings- legan kostnað. Leggja verður til ákveðið fjármagn árlega til viðhalds og endurnýjunar á eignum búsins. Ef einkaneysla er fjármögnuð til lengdar með því fjármagni sem á að vera til viðhalds, er það kallað að eignirnar séu „étnar upp“. Það end- ar í því að fasteignir búsins fara í niðurníðslu og búið hefur enga möguleika á að koma þeim í nauð- synlegt horf. Framlegð búsins. Arðsemi búrekstrar er mjög mis- munandi, og veldur því margt. Með arðsemi er átt við hve miklu búið skilar á hverja framleiðslueiningu til að greiða fjölskyldulaun og fastan kostnað. Mikil arðsemi er ekki það sama og stórt bú, lítil bú geta bæði verið vel eða illa rekin sem og hin stærri. Meginástæða þess hve rekstr- arleg afkoma búa er misjöfn er að „það veldur hver á heldur". Algengt er að meta arðsemi búsins eftir svo- kallaðri framlegðaraðferð. Fram- legð búsins er reiknuð út á eftirfar- andi hátt: + Ffeildartekjur — Breytilegur kostnaður = Framlegð Það er hægt að reikna framlegðina út á hverja framleiðslueiningu (kíló, lítra, skinn) eða hvert dýr (kú, kind, hest, læðu) eða fyrir búið í heild sinni. Raunhæfast er að bera saman framlegð milli búa á hverja fram- leiðslueiningu þar sem það segir mest til um hve búin eru vel rekin. í raun og veru ætti það að vera eðli- legra fyrir bændur að bera saman framlegð á hvern mjólkurlítra eða kjötkg, frekar en að bera saman afurðir eftir hverja kú, kind eða svín, þar sem samanburður á fram- legð segir miklu meira um afkom- una. Hér áður var ætíð borinn sam- an heildarafli á hvern bát í lok vetr- arvertíðar í tonnum talinn, án þess að hugsað væri um hve verðmætur aflinn væri. Nú er þó farið að bera saman heildaraflaverðmæti upp úr sjó milli báta til að meta arðsemi útgerðarinnar en í raun og veru þyrfti að bera saman hagnað af hverju veiddu tonni, til að hægt sé að bera saman arðsemi milli einstakra skipa og veiðiaðferða. Hver eru markmiðin? Flestir bændur hafa sett sér ein- hver markmið, þau eru einungis misjafnlega skilgreind og afmörkuð. Þeir geta til dæmis haft að markmiði að stækka búið, auka tekjurnar, bæta vinnuaðstöðu og auðvelda ýmis verk, koma því þannig fyrir að ættliðaskipti geti átt sér stað eða að hætta búskap innan ákveðins ára- fjölda. Markmið bóndans og fjöl- skyldunnar hafa mikil áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru í rekstr- inum. Sá sem stefnir á að búa á jörðinni í allt að 20 ár til viðbótar, stendur frammi fyrir allt öðrum ákvörðunum en sá sem ætlar að hætta búskap innan nokkura ára. Forsenda þess að geta tekið skyn- samlegar ákvarðanir um framtíð búsins er að vita hvert skal stefnt. „Það skiptir ekki máli hvaða leið er valin, ef þú veist ekki hvert þú ætl- ar“, sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Eftirlit með rekstrinum. Eins og áður er sagt, er nútíma búrekstur margbrotinn og fjöl- breyttur. Góður bóndi þarf t.d. að hafa góða innsýn í kynbóta- og fóð- urfræði, vera laghentur og sjálfum sér nógur við viðhald og umhirðu véla og síðast en ekki síst, hagfræði- lega þenkjandi eða peningamaður. Fyrir fjölda bænda er það jafn ánægjulegt að fást við ræktunar- strörf og skepnuhirðingu eins og það er þeim fráhrindandi að sinna papp- írsvinnu og tölum. Þannig er það erfiðara en ella fyrir viðkomandi að gera sér glögga grein fyrir fjárhags- stöðu búsins og afkomu þess. Á sama hátt eru ákvarðanir um fjár- festingar teknar án þess að hafa heildaryfirsýn um fjárhagslega stöðu búsins og hvernig það muni þróast í náinni framtíð. Hagfræðin býr yfir ýmsum mögu- leikum til að hafa eftirlit með rekstr- inum og hvert hann stefnir. Þar má til nefna upplýsingar um arðsemi búsins, lausafjárstöðu þess, hlutfall milli eigna og skulda, samsetningu skulda, getu búsins til fjárfestinga, hagkvæmni þeirra og fleira í þessu sambandi. Hvernig má bœta rekstur búsins? Það má lengi bæta rekstur ein- stakra búa eins og allan annan fyrir- tækjarekstur. Með því að vinna markvisst úr þeim upplýsingum sem fyrir liggja í rekstrarreikningi og nið- urstöðum úr öðru skýrsluhaldi er hægt að öðlast ýmsar upplýsingar sem nýtast til endurbóta á rekstrin- um. Til að það sé hægt verður að liggja fyrir bókhaldslegt uppgjör á rekstrinum, þannig að allar nauð- synlegar upplýsingar séu fyrir hendi. Þegar þær liggja fyrir er hægt að hefjast handa um að kanna hvar endurbóta og aðgerða sé þörf. Með því að kanna kerfisbundið hina talnalegu hlið búrekstrarins, verður bóndinn fróðari á ýmsan hátt um reksturinn. Sterku hliðar hans og veikleikar koma betur í ljós. Veiku hliðar búsins verður að styrkja, ef bæta á árangurinn, því að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Breytingar eru í sjálfu sér ekki markmið, heldur er það markmið að geta áttað sig nægj- anlega skjótt á því hvort breytinga sé þörf og þá hverra. Bóndi sem sér vandamálin fyrir hefur miklu meiri möguleika til að ná góðum árangri en sá sem er ætíð að berjast við vandamál sem koma honum á óvart. Áœtlanagerð. Með því að gera greinargóðar áætlanir um hvað gerist og hvað þarf að gera í náinni framtíð, er hægt að gera sér grein fyrir möguleikum búsins og hvert bolmagn þess er. Setja má slíka áætlun upp á einfald- an hátt: 1. Framleiðslu- og tekjuáœtlun. Sett er upp yfirlit um hver verði líkleg framleiðsla búsins á komandi ári og hvert verðmæti hennar verði. Þannig fæst út líkleg heildarvelta búsins, sem setur ytri ramma að því sem hægt er að gera. í þessu sam- bandi er einnig nauðsynlegt að gera 6*94-FRETR 209

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.