Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 33
í framkvæmd og ætti að fara í það horf á ný. Astæðulaust sýn- ist að gera veiðistjóraembættið að fjölmennri rannsóknarstofn- un, við hlið þeirra sem fyrir eru. I tengslum við það ætti framvegis að reka hundabú, til ræktunar og þjálfunar minkaveiðihunda, eins og verið hefur. 4. Búnaðarþing mótmælir harð- lega þeirri gjaldtöku sem sala veiðikorta til bænda felur í sér. A mörgum jörðum eru hlunn- indi af villtum dýrum, sem bændur nytja og þurfa að verja. Að þurfa að kaupa leyfi til þess er hliðstætt því að greiða fyrir að fá að slá túnið eða taka upp kartöflurnar. 5. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður greiði helming kostnaðar við refa- og minka- veiðar, í stað !4 í fyrstu gerð frumvarpsins. Það ber að þakka, en þingið leggur þó til að þátttaka ríkisins verði óbreytt frá því sem verið hefur, þ.e. 3A kostnaðar. 6. 16. gr. frumvarpsins fjallar um sel og selveiðar. Hún var gagnrýnd harðlega í ályktun Búnaðarþings 1992, og m.a. bent á að ákvæðið um sjávarút- vegsráðherra er í beinni mótsögn við skýr ákvæði framar í frumvarpinu. Pví lýsir þingið furðu sinni á því að engu hefur verið breytt í greininni nú, og vísar að öðru leyti til fyrri gagn- rýni. 7. Kafli frumvarpsins um hreindýr er allmikið breyttur til bóta. í samræmi við áður sagt um hlut- verk veiðistjóra er þó ekki lagt til að hann segi fyrir um hvort og hve mikið skuli veitt af hrein- dýrum. Minnt skal á fyrra álit Búnaðarþings um miðstöð hreindýramála á Austurlandi. 8. í 19. kafla hafa verið rýmkuð og nánar skilgreind ákvæði um hvernig nytja megi villt dýr, þar sem slíkt telst til hefðbundinna hlunninda. Þetta er til bóta og æskilegt að hafa slíkt vel skil- greint í lögum. Ófriðun minks er breyting frá upphaflega frum- varpinu, og sýnist sjálfsagt mál. Ýmsir telja að hettumávi fjölgi í landinu og að hann sé vágestur í mófuglavarpi. Hann ætti því að vera ófriðaður. 9. Búnaðarþing leggur til að í frumvarpinu verði ákvæði þess efnis að umhverfisráðherrra geti að ósk sveitarstjórna, þar sem sérstakar aðstæður eru fyrir hendi á staðbundnum svæðum, lengt friðunartíma grágæsa fram yfir 1. göngur. Á öðrum stöðum gæti á sama hátt þurft að banna skotveiði á ákveðnum svæðum meðan göngur standa yfir. Þetta sé í samræmi við lög nr. 6/1986 um fjallskil o.fl. Einnig að ráðherra geti að ósk sveitarstjórna bannað fugla- veiðar á sérstökum svæðum, þar sem fuglalíf er á einhvern hátt sérstætt, eða umferð mikil, þannig að hætta geti stafað af meðferð skotvopna. 10. Sums staðar erlendis tíðkast að ríkið greiði mönnum skaðabæt- ur vegna tjóns af völdum villtra, friðaðra dýra. Á það skal bent að slíkt tjón getur orðið hér á landi, t.d. af völdum arna í æð- arvarpi. Einnig er ágangur stórra álftahópa í ræktarlönd vaxandi vandamál sums staðar. Þar sem álftinni virðist fjölga kann þó að vera hægt að taka á þeim vanda sem hún veldur, ásamt grágæs, með ákvæði í 7. grein frumvarpsins. Búnaðar- þing leggur hins vegar til að þar sem ekki eru leyfðar varnir gegn dýrategund, sé ríkissjóði gert að bæta tjón sem hún veldur. Búnaðarþing hefur í 2. sinn fjallað um þetta frumvarp, og þrátt fyrir þörf á lagasetningu um þetta yfir- gripsmikla mál telur þingið að án verulegra lagfæringa sé frumvarpið í núverandi mynd óviðunandi. GREINARGERÐ Til skýringar á töluliðum ályktun- ar: 1. Þar sem lagt er til að fœkka í villidýranefnd í 5 skal bent á að óþarft kunni að vera að veiði- stjóri og Náttúruverndarráð til- nefni menn í nefndina, þar sem báðir þeir aðilar starfa í tengsl- um við umhverfisráðuneyti og koma þannig að þessum málum á margan veg. Ekki þarf að skýra nauðsyn þess að starf nefndarinnar sé sem ódýrast og vafningaminnst. 2. í frumvarpinu er gengið langt í því að fá ráðherra í hendur allt vald, með því að lögin skuli að- eins vera rammalög. Þetta var gagnrýnt harðlega í umsögn 1992, enda gengið miklu lengra en nágrannaþjóðir gera. Mikil hœtta liggur í því að ráðherrar sem koma og fara geti breytt reglum sitt á hvað, eftir eigin hugmyndum og breytilegra þrýstihópa. Nauðsynlegt er að reglur um hvað má og má ekki í umgengni við dýraríkið breytist 6*94 - FREYR 217

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.