Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 12
uö. Næsta spurning er: Er leggurinn úr plasti? Og þegar leggurinn er ekki úr plasti, þá er þetta fullgott. Þaö skiptir líka máli að þessi hlutur á sér sína sögu í menningu okkar, það höfðar til fólks. En fólk verður að gera sér grein fyrir því áður en það byrjar á minjagripagerð að það verða fáir ríkir af henni. Áhugi á þjóðlegum mat hefur aukist Þorbjörg taldi að áhugi á hinu þjóðlega hefði aukist, ekki bara minjagripagerð heldur og í matar- gerð í ferðaþjónustu. Þar væru að verða breytingar. Þannig væri ferða- mannahópum víða boðið upp á kjöt- súpu, hangikjöt, heimabakað flat- brauð, rúgbrauð og saltkjöt og baunir. Þetta væri tiltölulega nýtt í ferðaþjónustu á íslandi og hún áleit að ferðaþjónusta bænda hefði öðr- um fremur komið þessari matarhefð á handa ferðamönnum. Hún sagðist hitta margt fólk og tala við farar- stjóra og vita af því að ferðafólk væri mjög ánægt með þetta matarval. - Við erum á réttri braut hvað þetta snertir, sagði Þorbjörg og vís- aði til eigin reynslu, sagðist bjóða ferðamönnum upp á heimabakað brauð, flatbrauð með hangikjöti og rúgbrauð með kæfu, kleinur og vöfflur með rjóma og þetta þætti mjög gott. - Við reyndum, sagði hún, lengi að sneiða hjá hamborgaratískunni en gátum það ekki alfarið. En hákarl og brennivín erum við með hér. Misbrestur á ferðaþjónustu fyrri ára er sá að íslendingar höfðu minni- máttarkennd gagnvart útlending- um, sagði Fjölnir. Þeir fóru út í það að reyna að apa eftir einhverjum öðrum en sköpuðu sér ekki sína persónulegu ímynd. Það er ekki fyrr en með Ferðaþjónustu bænda sem brotnar eru upp venjur í mat og þjónustu, og að við getum sagt að Islendingar fari að skapa sér ákveðna, fastmótaða ímynd í ferða- þjónustu. Hitt er bara lúxushótel með alþjóðlegum mat. - Þau þurfa að vera með líka, benti Þorbjörg á. - Það er að sjálf- sögðu rétt, sagði Fjölnir, en hitt á einnig að vera til staðar. í matsalnum hjá Fjölni og Þor- björgu geta 50 manns setið til borðs. Þau bjóða upp á þrí- og fjórréttaðan matseðil en stíla þó frekar upp á smárétti og kaffi. - Núna förum við líklega að bjóða upp á sfld segir Fjölnir og hlær við, því hún gengur í vöðum hér upp í lónið og það er mikið af henni. Mikið af þeirri sfld sem veiddist í lóninu í fyrra sumar var á bilinu 30- 34 cm. Fjölnir sagði að sfldin væri trúlega að koma inn í lónið til að hrygna og þennan dag sem blaða- maður Freys spjallaði við hann sagð- ist hann hafa séð ótrúlega stórar torfur í lóninu. Lónið er iðandi af lífi. Selur sést í því nær því hvern dag, ferðamönnum, einkum þeim erlendu, til mikillar ánægju. Fróðlegt var að heyra skoðanir og spár Fjölnis um breytingar á Jök- ulsárlóni á næstu árum; hann hefur fylgst vel með því sem þar er að gerast, hvernig fjaran eyðist, og hvernig sjórinn færist stöðugt nær lóninu og sjávarföll eiga greiðari leið inn í það, sem aftur leiðir til breyt- inga á lífríki þess. Hærra hitastig vatnsins í lóninu veldur því að jökul- inn og ísjakarnir bráðna hraðar og sporður Breiðamerkurjökuls hörfar. Að áliti Fjölnis er með sömu þróun ekki langt í að lónið breytist í djúpan fjörð með ófyrirséðum af- leiðingum fyrir samgöngur á landi og sjó. Við Jökulsárlón eru reginöfl náttúrunnar að kljást á óvenju sýni- legan hátt nótt og nýtan dag og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur. Við gengum út í skálahlaðið. Kvöldsólin skein á vatnsflötinn í lón- inu, sem var á hreyfingu því það var útfall úr því. Jakarnir flutu um, sá stærsti trónaði yfir alla aðra eins og Hallgrímskirkjuturn. Við Arnaldur héldum til baka og gistum á ferða- þjónustubænum Efri-Vík í Land- broti. J.J.D. Ályktanlr Búnaðarþlngs 1994 Frh. afbls. 222. gera með því að reisa girðingar (sem halda öllu búfé) og halda þeim við. Oft er því borið við, jafnvel þó að viðurkennd séu þau réttlœtisrök sem hér eru settfram, að þetta verkefni sé vegagerðinni fjárhagslega ofviða, og vissulega er það dýrt, jafnvel þótt aðeins sé miðað við fjölförnustu veg- ina, sem skammtímamarkmið. En raunar sýnir þetta svar bezt, hve þungur sá baggi er, sem lagður yrði á bœndur og þá fyrst og fremst þann hlut þeirra, sem býr við fjölförnustu vegina, ef frumvarp þetta yrði sam- þykkt. Því tekur Búnaðarþing undir það, sem er kjarni frumvarpsins, að verja þarf þjóðvegina fyrir búfé og búféð fyrir umferðinni. Búnaðarþing setur hins vegar fram þá eindregnu skoð- un, að þá skyldu eigi að leggja á Vegagerð ríkisins, í vegalögum og girðingalögum en ekki búfjárhalds- lögum. Samstaða bænda fyrir öllu. Frh. afbls. 10. Um tryggingamál í þessu sam- bandi er hér ekki fjallað, en þar er verulegt athugunarefni fyrir Búnað- arþing og ýmsa aðra. hugsaður að ári. Þingið lét þann vilja í ljós að aðalfundur samtakanna heiti Búnaðarþing í framtíðinni en fyrsti fundur þeirra tekur ákvörðun um það. J.J.D. 196 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.