Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 39
Smitandi júgurbólga Ólafur Valsson, dýralœknir júgursjúkdóma Júgurbólga af völdum keðjusýkla af flokki B (Streptococcus agalactiae), sem í daglegu tali er nefnd smitandi júgurbólga, hefur á undanförnum árum fundist hjá um 14% mjólkur- framleiðenda hér á landi. Til samanburðar má geta þess að nágrannaþjóðum okkar hefur tekist að takmarka mjög útbreiðslu smit- andi júgurbólgu með markvissum, lögbundnum aðgerðum. Tíðnin hjá þeim er um eða innan við eitt prósent. Til að forðast að smit berist inn í búið þurfa bændur að vera vak- andi við kaup á gripum. Ein ástæða þess að ekki hefur tekist að útrýma sjúkdómnum er sú að sýkillinn getur borist í háls manna t.d. við neyslu smitaðrar, ógeril- sneyddrar mjólkur. Þar getur hann lifað og valdið nýsmiti í kúnum. Þess vegna er lögð sérstök áhersla á að fólk sem vinnur í fjósi drekki ekki ógerilsneydda mjólk. Streptococcus agalactiae veldur umtalsverðu tjóni á þeim búum þar sem hann er viðloðandi. I sumum tilfellum getur sýkillinn að auki valdið sjúkdómum í fólki. Nauðsyn- legt er því að halda útbreiðslu smit- andi júgurbólgu í lágmarki. Smitandi júgurbólga getur smitað frá kú til manns og frá manni til kýr. Líklegast er að smit berist frá manni til kýr við snertingu. Reglugerðarákvœði Með breytingu á mjólkurreglu- gerð frá 1991 er mjólkurstöðvum gert skylt að láta árlega fara fram sýklagreiningu á innleggsmjólk framleiðenda í þeim tilgangi að leita að smitandi júgurbólgu. Finnist smitandi júgurbólga í tankmjólk framleiðanda skal kanna útbreiðsl- una í fjósinu með spenasýnum úr öllum kúm, í samráði við héraðs- dýralækni. í framhaldi af því skal gera sérstakar ráðstafanir til útrým- ingar smitinu í fjósinu. Ástœður Nú má spyrja hvað sé unnið við aðgerðir af þessu tagi. Því er til að svara að margt vinnst með þeim og nægir að nefna eins og áður hefur komið fram að þessi sýkill getur vald- ið sýkingu í mönnum, oftast vægum sýkingum, en í einstaka tilfellum mjög alvarlegum. Sýkillinn veldur einnig eins og áður sagði fjárhags- legu tjóni hjá mjólkurframleiðanda vegna þeirra skemmda sem verða á sýktu júgra. Smitandi júgurbólga er oft dulin í júgranu án þess að sjáan- legar breytingar séu á mjólkinni. Engu að síður verða skemmdir á mjólkurmyndandi vef sem kemur fram í hærri frumutölu og minni nyt. Ef ekkert er að gert, aukast skemmd- irnar í júgranu og að lokum verður að farga kúnni vegna júgur- skemmda. Sýnt hefur verið fram á að nyt kúa með dulda júgurbólgu er að meðaltali 18-20% minni en heil- brigðra gripa. Sýktar kýr endast einnig mun styttra í mjólkurfram- leiðslu en ósýktar. Af framansögðu má vera ljóst að mikill ávinningur er af því að losna við smitandi júgur- bólgu í eitt skipti fyrir öll. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að meðhöndlun á smitandi júgurbólgu á mjaltaskeiði skilar sér fjárhags- lega, þar sem aukin framleiðni gerir meira en að borga fyrir lyfjameð- höndlunina. Smitandi júgurbólga veldur miklu tapi í afurðum. Talið er að heildarnyt kúa sem smitast snemma á mjaltaskeiðinu minnki um allt að 25%. Varnir gegn nýsmlti Ekki verður nægilega brýnt fyrir framleiðendum sem eru lausir við smitandi júgurbólgu að beita öllum ráðum til að forðast nýsmit á búinu. Þar sem smitandi júgurbólga er svo algeng sem raun ber vitni hér á landi er nokkuð ljóst að töluverð áhætta er bundin því að fá nýja gripi inn í búið. Eina leiðin til að tryggja að ekki berist smit inn í búið er að kaupa eingöngu dýr sem heilbrigðis- vottorð dýralæknis fylgir, og að vott- að sé að sölubúið sé laust við smit- andi júgurbólgi. Enginn ætti að kaupa gripi án undangenginnar skoðunar dýra- læknis og að gripunum fylgi heil- brigðisvottorð. Bændur sem hyggja á innkaup ættu jafnfram að kynna sér ástand þess bús sem keypt er frá. Það á einnig að vera krafa til allra sem í fjós koma að þeir gæti fyllsta hreinlætis og reyni á allan hátt að forðast að bera óhreinindi og þar með mögulegt smitefni á milli búa. Vart verður nægjanlega brýnt fyr- ir bændum að bregðast skjótt við ef tilkynning berst frá mjólkursamlagi um að fundist hafi smitandi júgur- bólga í tankmjólk. Því fyrr sem farið er í aðgerðir, því minni kostnaður hlýst af þeim. Oft er í fyrstu um eina eða fáar smitaðar kýr að ræða, en með tímanum smitast fleiri kýr og kostnaður og umstang við aðgerðir eykst. Hafið samband við héraðsdýra- lækni um leið og tilkynning berst frá samlagi og ákveðið aðgerðir í samráði við hann. 6*94 - FREYR 223

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.