Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 40

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 40
Mikill mannfjöldi sótti véla- og tœkjasýninguna í húsakynnum Ingvars Helgasonar hf, en sýningarsalurinn fyrir bílana var rýmdur fyrir búvélar og dráttavélar. Um 5000 gestir á landbúnaðarsýningu Landbúnaðarsýningu Ingvars Helgasonar hf. verður fastur liður framvegis Viðtökarar voru betri en búist var við og er ráðgert að landbúnaðar- sýning verði fastur liður í starfssemi fyrirtækisins. „Landbúnaðarsýningin tókst miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Helgi Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ingvari Helga- syni. „Við ætlum að gera þetta aftur. Ingvar Helgason hf. er kominn til að vera í þjónustu við bændur og land- búnaðarsýningin hefur mælst vel fyrir. Við finnum fyrir mjög já- kvæðu viðhorfi eftir sýninguna, ekki einungis meðal bænda heldur við- skiptavina okkar almennt.“ Sýningin stóð yfir í húsakynnum Ingvars Helagsonar hf. frá 1.-3. mars, en í tengslum við hana voru Pekktir gangnamenn frá Skagafiröi og Húnavatnssýslum léku sjálfa sig í Reið- höllinni og vöktu mikla lukku. Frá vinstri: Hjálmar Guðjónsson á Tunguhálsi, Pórólfur Pétursson á Hjaltastöðum, Svafar Jóhannsson í Litladal, Magnús Sigurðsson á Hnjúki, Sigurður Ingvi Björnsson á Guðlaugsstöðum og Björn Sveinsson á Varmalœk. 224 FREYR - 6 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.