Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 36
um leiðbeiningastörf á vegum bún- aðarsambandanna. í því sambandi bendir þingið á að héraðsráðunautar geti leitað eftir efni á einstökum sviðum í aðgengu- legu formi til notkunar. Ennfremur að landsráðunautar, rannsóknarmenn og kennarar veki athygli á erlendu efni, sem þeir telji að nýtist í leiðbeiningaþjónustu hér- lendis. Frumvarp til laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru ÁLYKTUN Búnaðarþing hefur fjallað um frumvarp til laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og mælir með að það verði samþykkt með eftirfarandi breytingum: Síðari málsgrein 3. greinar verði svo: Til aðstoðar aðfangaeftirlitinu skipar landbúnaðarráðherra tvær nefndir til fjögurra ára í senn sem hafa það hlutverk að vera ráðgef- andi um framkvæmd eftirlits sam- kvæmt lögum þessum: 1. Fóðurnefnd skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af Búnaðarfélagi íslands, einum til- nefndum af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og dýralækni til- nefndum af yfirdýralækni. Ráð- herra skipar formann nefndar- innar. 2. Sáðvöru- og áburðarnefnd skip- uð þremur mönnum, einum til- nefndum af Búnaðarfélagi Islands, einum tilnefndum af Rannsóknastofnun landbúnað- arins og einum skipuðum af land- búnaðarráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Við 6. grein bætist ný málsgrein. Komi í ljós að vara uppfylli ekki vörulýsingu og íslenzkar kröfur, get- ur aðfangaeftirlitið krafist stöðvun- ar á dreifingu og sölu vörunnar. GREINARGERÐ Lagt er til að þeir menn sem eru skipaðir ífóðurnefnd og sáðvöru- og áburðarnefnd séu ekki bundnir við ákveðin starfsheiti heldur hafa stjórnir Búnaðarfélags íslands og Ralafrjálsar hendur og skipa íþessar nefndir sínum hæfustu starfsmönn- um. Nefndunum er fækkað í tvær því að litið er svo á að áburður og sáð- vara höfði til mjög svipaðs þekking- arsviðs. Sú málsgrein sem bætist við 6. grein er til að skerpa á að þetta eftirlit geti verið, sem virkast. ígildandi lögum er eftirliti því sem þetta lagafrumvarp fjallar um sinnt af Eftirlitsdeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sem lýtur yfirstjórn landbúnaðarráðherra. í Rann- sóknastofnun landbúnaðarins er mikil þekking og reynsla á þessum málum. Við tilkomu aðfangaeftirlitsins sem sérstaks embættis í stjórnsýsl- unni getur Rala unnið eftir sem áður þau rannsóknaverkefni, sem eftirlit- ið þarfað láta vinna. Þess vegna má ætla að þessi breytta skipan leiði ekki til aukins kostnaðar og óhagræðis. Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um Áburðarverk- smlðju ríkisins, 199. mál 117. löggjafarþings ÁLYKTUN Búnaðarþing hefur öðru sinni haft til umsagnar frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um Áburðar- verksmiðju ríkisins. Þingið ítrekar áherslu sína á að Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi verði áfram sköpuð rekstrarskilyrði til þess að framleiða þær áburðarteg- undir, sem henta íslenskum aðstæð- um. Þingið varar alvarlega við hug- myndum um sölu hennar eins og sakir standa. Verði Áburðarverksmiðju ríkis- ins breytt í hlutafélag eins og frum- varpið gerir ráð fyrir leggur Búnað- arþing áherslu á að inn í lögin komi skýr ákvæði um að Alþingi kjósi félaginu stjórn. Komi til álita að ríkið selji hluta- bréf sín er það krafa Búnaðarþings að Alþingi fjalli um þá sölu. Búnaðarþing lítur svo á að eftir samþykkt samningsins um Evrópska efnahagssvæði (EES) byggist fram- tíð Áburðarverksmiðju ríkisins m.a. á eftirfarandi atriðum: 1. að sala Áburðarverksmiðjunnar dragist ekki saman frá því sem nú er. 2. að áburðarverð verði hliðstætt og á Norðurlöndum, t.d. í Noregi. 3. að með breyttum lögum verði Áburðarverksmiðjunni veitt tækifæri til að mæta hugsanlegum samdrætti í áburðarsölu og sam- keppni við innfluttan áburð með því m.a. að taka til upp fram- leiðslu í öðrum greinum iðnaðar til viðbótar við áburðarfram- leiðsluna eða með þátttöku í iðn- aðarfyrirtækjum, sem styrkt gæti Áburðarverksmiðjuna. Ályktun búfjárrœktarnefndar um drög að frumvarpi tll laga um útflutning hrossa ÁLYKTUN Búfjárræktarnefnd hefur að beiðni landbúnaðarráðuneytisins skoðað drög að frumvarpi til breyttra laga um útflutning hrossa. Óskað er umsagnar Búnaðarþings og leggur nefndin til að það álykti á þessa leið. 1. í 1. gr. er kveðið á um skipun nefndar til ráðuneytis ráðherra um hrossaútflutning og markaðs- mál. Samræmist það vel því sem stjórn Búnaðarfélags íslands hef- ur áður lagt til við landbúnaðar- ráðherra um aukið markaðsstarf á þessu sviði. Ekki verður raunar séð að þetta sé svo hápólitískt starf að skipta þurfi um nefnd eftir ráðherraskipti. En allur er varinn góður. 2. Felld eru niður ákvæði um leyfi til útflutnings, sem sækja þurfti um skv. fyrri lögum. Er eðlilegt að létta þeim hömlum af. í grein- argerð er jafnframt látið að því liggja að einnig verði fellt niður ákvæði búfjárræktarlaga um að leyfi Búnaðarfélags íslands þurfi til útflutnings tímgunarhæfra hrossa. í stað þess er tekið upp ákvæði um að ráðherra geti stöðvað útflutning úrvals kyn- bótagripa um eitt ár til að gefa innlendum ræktunarmönnum forkaupsrétt. Ætla má að þetta nægi við núverandi aðstæður einkum ef Stofnverndarsjóður verður áfram virkur. 3. Ekki er gerð athugasemd við ákv. 2. og 4. gr., um ald- 220 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.