Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 22
íslenskum skinnum, á lifandi fé. Slíkt er mikilvægt þar sem rannsókn- ir hafa sýnt að erfðaþáttur skiptir miklu í sambandi við þennan eigin- leika. Þá er ekki hægt annað en minna á hinar gífurlega umfangsmiklu rann- sóknir sem farið hafa fram hér á landi á sauðfjársjúkdómum og vakið hafa heimsathygli. Þar ber hæst rannsóknir þær sem framkvæmdar voru meðan baráttan var í hámarki fyrir hálfri öld. Þar vann Björn Sig- urðsson sínar heimsþekktu rann- sóknir og á það er vert að minna að Halldór Pálsson gerði þá einar fyrstu rannsóknir í heiminum á tengslum erfða og næmni sjúkdóma hjá búfé, rannsóknarsvið sem mikið er í sviðs- ljósinu um allan heim á allra síðustu árum. Á síðari árum má minna á gífurlega mikið rannsóknarstarf á riðuveiki í sauðfé. Þessi upptalning ætti að sýna að öflugt rannsóknar- og leiðbeininga- starf í sauðfjárrækt hefur haft mikil áhrif fyrir framþróun greinarinnar. Þetta starf hefur einkennst af því að vera virkt og skila sér fljótt og vel til framleiðendanna. Á þessu sviði er einnig ljóst að við þolum mjög vel samanburð við aðrar þjóðir og þar höfum við meira af rannsóknarnið- urstöðum sem athygli hafa vakið á alþjóðavettvangi en á nokkru öðru sviði innan landbúnaðar og jafnvel í íslenskum rannsóknum á þessari öld. Á þetta er full ástæða til að benda. Um leið er einnig ástæða til að velta fyrir sér hvort einhverjir þættir hefði betur mátt fara hefði rann- sóknarstarfi betur verið sinnt. Það dæmi sem ég held að þar muni nær- tækast í framleiðsluumhverfi grein- arinnar sjálfrar er þróun í bygging- um. Hinar gríðarlegu fjárfestingar sem áttu sér stað í fjárhúsabygging- um hér á landi fyrir um tveim áratug- um voru byggðar á fremur takmörk- uðu rannsókna- og tilraunastarfi. Fremur að þar gerði hver bóndi sína tilraun. Ég held að hollt sé að hug- leiða hvort þar hefði betur farið með traustari grunni. Stóra sviðið þar sem hins vegar verður að benda á að rannsóknar- og ■ tilraunastarfsemi hefur ekki verið leidd til hásætis er þegar kemur að úrvinnslu framleiðslunnar, slátrun og markaðsetningu afurðanna. Það er einnig þar sem við sjáum í dag að skórinn kreppir mest. Nú hygg ég að vísu að þegar að þessum þáttum kemur þá þurfi að mörgu leyti önnur vinnubrögð í beitingu fræðslu og rannsókna en á framleiðendahlið- inni. Þrátt fyrir það þá held ég að þörfin sé ljós og reynslan frá hinni hliðinni eigi einnig að kenna okkur að þessi þáttur á og verður að vera virkur eigi að vænta þar árangurs. Þörf er samt á að minna á það að á allra síðustu árum hafa verið unnar mjög markvissar og góðar rannsókn- ir í matvælarannsóknum á fæðudeid RALA sem vafalítið munu skila okkur miklu í framtíðinni. Rannsóknir og leiðbeiningar þurfa að vera í sífelldri eindurskoðun. Starf eins og rannsóknastarf og leiðbeiningar sem hefur verið og á í eðli sínu að vera jafn mótandi eins og ég tel mig hafa bent á að hafi verið í íslenskri sauðfjárrækt verður að vera í sífelldri endurskoðun og endurmati. Á síðasta ári var stofnað Fagráð í sauðfjárrækt þar sem sam- an koma fulltrúar bænda og fulltrúar þeirra aðila sem vinna að rannsókn- um, fræðslu og leiðbeiningum í greininni. Þar tel ég að kominn sé góður vettvangur til umfjöllunar um þessi mál á næstu árum. Ég held það geti einnig verið jákvæð þróun að umfjöllun um meðferð á því opin- bera fé sem varið er til slíks þróunar- starfs í greininni færist af auknum þunga á slíkan vettvang. Við höfum á síðari árum séð ýmsar grunnbreytingar gerast í um- hverfi þessarar starfsemi. í leiðbein- ingastarfseminni hefur áhersla starfsins verið að færast frá Búnað- arfélagi íslands til búnaðarsam- bandanna og með nægðu menntuðu starfsliði verður leiðbeiningum best sinnt sem næst framleiðendum, í miðstöð þarf aðeins að vinna sam- eiginlegt samræmingar- og úr- vinnslustarf og miðla upplýsingum og þekkingu. I rannsóknarstarfsem- inni hefur umfang því miður dregist stórlega saman á síðustu árum. Fyrir um áratug voru tilraunir með sauðfé á einum fimm tilraunabúum auk skólabúanna, en í dag stendur að- eins eftir tilraunabúið á Hesti auk skólabúanna, en umfang búskapar hefur einnig á þessum búum stórlega dregist saman eins og í fjárbúskap í landinu í heild. Ég held að það væri hrikaleg skammsýni ef menn bera ekki gæfu til að tryggja greininni á komandi árum þá aðstöðu sem hún býr við í dag í þessum efnum. Ég held að þó að sú umræða heyrist ætíð að slíka rannsóknarstarfsemi mætti flytja út til bænda þá verði trauðla fundin dæmi unt að slíkt verði gert á hagkvæman hátt og fátt virðist mér styðja það að slíkt mundi tryggja betur dreifingu á niðurstöðum til framleiðenda. Ég tel að dæmin sem ég hef rakið sanni að sá þáttur hefur verið í góðu lagi á umliðnum árum. Augljóst er einnig að það samdrátt- arumhverfi sem greinin hefur búið við í rúman áratug hefur haft sín áhrif á vilja bænda til að tileinka sér og hagnýta nýjungar þó að skilning- ur íslenskra bænda í þeim efnum sé meiri og betri en í öðrum löndum og líklega öðrum búgreinum hér á landi. Samdrátturinn hefur hins veg- ar leitt til að meðalaldur bænda í þessari grein sé sífellt hækkandi. Slíkt hlýtur að hafa sín áhrif á þekk- ingarmiðlun sem full ástæða er til að glöggva sig á. Nám í sauðfjárrœkt á bœndaskólunum. Einn þáttur í fræðslustarfi er nám það sem boðið er upp á á bændaskól- unum. Það er að sjálfsögðu mjög erfitt að meta árangur eða gæði þess fyrir greinina og þróun í þeim efn- um. Eg leyfi mér samt að fullyrða að það nám hafi tekið breytingum til eflingar á síðari árum. Éinn veiga- mesti þáttur í þeim efnum var þegar verknám úti á búum bænda var gert að þætti í náminu fyrir rúmum ára- tug. Ég starfaði þá á skólunum og tel mig því geta dæmt um þetta af nokk- urri reynslu. Ég hef áður dregið fram sérstöðu greinarinnar og geri enn. Ein er sú að eðli hennar er að búskapurinn byggir á mikilli reynslu sem myndast hefur af starfi kynslóð- anna. Þessa reynslu getur ólærður maður aldrei sótt í bækur að öllu leyti. Hana verður að sækja á vett- vangi til þeirra sem hana hafa. Fyrir farsælt starf í þessum efnum er þetta grundvallaratriði og vanti það jarð- 206 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.