Freyr - 15.12.1994, Page 29
Tafla 2. Félagsmenn í fjárrœktarfélögum sem framleiddu 38 kg af dilkakjöti eða meira eftir hverja á haustið 1993.
Fjöldi Lömb Kjöt eftir
áa til nytja hverja á
Páll Jóhannsson. Bæjum II. Blævur 9 178 48.2
Lárus. G. Birgisson, Miðdal. Skululsfjarðar ... 13 215 42.2
Kjartan Hclgason, Unaðsdal, Blævur 13 200 42.2
Jónas Helgason. Æðey, Blævur 10 190 39.6
Skúli Andrésson. Framnesi. Borgarljarðar 32 191 38,7
Torfufell sf.. Torfufelli, Hólasóknar 46 173 38.0
Tafla 3. Bú í fjárrœktarfélögnum sem höfðu 100 œr eða fleiri
skýrslufœrðar þar sem meðalafurðir haustið 1993 voru 34 kg af dilkakjöti eða meira.
Fjöldi Lömb Kjöt eftir
áa til nytja hverja á
lndriði Aðalsteinsson. Skaldfönn. Blævur 237 188 37.2
Hjálmar og Guðlaug. Bcrgsslöðum. Kirkjuhvammshr. 285 205 36.6
Félagsbúið. Lundi. Vallahrepp 259 189 36.6
Félagsbúið. Hríshóli, Freyr 108 189 36,3
Reynir og Ólöf. Hafnardal. Blævur 213 190 35.7
Andrés Hjaltason, Njarðvík. Borgarfjarðar 117 191 35.5
Björn og Guðbrandur. Smáhömrum. Kirkjubólshr 261 186 34.4
Félagsbúið Sauðá, Kirkjuhvammshrepps 303 204 34.2
Þorsleinn Kristjánsson. Jökulsá. Borgarfjarðar 234 172 34.0
þessar frjósemistölur veturgömlu
ánna eru skoðaðar verður að hafa
hugfast að verulegum íjölda
veturgamalla áa er haldið frá hrút
gemlingsárið. Hver veturgömul ær
sem skilar lambi að hausti skilar að
jafnaði 17,5 kg af dilkakjöti (16,2)
en eftir hverja veturgamla á sem
lifandi var í upphafi sauðburðar fást
að meðaltali 9,8 kg (8,7).
í töflu I er gefið yfirlit um þau
fjárræktarfélög þar sem afurðir eftir
hverja á eru mestar haustið 1993.
Viðmiðun fyrir þessa töflu hefur
yfirleitt verið hækkuð ár frá ári og
nú eru þar sýnd þau félög þar sem
framleiðslan er 30 kg af dilkakjöti
eða meira eftir hverja á. Samtals eru
það 15 félög sem ná þessu marki.
Eins og áður eru þama nokkur félög
þar sem eru fremur lítil bú og fáar
ær skýrslufærðar en mikill meiri-
hluti er samt að þessu sinni stór
félög þar sem um er jafnvel að ræða
eitt eða tvö þúsund ær. Efsta sætið
skipar Sf. Vallahrepps, en á einu búi
þar, Félagsbúinu í Lundi, næst sá
frábæri árangur að eftir hverja á fást
36,6 kg af dilkakjöti en samt er um
að ræða 259 ær. Næsta sæti skipar
Sf. Blævur, sem nær yfir Nauteyrar-
hrepp og þær fáu ær sem enn eru til
á búum á Snæfjallaströnd. Þar fást
að meðaltali 33,2 kg af dilkakjöti
eftir 750 skýrslufærðar ær. Arangur
bænda í öllum þeirn fjárræktar-
félögum sem fram koma í töflunni
verður að teljast frábær. Þess má til
gamans geta að í árdaga fjárræktar-
félaganna, fyrir um 30 árum, þótti
það einstakur árangur að ná 30 kg
meðalframleiðslu eftir 10-15 kinda
úrvalshóp úr hjörðinni. A þeim tíma
hefði vart nokkum órað fyrir að slík
framleiðsla yrði meðalframleiðsla
eftir þúsundir áa í heilum sveitum að
þremur áratugum liðnum.
Töflur 2 og 3 gefa síðan hefð-
bundin yfirlit um helstu afreksmenn-
ina. Annars vegar þá sem ná að skila
mestum afurðum óháð fjölda fjár, en
þar er án undantekninga um að ræða
litlar hjarðir, en í hinni töflunni er
yfirlit um afurðahæstu búin þar sem
fjöldi ánna er komin yfir 100. Þess
má geta að haustið 1993 voru það
samtals 197 skýrsluhaldarar sem
náðu 30 kg markinu, sem eru miklu
fleiri en dæmi eru um áður. Efstur er
Páll Jóhannesson í Bæjum á Snæ-
fjallaströnd með 48,2 kg af dilka-
kjöti að meðaltali eftir sínar níu ær.
Þetta eru mestu afurðir sem nokkru
sinni eru dæmi um hér á landi eftir
hóp af ám, þó að ekki telji hann
fleiri ær en þetta og sýnir hve
gífurlegri afurðagetu íslenska sauð-
kindin býr yfir.
Nágranni Páls, Indriði Aðalsteins-
son á Skjaldfönn, er hins vegar efst-
ur á blaði með stærri fjárhópa. Hjá
Indriða eru 237 ær, sem að meðaltali
skila 1,88 lömbum til nytja að hausti
og kjötframleiðsla eftir hverja á er
að jafnaði 37,2 kg af dilkakjöti.
Þessi árangur er einnig glæsilegt
íslandsmet. Hins vegar koma fast á
Minningarbrot úr bœndaferö.
Frli. afbl.s. 949.
kristalgerðin Jóska og þar voru ein-
hver ósköp keypt. Síðan var farið
norður til Regensburg. Örstutt var
stansað í miðborginni en síðan
haldið út í Dónárcenter en það er
stór verslunarmiðstöð. Flestum þótti
verðlag þar vera í hærri kantinum og
töldu að betra væri að versla heima
á íslandi.
Stórveisla var um kvöldið í skóg-
arhúsinu hjá hótelinu okkar. Þar
hæla Indriða fleiri aðilar sem löngu
eru landsþekktir fyrir miklar afurðir
á búum sínum. Þess má geta að sam-
tals 88 bú, þar sem skýrslufærðar
eru 100 ær eða fleiri, ná þeim glæsi-
lega árangri að skila yfir 30 kg af
dilkakjöti eftir ána haustið 1993.
Ljóst er þvf að þær tölur sem hér
hafa verið nefndar sýna einstakar og
áður óþekktar afurðir hjá íslensku
sauðfé haustið 1993. Um leið er
hægt að nefna að mörg af þessum
metum verða ekki langlíf vegna þess
að í þeim tölurn sem þegar liggja
fyrir frá haustinu 1994 hafa flest
þeirra þegar verið slegin.
sýndi þjóðdansaflokkur úr héraðinu
ásamt hljómsveit. Við fengum grill-
að svínakjöt og meðlæti. Síðan var
dansað og sungið. Flestir fóru í bjór-
kjallarann eftir veisluna í skógar-
húsinu. Þar var sungið ennþá meira
en lítið drukkið.
Helmingur af hópnum fór heim til
íslands laugardaginn 25. júní, en
hinir fóru daginn eftir. Allir virtust
vera ánægðir eða að minnsta kosti
ríkti mikil gleði í hópnum alla daga
en hræddur er ég um að lítið hafi
farið fyrir búfræðinni í þessari ferð.
24*94 - FREYR 933